Vikan

Tölublað

Vikan - 30.05.1973, Blaðsíða 14

Vikan - 30.05.1973, Blaðsíða 14
OF MIKIÐ AF ÞVÍ GÓÐA Það hefur löngum þótt i meira lagi vafasamt liferni sumra er- lendra poppstjarna, hafa þær veriö bendlaðar við flest þaö, sem óhollt telst og ólöglegt er. Rolling Stones hafa sizt af öllum verið taldir góðu börnin eða á nokkurn hátt til fyrirmyndar. Heimurinn fer hvergi á mis við neitt það, sem gerist fréttnæmt i kringum stjörnur eins og þá i Rolling Stones. Menn, sem öölast lifi- brauö sitt af þvi, aö vera i sviös- ljósinu, veröa að taka þvi sem sjálfsögðum hlut, aö þaö hið sama ljós logar jafntdag sem nótt, hvar sem er og hvenær sem er, undan- skilið, svo lengi sem aðdáendum viðkomandi þóknast. Þvl fer oft ýmislegt I heimspressuna, sem upphaflega var aldrei ætlaður staður á þeim vettvangi. edvard sverrísson músík með meiru Ljósmyndir eru ætið vel þegnar hjá blöðum, ljósmyndir sem hneyksla, ljósmyndir sem sýna eitthvað allt annað, en daglega snýr að almenningi. Þessar ljós- myndir, sem birtast með þessari grein, voru teknar i afmælishófi Mick Jaggers á þessu ári. Það var haldiö á suðurströnd Frakklands, en þar hafa Rollingarnir búið síðan 1971, vegna þess að þeim hafa fundizt brezk yfirvöld ekki hafa skilning á liferni þeirra. Þeir hafa þó ekki fengið aö vera gjörsamlega afskiptalausir i Frakklandi. Lögreglan hefurnokkrum sinnum gert húsleit hjá þeim, fundizt hafa ýmis efni, sem ólöglegt hefur veriðað hafa undir höndum, hvað þá neyta. Myndirnar hérna sýna Mick Jagger, Keith Richard og fylgi- konu hans, Anitu Pallenberg. Myndirnar eru teknar I einu fjöl- margra partía, sem til var efnt þarna suður frá. Það voru ein-. göngu vlmugjafar eins og hass og heroin, sem notaðir voru til and- legrar upplyftingar, en urðu svo til þess, að sumir misstu af allri skemmtan, vegna þess að þeir hafa „fengiö sér of mikið af þvi góða.” 14 VIKAN 22. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.