Vikan


Vikan - 19.04.1972, Side 49

Vikan - 19.04.1972, Side 49
»vorið góða grænt og hlýtt...« er þegar komið suður í álfu. LOFTLEIBIR vorlækkun Loftleiða ICELANDIC gildir frá 1. apríl -15. maí „Allt í tugthúsið, allt í tugt- húsið. Landsyfirrétturinn, æðsti dómstóllinn og stjórnarvöld staðarins, lögreglustjórn og bæj- arstjórn, — allt þetta skal hneppa langt út fyrir borgina og — i tugthúsið. Hver hefui' séð eða heyrt getið um nokkurs staðar um víða veröld. um rgð- og dómhús langt fyrir utan álla borgarbyggðina, eitt sér, auk heldur í tugthúsinu eða ofan á því?“ „Menn telja að þetta sé gert af sparnaðarástæðum. — það kostar miklu minna að klína ráðhúsinu ofan á tugthúsið en að byggja húsin hvert fyrir sig. en hví ekki að spara meira? Hvi datt stjórninn ekki i hug, að hafa allt tugthúsið tvær hæðir. svo að hin stjórnarvöldin öll hefðu getað fengið þar góðan og sómasamlegan bústað? Þai hefði átt að vera bústaður fyrir amtmanninn nýja og landfóget- ann, og hví skyldi herra biskup- inn ekki geta verið þar líka?" — Svona farast ritstjóranum orð og skín gremjan út úi hverri setningu. Honum þykir það sæma bezt, að allir æðstu embættismenn landsins, — um- boðsmenn danska valdsins á Is- landi, væru látnir í tugthúsið. að undanskildum landshöfðing.i anum sjálfum, sem begar hafði valið sér bólfestu í gamla af- dankaða tugthúsinu við Arnar- hól. Hefði verið farið eftir þess- um tillögum ritstjórans, var líka hægt að spara 1000 rd árlega. sem biskup, amtmaður og land- fógeti fengu úr landssjóði i húsaleigustyrk, en dönsku stjórnarherrunum, segir rit- stjórinn, sé annað hugleiknara en að spara útgjöld landssjóðs við þessa embættismenn sína. Um þessar mundir voru til sölu st.órar og miklar húseignir i Reykjavík, hin svokölluðu Glasgow-verzlunarhús. sem enskt fyrirtæki átti og vildi selja fyrir lítinn pening. Tillaga kom fram um það, að kaupa þessar eignir og gera aðalbygg- inguna, Glasgow, að ráðhúsi. Hús þetta þótti nægilega stórt og veglegt til þeirra hluta, en þetta var timburhjallur, sem fuðraði upp á skömmum tíma 30 árum síðar, eða rétt um alda- mótin síðUstu. Margir aðhyllt- ust þessa tillögu, þ.á.m. Jón Guðmundsson. Hann segir þetta haganlegra fyrir alla, „en að fara að klúðra ráð- eða dóm- húsi þarna ofan á tugthúsið fyr- ir utan alla staðarbyggðina". öllum til ama og óþæginda og til eintóms athlægis.“ — í einu orði sagt sé tugt- og ráðhúsið óhafandi þarna við Skólavörðu- stíginn, en huggun sé það þó í þessum raunum, að farið gæti svo, að ráðhúsið verði aldrei En þarna varð sá mæti maður notað og alls ekki til lengdar. ekki sannspár. Þetta hús er, sem kunnugt er, notað enn og Reykjavíkurbær hefur vaxið svo ört, að nú er tugthúsið i miðjum bænum. Það er þvi orðið öllum til ama og óþæg- inda, að tugthúsið skuli ekki vera „fyrir utan alla staðar- byggðina". Á slíkum stað ætti það að vera, eins og það var sett á sínum tíma. Byggingu tugthússins var lok- ið eftir eitt ár, en á þeim tíma voru engin innflutningshöft, og svo var líka völ á nógu vinnu- afli. Mánudaginn 7. júlí var dómsalur yfirréttarins tekinn í notkun, án allra hátíðahalda eða vígsluathafnar, en þó er til frásögn af athöfn þessari. Það hafði að visu enginn búizt við, að hinn hái réttur yrði fluttur : hið nýja hús þennan dag, og engum hafði verið tilkynnt það. Til dæmis vissi Jón Guðmunds- son ekkert um þetta og var hann þó einn af málafærslu- mönnum réttarins. Dagana áð- ur, þann 5. og 6. júlí, hafði aug- lýsingu um réttinn verið fest upp í gamla svartmálaða gler- kassanum utan á húsi réttarins á Lækjartorgi, þ.e. svartholinu, 16. TBL. VIKAN 49

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.