Vikan

Eksemplar

Vikan - 13.12.1973, Side 54

Vikan - 13.12.1973, Side 54
w. F^n SKARTGRIPIR ywu^^ lj^lí JÖLAGJÖFIN f AR Modelskartgripur er •gjöf sem ekki gleymist Sigmar O.Mariusson Hverfisgötu 16a.‘Sími 21355 einfaldlega, að þú hefðir farið af fúsum vilja. — Hvers vegna kemur þú fram sem Jóhannes skirari? — Til að vekja blómin til lifs, áður en þau troðast undir af her- mannastigvélum. Sid settist upp og fór að vefja vindling. — Grafirnar þarna... ein er ný • ■ • • — Já. Viö vissum ekki hvaö við áttum að gera. En það er liklega bezt, Sunny, að þú vitir ekkert um það. — Sid, ég verð að fá aö vita það allt saman, annars verð ég geggj- uð. Ég mundi eftir þessum gröf- um og trékrossum. Sú tilfinning kom oft upp i huga minn og angr- aði mig. En ég mundi aðeins eftir fimm gröfum. —■ Já. Hann var nú búinn að kveikja i sigarettunni og sogaði að sér reykinn. — Jæja, við fund- um dauðan náunga, fyrir nokkr- um vikum. Ég veit ekki hve lengi hann hafði legið þarna. Dýrin höfðu lagzt á náinn.... og fuglarn- ir.... Við grófum hann.... það var það bezta sem við gátum gert. — Þið tilkynntuð það þá ekki? — Við getum ekki hætt á að fá lögreglu hingað, lögreglan biður aðeinsfæris að koma okkur öllum undir lás og slá. Fólkið kemur og fer og við getum alls ekki hent reiður á það, hvern vantar. En við héldum, að þetta gæti verið Larry Bowman, sem við höfðum ekki séð lengi. — Sid.... Laurel leit undan og skrifaði i sandinn. — Vorum við.... vorum við gift? — Nei, það vorum viö ekki. Hann hló, einkennilega hvellum hlátri. — Við þurftum þess ekki.... elskan.... okkur leið samt vel saman. Henni hafði verið þetta ljóst, þegar hann lagði höfuðið i kjöltu hennar, en hún heföi samt þurft tima til aö átta sig á þvi. Hún fól andlitið i höndum sér. Það gat verið, að Gilchrist læknir hefði á réttu að standa, að hún væri ekki undir það búin, aö mæta fortið- inni. — Sunny, sagði hann bliðlega, tók hendurnar frá andliti hennar og hélt þeim fast i sinum. — Þú þarft ekki að skammast þin fyrir neitt, sem milli okkar hefir farið. Það var allt svo ljúft, Sunny. — Varstu aldrei forvitinn um fortið mina? — Ég hélt það væri eitthvað, sem þú vildir gleyma. Mér var sama, þú varst eins og gjöf frá himnum, Sunny. Þau sátu þögul um stund og héldust i hendur. Hún fann fyrir einhverri óljósri vináttu gagnvart þessum hógværa skinhoraða manni, sá eitthvað fagurt bak við ófritt andlitið. Svo sagði hún hon- um allt, sem hún vissi um Laurel Jane Devereux og augu hennar fylltust tárum, þegar hún minnt- ist Jimmys. Hann hlustaði róleg- ur á sögu hennar og lét ekki i ljós neina undrun yfir henni, svo furðuleg sem hún var. — Hvernig hittir þú hann svo aftur.... manninn þinn, á ég við, spurði Sid, þegar hún hafði lokið sögu sinni. — Ég hafði skrifað nafn hans á bréfmiða og stungið honum niður i buxnastrenginn. Getur þú imyndað þér, hvernig ég hefi komizt yfir nafnið? — Nei. En stundum koma hing- að gömul blöð. Það getur verið að þú hafir séð það á prenti. En ég vil nú samt fá að vita, hvers vegna þú komst hingað núna, Sunny. — Ég vildi reyna að komast að þvi, hvers vegna ég yfirgaf barnið mitt á sjúkrahúsinu. Svipur hans bar vott um snögg vonbrigði, en það stóð aöeins skamma stund. Laurel andvarp- aði, stóð upp og burstaði rykið af kjólnum sinum. — Skyldi ég nokkurn tima fá að vita það, sagði hún. — En nú verð ég að fara heim. Þakka þér fyrir. — Sunny? Hún var nú komin út i sólina og það var svo dimmt i skugganum, þar sem hannlá, að hún gat varla greint andlitsdrætti hans. — Er nokkur von til að þú kom- ir aftur? — Nei Sid. Mér þykir fyrir þvi. — Vertu ekki leið. Vertu ekki sorgbitin yfir ástinni, Sunny. Ég bý ennþá yfir miklum kærleik i sjálfum mér, sagði hann lágt. Það veitir mér yl, þegar kalt verður á nóttunni. Henni var þungt fyrir brjósti, þegar hún gekk burt, svo þungt, að henni var erfitt um andar- drátt. Tárin runnu niður kinnar henn- ar, þegar hún kom að bilnum og hún skalf frá hvirfli til ilja. Nei, hún var ekki fær um að aka biln- um alveg strax, hún var svo taugaóstyrk. Hún varð að sitja svolitla stund og jafna sig.... Stóri steinninn, uppi undir fjall- inu, veitti svolitinn skugga, svo hún settist þar. Hún lokaði augun- um og naut þagnarinnar, og veru- leikinn var svo einkennilega f jar- lægur, eins og i blámóðu, þegar hún fór að hugsa um ástand sitt. Mánuðurinn á sjúkrahúsinu, ó- eirðirnar og allt, sem Sid hafði sagt henni.... Hvað skyldi Micha- el segja, þegar hún færi að segja honum frá Sid? Hann myndi örugglega ekki vera ánægður yfir þvi, sem hún hafði upplifað i þessi tvö ár. En hann myndi samt ekki verða glaður yfir þvi að heyra, hvar hún hafði verið? Hún hafði ekki skilið viö Jimmy vegna annars manns, nú vissi hún það. Sid hafði hitt hana af tilvilj- um i skemmtigarðinum, þegar það var um garð gengið. Ef hún gæti aðeins munað, hvers vegna hún fór frá sjúkrahúsinu og ný- fæddum syni sinum. Hún vissi, að á þvi hlaut að vera einhver skýr- ing... Það var svo heitt, svo hljótt og þessi doði innra með henni var andstyggilegur, en svo kom óttinn aftur, henni var ljóst að hún hafði litinn tfma, að hún yrði að flýta sér heim, heim i litla óásjálega húsið, sem var hennar heimur nú og bauð henni upp á allt það ör- yggi, sem hún átti völ á þessa stundina. Fimm grafir... Sem voru nú orðnar sex. Hver lá i þeirri sjöttu? Larry Bowman. Hver var Larry Bowman? Önotatilfinningin ætlaði alveg að kæfa hana, þegar hún reyndi að þvinga minningarnar fram, hún varð að vera komin heim, þegar þær næðu á henni valdi. Hún reyndi að standa upp, en hné jafnóðum niður aftur. Kaldur svitinn spratt út um hana og máttleysið var að yfirbuga hana. Larry Bowman... Sömu rauðleitu klettarnir... eðlurnar, sem stóðu kyrrar, en þutu svo af stað.... sami staður.... hún hafði verið hérna, einmitt hérna.... — Heyrðu Sunny! Þekkir þú Devereux fjölskylduna? Devere- ux? Hann rak óhreint dagblaö upp aö andlitinu á henni. — Ég bað þig að láta mig I friði, Larry. Sitt, hrokkið hárið, var bundið saman i hnakkanum með skó- reim. Varirnar voru ljósrauðar og kvenlegar, innan i úfnu skegg- inu. Skeggið var cins og skeggið á Sid. Hvers vcgna gat hún ekki fullvissað Larry Bowman um það, að hann gæti aldrei komið i stað Sids? — Ég spurði aöeins, Sunny? Larry stóð þarna og hallaði sér upp að steininum og glotti. Eðla skreið yfir tær hans. — Sjáðu, sagði hann. Hann lagöi blaðið á hné hennar. — Það er þarna grein um auðuga fjölskyldu i Arizona. Devereux. Hefiröu aldrei heyrt talað um það fólk? — Ég veit ekki, hvað þú ert aö tala unt, Larry. — Mér fannst rétt að súna þér þetta. Ein frænka min er gift ein- hverjum Devereux. Sunny stundi og tók blaðið. Það var mynd og texti. „Paul Elliot Dcvereux, rithöfundur og JÓLASKEIÐIN í AR. Jens Guðjónsson gullsmiður Laugavegi 60 og Suðurveri. Sendum í póstkröfu. Simi 12392. 46 VIKAN 50. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.