Vikan


Vikan - 19.04.1972, Page 41

Vikan - 19.04.1972, Page 41
drottningannnar. Þau Albert rifust oft heiftarlega milli at- lotanna, hún öskraði og skellti hurðum og sagði ýmislegt, sem hún iðraðist eftir síðar. Lady Longford segir i bók sinni um Viktoríu að Albert hafi tekið það sem skyldu sina að ráða bót á þessum skapbresti eiginkon- unnar. Á ýmsan hátt var Vikt- oría sem móðir hins veiklynda Alberts. En hann varð líka oft að koma fram sem faðir gagn- vart henni. Viktoría var sannarlega of- urseld ástríðu sinni, sem aldrei yfirgaf hana. Eftir tuttugu ár fannst henni Albert jafn glæsi- legur og þegar hún leit hann í fyrsta sinn og þegar hann fór með henni í herkönnun á hvítu kasmírbuxunum . . . Hann var reyndar bersköllóttur og not- aði hárkollu, til að skýla sér fyrir dragsúgnum í Bucking- hamhöll. Hann var lika heilsu- veill. Hann fánn ailtaf ein- hvers staðar til. En svo varð hann alvarlega veikur af tauga- veiki. Hann var ekki eins jarð- bundinn og hún og kveið ekki dauðanum. Hann varð meðvit- undarlaus og vaknaði ekki aft- ur. Viktoria vildi ekki trúa þessu. Hvernig átti hún að af- bera slíkan missi? 14. desember árið 1861 dó Al- bert. Viktoría féll meðvitund- arlaus á gólfið. Óendanleg sorg. ..Hvernig á ég að lifa eftir þetta? Ó, mig auma! Og ég sem hef daglega beðið þess að við fengjum að deyja saman, að ég þyrfti ekki að lifa hann! F.g sem var föðmuð af þessum blessuðu örmum á heilögum stundum næturinnar, þegar heimurinn var aðeins við tvö og ekkert virtist geta skilið okkur að! . . . ég var svo viss um það . . .“ Lifið án hans var útilokað. En hvað var það sem Albert var vanur að segja við hana? Stærsta hlutverk þitt í lífinu er að læra að hafa hemil á tilfinningum þínum. >að var ekki hægt. Hún gat ekki leikið það hlutverk. Vikt- oría hætti að vera drottning, hún varð aðeins ekkja. Hún gat ekki hugsað "sér að sýna sig meðal fólksins. Þjóðin gagnrýndi þetta. Það varð æ verra. Hún var drottn- ing og hún varð að sinna skyld- um sínum! Árin liðu og fólkið ragði: — Það er heii eilífð síðan Albert dó. En Viktoria gat ekki gleymt. Fjörutíu og tveggja ára gekk hún inn i myrkur sorgarinnar og þar var hún til æviloka. ☆ BER ER HVER AÐ BAKl Framhald af bls. 13. sáu aðeins sortna hvor fyrir öðrum í dimmunni. Hvað, sem kynni fyrir að koma í slíku myrkri, hugsaði Benja með sér, það yrði að vera myrkrunum liulið. En þegar þeir nálguðust brúna á fljótinu, hægðu þeir gönguna. Og þeir fóru ekki yfir hrúna. Þejr námu staðar við liana. Og því næst fóru þeir heim aftur. En morgun nokkurn, þegar Benja vaknaði, var Ramí kom- inn á fætur og farinn út og var hvergi sjáanlegur. Benja iæsti húsinu og lagði af stað. Skammt ofan við brúna mætti hann Ramí á heimleið. — Þú hefur verið í Dsjútu? sagði hann. — Já, í Dsjútu að fá okkur kvenhjálp. Benja ætlaði að halda áfram; en bróðirinn stöðvaði hann. — Hún kemur á morgun, sagði hann. — Þú ættir að geta beðið þangað til. Benja lét að orðum bróður sins: Það hafði hann gert frá því að hann var barn. Og hann íann það á sér, að ætti einhvern iima að verða breyting á því. þá yrði eitthvað að koma fyrir. Og það hlaut að gerast fljótlega. Hvorugum bræðranna varð svefnsamt um nóttina. Benja íór fyrr á fætur. Hann fór út og beitti hestum fyrir vagninn. Það verður að skeika sköpuðu, hugsaði hann með sér. Hann hafði ekki tekið neina ákvörð- un. En enginn má sköpum renna. En liðlanga nóttina hafði hann séð illileg og afskræmd andlit og heyrt óskiljanleg orð. Einhver gekk að rúminu hans og stóð þar kyrr i sömu spor- um. En honum hafði ekki verið unnt að sjá, hver þetta var, hvort hann var lífs eða liðinn; það var aðeins hlóðleitur dökkvi, sem andaði og bærðist. — Benja! var sagt. — Benja! Það var enn myrkt af nótt, stórar, kyrrlátar stjörnur skinu; en í skarðinu milli fjallanna í austri brá á himininn heitum roða — eins og af eldi í fjarska. Nú kom Ramí út líka: — Þú munt ætla að sækja Natelu? Við getum farið báðir. Pér lærió nýtt tungumál á 60 tímum! Llnguaphone lykillinn aó nýjum heimi Tungumálanflimheið á hljámplðtum tða segulböndum: ENSKA, ÞÝZKA, FRANSKA, SPANSKA, PORTUGALSKA, ITALSKA, DANSKA, SÆNSKA. NORSKA, FINNSKA, RÚSSNESKA, GRlSKA, JAPANSKA o. fl. Verd aóeins hr. 4.500- AFBORGUNARSKILM'ALAR Hljóðfccrahús Reyhjauihur Laugauegi 96 simi: I 36 56 HVERT ÖÐRU BETRA 16. TBL. VIKAN 4 1

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.