Vikan - 30.05.1973, Blaðsíða 8
Hjúskapur
um heim allan
Á Sumatra er kynflokkur, þar sem konurnar
eru einráðar og hafa sjálfar allt ákvörðunar-
vald. Hjónin búa ekki einu sinni saman og
hvert einasta hús er háborg kvenna. - Hér
verður sagt frá Aminu og konunum í kringum
hana - og Mochtar, sem gegn sínum eigin
vilja, var neyddur til að kvænast henni . . .
Hún er glæsileg kona, greind,
örugg með sjálfa sig og vilja-
sterk. Hún hefur opin augu
fyrir öllu, sem fram fer í kring-
um hana, horfir rannsakandi
augum á þá sem hún talar við.
Hún er líka nokkuð fríð, þrátt
fyrir framstandandi tennur.
Hún heitir Amina og er nítján
ára gömul.
Maðurinn hennar heitir
Mochtar og hann er tuttugu og
fjögurra ára. Hann hefur góða
menntun og er kennari. Hann
er duglegur, en hæggerður og
virðist alltaf geðgóður og vin-
gjarnlegur í framkomu. En það
hvílir samt eitthvert öryggis-
leysi yfir honum, eins og hann
hiki alltaf við að láta í ljós
skoðun sína á málefnunum. Að
vissu leyti er Amina ánægð með
manninn sinn og að öllum lík-
indum er hún ástfangin af hon-
um, en hún umgengst hann æv-
inlega sem einhvern minni
máttar. En nú hefur hann kom-
ið henni í slæma klípu; hann
hefur nefnilega hótað henni að
Amina, alin upp í því að
líta niður á alla
karlmenn.
sækja um skilnað, ef hún leyfi
honum ekki að fara með góðu.
Þetta kæmi nokkuð undarlega
fyrir sjónir, ef þetta væri ekki
á Sumatra. Ungu hjónin heyra
til alveg sérstökum kynflokki
á Sumatra, Minangkabau, ætt-
flokki þar sem konurnar hafa
öll völd.
Fyrirlitning á karlmönnum.
Þessi ættflokkur hefur ákaf-
lega sérkennilega skoðun á
hlutverkum karls og konu, og
flokkurinn er fjölmennur,
hvorki meira né minna en
fimm milljónir. Það er litið á
karlmanninn sem nauðsynlega
veru til fjölgunar, þeir fá ekki
einu sinni að búa hjá eigin-
konum sínum. Hvert einasta
hús í þorpum þeirra og bæjum
eru háborgir kvenna og þann-
ig er það að sjálfsögðu líka í
þorpinu Batu Saka, þar sem
Amina býr. Frá barnæsku eru
stúlkurnar aldar upp í því að
líta niður á piltana. Amina
var ekki gömul að árum, þeg-
ar móðir hennar fræddi hana
um það, að tegundir karla væru
aðeins fimm.
— í fyrsta lagi eru það karl-
8 VIKAN 22. TBL.