Vikan


Vikan - 19.04.1972, Síða 55

Vikan - 19.04.1972, Síða 55
Konstantín átti að snúa aftur í auðmýkt og iðrast misgerða sinna gegn ofurstaklíkunni í heyranda hljóði. Þetta vildi Konstantín ekki sætta sig við, þótt hann kynni illa við sig í útlegðinni í Róm. Og þar að auki hefur Anna María áreiðanlega seint og snemma bent manni sínum á, að hann myndi hríðfalla í áliti almennings í heiminum ef hann gerði eitt eða annað, sem gæti skoðast sem siðferðislegur stuðningur við ofurstana. Þær ábendingar hefur Grikkja- drottning sjálfsagt fengið frá föður sínum, Friðriki heitnum Danakonungi, og dönsku stjórn- inni. Refskákin milli herforingja- stjórnarinnar og Konstantíns hefur staðið lengi og stundum tekið á sig undarlegar myndir. Konungurinn ungi, sem á há- sætisárum sínum (1964—1967) var mest þekktur fyrir hin og þessi asnastrik, hefur með tím- anum að minnsta kosti lært eitt: að þegja nema brýna nauðsyn beri til að tala. Þögn hans hefur gert stjórn- inni í Aþenu ákaflega gramt í geði. Ofurstarnir hefðu ekkert frekar viljað en hann hlypi á sig með einhverri ótímabærri yfirlýsingu. En nú hafa þeir neyðst til að setja upp sunnu- dagasvip gagnvart konungi og borga honum laun hans. Árslaun hans nema um þrjá- tíu og sex milljónum króna á ári, svo að varla býr blessað fólkið við sáran skort. En að vísu fer eitthvað af summunni í viðhald halla konungsfjöl- skyldunnar í Grikklandi og fleira álíka. Hitt hefur skipt meira máli að Konstantín hefur áfram verið að formi til kon- ungur Grikklands, og flestar at- hafnir stjórnarinnar hafa verið framkvæmdar í hans nafni. Þetta gefur stjóminni vissan bráðabirgðasvip, sem hún er auðvitað ekki ánægð með. Hin endanlega áróðursherferð gegn konungi hófst með lyga- grein í blaðinu Ta Nea, og var þar fullyrt að Konstantín og Anna María ætluðu að skilja eða væru þegar skilin nema að nafni. Bent var á til sönnunar að Konstantín dveldist einkum í Englandi, og varla hefði ver- ið hægt að ná í hann þegar Friðrik konungur tengdafaðir hans dó. Á þessu er einföld skýring. Konstantín er farinn að leita sér menntunar, sem komið geti honum að haldi sem stjórnanda ríkis — og má víst með sanni segja að það sé ekki seinna vænna. Hann les stjórnmál og þjóðhagfræði í Cambridge nokkra daga í viku, en er þess á milli hjá fjölskyldunni í Róm. Anna María fylgir honum stundum til Lundúna, en er oftar kyrr heima hjá börnun- um: Alexíu (sex ára) Páli krónprins (bráðum fimm ára) og Nikulási, sem fæddist í út- legðinni 1969. Þau búa í Róm, en heimsækja oft ættingja sína í Kaupmannahöfn, Madrid og Vestur-Þýzkalandi. Þeir sem sáu Konstantín og Önnu Maríu saman í Kaup- mannahöfn um það leyti sem Friðrik konungur dó, eru á einu máli um að ekkert bendi til annars en allt sé í lukkunnar velstandi þeirra á milli. Ástæð- an til þess að Konstantín kom ekki til Hafnar fyrr en ljóst var að tengdafaðir hans lá fyrir dauðanum var einfaldlega sú, blaðaþjónusta danska utanrík- isráðuneytisins gat þess sérstak- iega. Skilnaðarsöguburðurinn var sannkallað högg fyrir neðan beltisstað, enda þótt hirðmar- skálkur Konstantíns, Leónídas Papagos, lýsti sögurnar þegar ómerkar. En sú tilkynning kemst ekki til eyrna grísks al- mennings. Og honum voru gróu- sögurnar fyrst og fremst ætlað- ar. Því að í Grikklandi er hjóna- skilnaður hræðilegt hneyksli og sá, sem talinn er bera sökina, eilíflega fordæmdur í augum fólks. Og nú er rógherferðin gegn konungi í fullum gangi í grísku pressunni, sem auðvitað skrifar ekki annað en ofurstaklíkan segir henni. Er einkum klifað á því, að framtíð konungdæmis- ins eigi enginn að ákveða nema þjóðin sjálf, það er að segja með þj óðaratkvæðagreiðslu. urn konung í hásætið. Um síðir valdi hann Juan Carlos prins (sem er mágur Konstantíns, kvæntur Soffíu prinsessu af Grikklandi), en það er nú önn- ur saga. Aþenustjórn getur brugðið á sama ráð — lýst því yfir að há- sætið verði fyllt af einhverjum prinsi einhverntíma í framtíð- inni. En það verður því aðeins að konungsættin fái fleiri atkvæði en reiknað er með. Sennilegast er að Grikklandi verði breytt í lýðveldi. Annað eins hefur skeð. Konstantín getur kannski hugg- að sig við, að sumir fyrirrenn- ara hans voru ekki alltof fastir í sessi og náðu þó kórónu og ríki um síðir. í grískum stjórn- málum getur allt skeð. Það hef- ur hent sig fyrr að konungs- hollustan hefur bálað upp eins og sinueldur í landinu og að konungar, sem allir voru löngu Gróusögur hafa gengið um yfirvofandi skilnað þeirra, en kváðu ekki hafa við rök að styðjast. að heimsóknir hans til höfuð- borgar Danmerkur hafa alltaf ákveðin vandamál í för með sér. Konstantín hefur að vísu allt- af tvo lífverði (sem ofurstarnir ' Aþenu borga)! en þeir duga ekki við þær heimsóknir. Danska lögreglan verður að taka á sig mikla aukafyrirhöfn, þegar Grikkjakonungur er í höfuðborginni. Þá má alltaf bú- ast við mótmælum eða öðru hættulegra. Það kom óbeint fram við dauða Friðriks að samkomulag- ið milli konungsfjölskyldunnar og stjórnarinnar í Aþenu hefur versnað. Papadópúlos sendi engar samúðarkveðjur til drottningar „sinnar“ Önnu Mar- iu, þótt svo að það væri faðir hennar, sem dáinn var. Mjög svo formlegt símskeyti til dönsku stjórnarinnar var látið duga. Það var svo ögrandi að Það áhugaverða er að enginn, jafnvel ekki ofurstarnir sjálfir, er viss um hver verða myndu úrslit slíkrar atkvæðagreiðslu. Það er að segja ef hún verður lýðræðisleg. En á það má benda að Konstantín var aldrei mjög vinsæll meðal þjóðar sinnar, þótt Önnu Maríu tækist það að vissu marki. En stjórnarskráin býður stjórninni þó nokkra kosti að velja um. Eitt er víst að Konstantín verður settur af — en á hinn bóginn þarf ekki endilega að afnema konungdæmið. Ofurst- arnir hafa oft rennt augunum yfir hafið til hins elzta og reyndasta af öllum hereinræð- isherrum, Franco hershöfðingja í Madrid. Franco hefur einnig að vissu marki átt við að stríða konunglega andstöðu. Hann fann upp á þeirri snjöllu lausn að gera Spán að konungsríki — en láta dragast að setja nokk- hættir að telja með kóngum, skutu aftur upp kollinum í Aþenu. Hvernig snýst Konstantín við þessari nýju þróun? Áhangend- ur hans halda að hann þegi áfram þunnu hljóði, að minnsta kosti um hríð. Ólíklegt. er að hann gangi til liðs við þá grísku útlagahópa, sem andæfa of- urstastjórninni. Enda vilja þeir hópar sjálfsagt hvorki heyra konung né sjá. Efnahagslega séð verður af- setningin mikið áfall fyrir þau hjón. Af kóngafólki að vera kváðu þau ekki of vel stæð og fullyrt er að þau eigi lítið á svissneskum bankareikningum. En Friðrika ekkjudrottning, móðir Konstantíns, er hinsvegar allvel loðin um lófana, svo að varla fer fjölskyldan á vonar- völ fyrsta kastið. Þau verða líklega að flytja. Framhald á bls. 51. 16. TBL. VIKAN 55

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.