Vikan


Vikan - 19.04.1972, Side 45

Vikan - 19.04.1972, Side 45
mascDDM IFILTUTriNDINCBS TMEEKII Bezta lausnin mælalaust PIRA-SYSTEM ÓDÝRT - TRAUST - ENGIN SKRÚFA EÐA NAGLI í VEGG HÚS OG SKIP NORÐURVERI HÁTÚNI 4A.SÍMI 21830 yjósa, sökum þess mikla hita sem var í loftinu og hafði ver- ið alla undanfarna daga. Sem sé, það hafði verið mikill hiti og sólskin undanfarna logn- daga, hálfgert Miðjarðarhafs loftslag eða Mallorka loftslag, svo við vorum orðnir útitekn- ir oð sólbrúnir í túrnum. Ég var þess vegna hálf hræddur \ ið gerjun í lifrinni og að tunnurnar myndu springa utan af öllum grútnum, sem við vor- um búnir að sanka að okkur. Ég hrökk upp af þessum hugleiðingum mínum við það að karlinn kallaði til mín og bað mig að sækja einglyrnið, þ.e. einpípusjónauki mikinn. Ég hljóp fram í lúkar (eh hann var eina vistarveran á koll- unni) og færði karlinum kík- inn. Hann bauð mér strax að horfa í hann og beina honum að sjávarfletinum við hafs- brún. Ég tók við kíkinum. beindi honum þangað sem karlinn sagði, en sá ekkert markvert, fyrr en ég beindi sjónaukanum lengra til hægri. Þá sá ég reykjarmökkinn, sem gert hafði karlinn svo óróleg- an. „Það er reykjarmökkur þarna,“ sagði ég og rétti karl- inum sjónaukann aftur. „Ég liafði &run um það,“ anzaði karlinn um leið og hann sneri kollunni meira til lands. Já, allur var varinn góður á þess- um tímum og gott að kómast í landvar eða innfyrir landhelg- islínuna, þótt ekki væri hún mikils metin af striðsaðilum oft á timum. Mér varð aftur litið út að hafsbrún og sá nú koma i ljós gráan, öslandi skipsskrokkinn. Karlinum var það einnig orðið ljóst, því hann setti á fulla ferð til lands. En undan drógum við ekki, þvi brátt sáum við að þetta var herskip, sem gekk miklu hrað- ar en kollan okkar. Eftir skamma stund sáum við með berum augum og greinilega, að þetta var grámálað herskip, sem stefndi á okkur óðfluga. En hvort það var þýzkt eða enskt, sáum við ekki enn, þar eð það var of langt í burtu frá okkur til að greina það. En reykjarmökkinn og kúluna, sem í þessari sömu andrá fél) i sjóinn rétt fyrir framan stéfnið á kollunni, gátum við ekki miskilið. Kúlan var stöðv- unarmerki og því var bezt að hlýða, hver sem átti í hlut. Karlinn stöðvaði því vélina og lét kolluna reka. Brátt sáum við, að þetta var enskur bryn- dreki. Hann var • kominn að okkur eftir skamma stund. Hann hægði ferðina, sneri bak- borðshjlið að okkur, setti út bát og lét nokkra menn fara i hann og reru þeir yfir til okk- ar. Tóti og Geiri voru nú komnir upp á dekk til okkar og gláptu undrandi. Það var eins og þeir hefðu aldrei séð herskip áður. Aftur á móti lék karlinn við hvern sinn fingur og virtist æstur af fjöri, en ég var aftur ó móti fölur og fram- lágur sökum hræðslu. Ef þeir sökktu nú kollunni, eða ef þeir færu með okkur til Leirvíkur og settu okkur i fangabúðir þar? Um þetta snerust hugs- anir mínar, þegar ég tók eftir því, að karlinn var að kalla eitthvað til okkar. Hann var þá að biðja okkur að rétta Bretunum hjálparhönd. Ég greip krókstjakann og rétti hann eitthvað út í loftið. Ég fann að hann stöðvaðist í ein- hverju mjúku og dró hann því snögglega að mér, en heyrði þá voðalegt öskur og hætti, þegar ég opnaði augun og leit eftir. Sá ég að ég hafði krækt krókstjakanum í gegnum aðra buxnaskálmina yfirmannsins og rifið út úr. Nú létu þeir eins og ekkert hefði komið ^fyrir. og ræðararnir þrír festu bátn- um við kolluna. en aðrir þrír broshýrir og borðalagðir stukku um borð. Þeir voru svo borðalagðir og orðuböndum skreyttir, að við fengum of- birtu i augun. „Hvar er skip- stjórinn?" spurði einn, er virt- ist vera hæst settur eða í það minnsta var hann mest borða- lagður og bar flest orðuböndin. Ég gat aðeins bent þegjandi aftur eftir, á karlinn, en engu orði kom ég upp sökum hræðslu. Sá borðalagði gekk snúðugt aftur á kolluna og sneri sér strax að karlinum: „Ert þú skipstjóri? Talar þú ensku og með hvaða farm ert þú?“ jósisá borðalagði út úr sér. „Já, ég er skipstjórinn og tala ensku, en ein spurning í einu er mér nægileg,'1 svaraði skipstjórinn okkar hæversk- lega. „Ertu að fiska?" var spurt. „Nei, ég er með þorska- lifur á tunnum, sem ég hef keypt fyrir atvinnurekanda minn á Seyðisfirði," svaraði karlinn. Sá borðalagði leit fram eftir dekkinu og virt- ist fyrst nú taka eftir tunnun- um á dekkinu og þaut framá. Allir eltu hann af forvitni. „Þú lýgur, skipstjóri. Þú ert að færa Þjóðverjum vistir og olíu, kafbátavistir. Þessar tunnur innihalda oliu en ekki lifur, eins og þú segir, skipstjóri," þrumaði sá borðalagði. „Kom- ið með verkfæri," hélt hann áfram. Við skulfum í hita- mollunni af einskærri hræðslu og svitinn rann sem ískalt vatn niður hrygglengjuna á okkur. Enginn hafði enn þorað að segja karlinn ljúga. Hér var eitthvað illt i uppsiglingu. En karlinn brosti bara leyndar- dómsfullur og rétti þeim borða- lagða kassa með ryðguðum verkfærum. Hann tók upp úr kassanum hamar og naglbít, en setti hann svo aftur á þak vélarrúmsins og gekk að tunn- unum. Ég mundi nú eftir því að ég hafði séð kúbein frammi í kolakjallara og hljóp því til að sækja það. Ég rétti síðan kúbeinið að þeim borðalagða, sem var með hvíta tauhanzka á höndum. Hann greip kúbein- ið með hanzkaklæddri hend- inni og leit brosandi til mín um leið og hann tók við því. Ég brosti á móti, en þá mundi ég allt í einu, að hann var með hvíta hanzka og hvar kúbein- ið hafði verið. Mér sortnaði fyrir augum. Það var næstum liðið yfir mig. En ég gat hark- að af mér og leit til þess borða- lagða. Hann var líka orðinn kolsvartur í framan. Hann henti frá sér kúbeininu, eins og hann hefði skaðbrennt sig. Síðan reif hann af sér hanzk- ana og þeytti þeim út í sjó. Hann talaði nú við sina menn með miklum hávaða og gaura- gangi. Tóku þeir við verkfær- unum og fóru að fást við tunn- urnar. Ég kallaði þá til karls- ins og spurði hann, hvort hann ætlaði ekki að vara þá við og segja þeim frá því, að mikill hiti hefði verið undanfarið og að við værum hræddir um að gerjun og ólga væri komin i grútinn og að varlega þyrfti að fara með ilátin. En karl- inn steinþagði, sneri sér bara undan og brosti. Hann um það, hugsaði ég þá lika og sagði ekkert. Englendingarnir höfðu nú ráðizt á grútartunnurnar, tóku þá fremstu og fóru að bjástra við að ná sponsgatinu opnu. Þetta var svotil nýkom- in tunna og því alveg mein- laus. Þeir náðu stóra lifrargat- inu opnu, veltu tunnunni á hliðina og létu alla lifrina 16. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.