Vikan - 30.05.1973, Blaðsíða 5
eldrum þinum því, aS þú mun-
ir ekki láta neitt slikt slys henda
þig, er ekki ólíklegt, að þeim
yrði rórra, þó þú værir með
kunningjum þinum á kvöldin.
Hitt er annað mál, að 14 ára
stúlka hefur ekkert með að gera
að vera úti langt fram á nætur,
og við ráðleggjum þér ein-
dregið að reyna að komast að
samkomulagi við foreldra þína.
Það er aðeins eitt, sem er erf-
iðara og áhyggjumeira en að
vera táningur, og það er að vera
foreldri tánings. Úr skriftinni má
m. a. lesa, að þú ert einbeitt og
vilt fara þínu fram.
Um Ijósmæðranám
o. fl.
Kæri Póstur!
Mig langar að spyrja þig nokk-
urra spurninga, ef þú vilt svara
þeim fyrir mig.
1. Hvað er bréfaskóli SÍS og
ASI starfandi lengi í einu (hve
marga mónuði)?
2. Hvað er það, sem þeir kalla
„Lærið á réttan hátt"?
3. Hvað þarf maður að vera bú-
in að læra mikið til að komast
í Ijósmæðraskóla?
4. Ég er ló ára í 3. bekk gagn-
fræðaskóla. Hvað þarf ég að
vera gömul og búin að læra
til að geta farið í málaskóla?
5. Hvað lestu úr skriftinni, og
hvernig er stafsetningin?
6. Hvernig eiga hrúturinn
(stelpa) og vatnsberinn (strák-
ur) saman?
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna.
Dolla.
1. Bréfaskóli SÍS og ASÍ starfar
allt árið, og þar er hægt að
hefja nám, hvenær sem er og
ráða sjálfur talsvert hraðanum i
náminu.
2. Bréfaflokkurinn „Lærið á
réttan hátt" er leiðbeiningar
fyrir skólafólk um námstækni
og aðferðir, sem reynzt hafa ár-
angursrikar erlendis. Þetta eru 4
bréf, sem kosta 700 kr.
3. Lágmarksmenntun til inn-
gönqu i Ljósmæðraskólann er
gagnfræðapróf eða sambærilegt
próf. Auk þess þarftu að vera
orðin 20 ára.
4. Það eru ekki gerðar neinar
kröfur til lágmarksaldurs eða
undirbúningsmenntunar í mála-
skólunum hérna, heldur er fólki
raðað í deildir eftir kunnáttu og
getu, eftir því sem við bezt vit-
um.
5. Skriftin bendir til viðsýni og
fágunar i framkomu. Stafsetn-
ing var ekki gallalaus.
6. Hrútur og vatnsberi eiga vel
saman.
Hvað meinar hún?
Elsku Póstur minn!
Ég þakka gott efni í Vikunni
undanfarin ár, ég les hana allt-
af spjaldanna á milli, Svo er
mál með vaxtarverkjum, að ég
er rosalega hrifin af stelpu, sem
er með mér í skóla, en sá er
gallinn á, að ég hef aldrei ver-
ið með stelpu og veit þess vegna
ekki, hvernig ég á að bera mig
til, svo ég geti náð í hana, en
ég reyni að gera allt fyrir hana.
Svo núna fyrir stuttu fór ég með
henni á fyllirí, og þá sagði hún,
að hún vildi gefa mér allt nema
ástina. Táknar þetta, að hún
vilji ekkert með mig hafa?
Hvernig eiga strákur úr hrútn-
um og stelpa úr steingeitinni
saman? En strákur úr vatnsber-
anum og stelpa úr Ijóninu? —
Hvað lestu úr skriftinni? Von-
andi birtirðu þetta fyrir mig,
mér bráðliggur á svari, því það
er bara mánuður eftir af skól-
anum. Með fyrirfram þökk fyrir
birtinguna, elsku Póstur minn.
ABL.
Ja hérna, farið þið á fyllirí
þarna í skólanum? Sennilega
tákna ummæli stúlkunnar það,
að hún vilji vera með þér, eða
a. m k. vera góður vinur þinn,
þó hún telji sig ekki geta elsk-
að þig, enda eruð þið svo ung,
að varla er kominn tími til
slíkra hugrenninga í alvöru. —
Hrútur og steingeit eiga vel
saman, ef karlmaðurinn gætir
þess að vera ekki alltof kröfu-
harður. Vatnsberi og Ijón þurfa
að vanda sig enn meira, ef
sambúð þeirra á að blessast.
Skriftin bendir til nákvæmni og
tilfinningasemi. Kannski hafa
leiðir ykkar stúlkunnar skilið,
þegar þér berst þetta svar, við
erum því miður alltaf svolítið á
eftir sjálfum okkur hérna.
”FRENCH”
modelið
ÞRÖNGAR AÐ
OFAN, VÍÐAR
FRÁ HNÉ OG
NIÐUR.
,,FRENCH“
AÐEINS EITT
MODEL AF
MÖRGUM I
BUXUM FRA
EINNIG
BLUSSUR
MUSSUR
DRAGTIR
JAKKAR
KJÓLAR.
MUNIÐ
uor & sumnR TizKunn
DÚKUR HF
SKEIFUNNI 13.
— Ég var sjálfur sendur á sömu uppeldisstofnun, og það
gaf góða raun!
22. TBL. VIKAN 5