Vikan - 30.05.1973, Blaðsíða 10
Jövu, sem er nágrannaeyjan.
Hann hafði, eins og margir af
hans ættflokki, flúið í burtu
frá ægivaldi kvenna sinna.
Þegar Amina var tólf ára, varð
hún að yfirgefa móður sína um
hríð, en hún vissi vel, að um
leið og hún gifti sig, fengi hún
sitt eigið herbergi til umráða
í ættarhúsinu. Fram að þeim
tíma varð hún að sofa í ruma
budjang, svefnhúsi, þar sem
allar ungar ógiftar stúlkur
urðu að sofa og þar var eldri
kona til að sjá til þess að ekk-
ert færi úrskeiðis. Amina tal-
aði við bróður sinn daglega,
bæði í skólanum og heima.
Hann svaf ekki lengur í mosk-
unni, heldur í svefnhúsi pilta,
rétt hjá ruma budjang. Samt
var allt samband milli unga
fólksins í þessum tveim svefn-
húsum stranglega bannað. Sið-
ferðið krafðist þess að ungu
stúlkurnar væru hreinar meyj-
ar, þegar þær giftu sig og hin-
ar ströngu varðkonur voru
að matargerð og heimilisþrif,
en þær eldri fóru frekar út á
akrana. Einu sinni í viku var
Amina send með afurðir til
sölu á markaðstorgið í Buk-
ittinggi, sem var næsti bær við
þorpið.
Svo leið að því að móðir
hennar fór á stúfana, til að
finna handa henni eiginmann.
Það var ekki hlaupið að því,
því að mikill hörgull var á
karlmönnum í héraðinu. Marg-
ir höfðu farið að dæmi föður
hennar og flúið undan valdi
kvennanna og freistuðu ham-
ingjunnar einhvers staðar ann-
ars staðar í Indonesíu. Þess ut-
an var ekki sama hver maður-
inn var, hann varð að hafa
sýnt að hann hefði eitthvað til
síns ágætis. Móðirin leitaði með
logandi ljósi. Um hríð hafði
hún næstum ákveðið að taka
eldri mann, fjörutíu og fimm
ára; hann var prófessor og átti
þrjár konur fyrir. Þær voru
engin hindrun fyrir hjúskap,
aði honum og segði honum að
skreppa heim til að kvænast
nýrri konu. Hann varð að
hlýða þeirri skipan.
En það var horfið frá þessu
með prófessorinn, það hafði
sem sagt kvisazt, að hann hefði
einu sinni sett sig upp á móti
boði systur sinnar, svo hann
gat átt það til að vera of sjálf-
stæður.
Mochtar var sá rétti.
Þá varð Mochtar fyrir val-
inu. Mochtar var ungur kenn-
ari, sem kenndi við skóla í
Bukittinggi. Hann hafði sýnt
sína karlmennsku, því að þrátt
fyrir ungan aldur, var hann
faðir tveggja ljómandi laglegra
telpna, með sinni fyrri konu í
bænum. Hann hafði líka ágæta
menntun og það hafði aldrei
borið á neinum vandræðum.
Móður Aminu fannst hann
ágætis mannsefni.
Rachman frændi var svo
sendur út af örkinni, til móð-
getið að fjölskyldan væri ekki
á nátrjánum. Rachman frændi
skyldi hvað hún átti við og
hraðaði sér heim eftir fleiri og
verðmætari gjöfum og þá gekk
saman með þeim. Mochtar átti
að kvænast Aminu eftir tvo
mánuði og hið hefðbundna
brúðarverð, sem hann varð að
greiða, var sem svarar þúsund
krónum. Móðir Mochtars skrif-
aði honum og skikkaði hann til
að segja upp kennarastöðunni
og flýta sér heim til að kvæn-
ast.
Ungi maðurinn varð mjög
leiður, honum féll vel við starf
sitt og kaupið var gott. En
hann gat ekki sett sig upp á
móti vilja móðurinnar. Hann
var nú heldur ekki beinlínis
háður kaupinu, vegna þess að
hann þurfti ekkert að greiða
til að framfleyta konu sinni og
það yrði heldur ekki í sam-
bandi við Aminu. Þær höfðu
báðar erfðafé frá fjölskyldum
sinum, erfðafé, sem aðeins kon-
Farida, móðir Aminu, með
yngsta barnið sitt á
handleggnum.
Djamila, amma Aminu.
Hún er nenek, en það er
sú, sem stjórnar fjöl-
skyldunni með einræðis-
valdi.
Rachman frændi, ömmu-
bróðir Aminu. Hann er
mamak og hefur ábyrgð
á uppeldi barnanna í
kvennahúsinu.
sannarlega ekki neitt 'lamb að
leika sér við, ef eitthvað
ósæmilegt komst upp.
Árin liðu hratt og Amina
hafði lokið skólagöngu sinni.
Hún átti þá að koma til starfa
í hinu stóra húsi, sem fjöl-
skyldan á. Hún átti að vinna
því að múhameðstrúarmenn
hafa leyfi til að kvænast fjór-
um konum, kannski fleirum, en
þær mega ekki vera fleiri en
fjórar í einu. Það var ósköp
einfalt að koma þessu í kring,
það þurfti ekki annað en að
elzta systir prófessorsins skrif-
ur Mochtars, til að hlera hvern-
ig málin stæðu. Hann hafði
með sér góðar gjafir, því að
móðir Mochtars var af auðugri
fjölskyldu. Hún var drjúg með
sig og sagðist hafa margar
stúlkur, sem biðluðu til sonar
hennar og hún lét þess líka
ur höfðu rétt á í þessari ætt-
kvísl.
Mochtar kom.
Amina hafði lítinn áhuga á
þessu, yppti aðeins öxlum, þeg-
ar móðir hennar sagði hver sá
útvaldi væri. Hún þekkti all?
10 VIKAN 22. TBL.