Vikan

Tölublað

Vikan - 13.12.1973, Blaðsíða 10

Vikan - 13.12.1973, Blaðsíða 10
jólunum, en Gilchrist hafði verið andvigur þvi, að Lucy færi þangað. Það var hégómi, hafði hann sagt, og auk þess átti hún engan kjól til að vera i . Dyrunum var ekki lokið sam- stundis upp, þegar hún hringdi dyrabjöllunni á prestssetrinu, og Luvy var að þvi komin aö gefast upp á að biða, þegar Dorothy opnaði loksins dyrnar. Hún var ergileg á svipinn. Dorothy var þjónustustúlka prestsins, hún var i slæmu skapi og uppgefin á þvi að þurfa að sækja vatnið i brunninn siðan fraus i vatnsleiðslunum. Þar að auki taldi hún sig hafna yfir ibúa vagnabyggðarinnar. — Presturinn er á kóræfingu, sagöi hún önug, en sýndi Lucy þó leiðina til kirkjunnar. 1 kirkjunni lifðu aðeins ljósin i kórnum og kertaljós, sem blakti i einu horni kirkjunnar, þar sem útbúin haföi verið jólajata með alvöru hálmi og kringum hana fólk og dýr úr gipsi i næstum eðli- legri stærð. Lucy læddist nær. Aldrei á ævi sinni hafði hún séð neitt eins fallegt. Kertið bar ljós yfir jötuna, en i henni lá brúða, sem var svo eðlileg, að við lá að Lucy héldi að hún væri lifandi. Hún stóð kyrr og virti fyrir sér þessa furðusýn. Allt i einu byrjuðu drengirnir að syngja.Með háum, hreinum og skærum röddum sungu þeir: 1 Betlehem er barn oss fætt, þvi fagni gjörvöll Adamsætt. Halleluja. Það barn oss fæddi fátæk mær. Hann er þó dýrðar drottins skær. Halleluja. Hann var i jötu lagður lágt, en rikir þó á himnum hátt. Halleluja. Þetta var ekki réttlátt... Hann ætti að fá almennilegt litið rúm, en ekki jötu meö köldum hálmi, Em ELDHUS Fjölbreytilegt og vandaó Eldavélai; -viftun eldhúsofnar, rofaboró, helluboró, kæliskápar; uppþvottavélar BRÆÐURNIR ORMSSON LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 wBe&p - i iaWHJi'< —í ifc hugsaði Lucy og allt i einu lá henni við gráti Þessi litla vera i jötunni var næsta lik barninu i hvita húsinu, en það hafði hlýtt teppi eða mjúkt sjal til að halda sér heitu. Hana langaði tl að lyfta litla barninu að brjósti sér og hlýja þvi. . —Engillinn litli hvislaði hún, elsku litli unginn minn... Ef ég ætti svona fallega brúðu, skyldi ég búa til rúm handa henni úr' appelsinukassa frá kaup- manninum. Einhver hafði veitt henni athygli. Hún flýtti sér að rétta prestinum bréfið. — Það er frá pabba. Ég átti að segja, að hann hefði fengið aðra vinnu. Presturinn andvarpaði. A vinnumiðlunarskrifstofunni hafði honum verið sagt, að Gilchrist væri atvinulaus blikksmiður, en það leit út fyrir að Dorothy hefði haft rétt fyrir sér. Hún hafði sogið fyrirlitlega upp i nefið og sagt: — HANN ...HU! Aðfangadagskvöld var komið og allir ætluðu út, nema Lucy og Jonson lögregluþjónn. Hann gekk um með vasaljósið sitt, þvi að hann vissi vel að ýmislegt gat gerzt, þegar fólk fór að heiman og krækti gluggunum ekki vandlega aftur. Hann hafði oft staðið i ströngu, siðan vagnarnir voru settir niður. Lucy fór snemma i rúmið. Hún var sársvöng, en þorði ekki að minnastá þáð, þvi að eitthvað lá i loftinu i vagninum. Hún smeygði sér upp i efri kojuna og lét ekki á sér kræla. Gilchristhjónin voru að búast af stað. — Er Lucy sofnuð? spurði Gilchrist. — Ég treysti þessum krakka ekki nema i meðallagi vel.. Hún á það áreiðanlega til að blaðra einhverja vitleysu... Kona Gilchrist gægðist upp i kojuna. — Já, hún er löngu sofnuð. Lucy reyndi hvað hún gat til þess að sofna en án árangurs. Hún gat ekki hætt að hugsa um fallegu brúðuna i kaldri kirkjunni, sem án efa skalf af kulda alveg eins og hún sjálf. Hún ætti að liggja i fanginu á ein- hverjum i rúmi... 1 rúminu minu, hugsaði Lucy og færði sig svolitið frá veggnum, til þess að rýma til fyir imyndaðri brúðu. Milli svefns og vöku fannst henni hún heyra barnið i kirkjunni gráta og kalla á sig. Allt i einu var hún glað- vöknuð. Hún klæddi sig i gisna kápuna og fór i stigvelin, læddist út úr vagninum og hljóp af stað yfir freðið engið. Þegar hún fór framhjá hvita húsinu, heyrði hún ungu hjónin segja: — Ertu tilbúin, elskan? — Já, nú er ég aö koma, væni minn... Þau ætluðu þá lika út aö skemmta sér. Unga konan var i yndislega hvitum kjól. Frú Tithe ætlaði að gæta barnsins fyrir þau. Það vissi Lucy áður. Frú Tithe var nefnilega simalandi og hún hafði sagt Gilchrist, hvar silfur- borðbúnaðurinn var geymdur i hvita húsinu. Hann gat reyndar 10 VIKAN 50. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.