Vikan


Vikan - 11.07.1974, Blaðsíða 12

Vikan - 11.07.1974, Blaðsíða 12
Titta sér ævintýraskepnu og dreymir um risavaxin brjóst al- móðurinnar. Atriði úr Amarcord: Kjarklitlir nemendur klausturskóla og feitir baðgestir I Rimini. Enn hefur italski kvikmyndaleikstjór- A 1V^[ A Tfr/^TVTl T\ inn Federico Fellini gert kvikmynd, sem /\ lVl/\ IXT #1% i Jhann byggir að miklu leyti á eigin KVIKMYND FEDERICOS FELLINI. rey.nslu' Her er sagt stuttlega fra mynd- mm. Italski kvikmyndaleikstjórinn Federico Fellini er einn sá siðasti hinna stóru i kvikmyndaheimin- um. Frá þvi hann varð frægur fyrir La Strada árið 1954 hafa myndir hans stöðugt orðið á- kveðnari og persónulegri — og að sjálfsögðu dýrari. Já, myn'dir Fellinis eru persónulegar — segja má, að hann taki kvikmyndir eins og annað fólk skrifar dagbækur. Þó að ótrúlegt sé hjá jafnmikl- um snillingi og Fellini er, þá ganga efnisþættir mynda hans stöðugt aftur og efni myndanna er ætið nátengthans eigin lifi. í hinni þekktu mynd sinni 8 1/2 fjallaði Fellini um vandarnál miðaldra kvikmyndaframleiðanda; i Dolce Vita (Hinu ljúfa lifi) árið 1959 og i Satyricon tiu árum siðar dró hann upp mjög bölsýna mynd af nú- tima samfélagi manri,anna. í kvikmyndinni Roma árið 1970 vann hann úr minningum sinum frá fyrstu árum sinum i borginni. Að þeirri mynd lokinni lofaði hann að bjóða upp á nýja tegund myndar af sinni hálfu. „Sögu af manni nokkrum i ofskipulögðu samfélagi ársins 2000 og baráttu hans fyrir mennskara lífi,” sagði Gerald Morin samstarfsmaður Fellinis. Og meistarinn valdi heiti myndarinnar: Ofsóttur maður. En þegar Fellini fór að vinna að gerð myndarinnar, komu önnur nöfn á hana og brátt var heldur ekkert eftir af árinu 2000. 1 stað þess að láta myndina gerast i framtiðinni, leitaði Fellini enn á ný á vit fortiðarinnar — sinnar eigin fortiðar. Nú heitir myndir Amarcord og segir frá æsku Fellinis I itölsku dreifbýli. Fellini, sem er frá Rimini, segir þó ekki nákvæm- lega frá fjórða tug aldarinnar, sem myndin gerist á, og breytir viða út frá staðreyndum. Til dæmis deyr móðir Fellinis i myndinni, þó að hún sé enn á lifi. i Amarcord leika óþekktir leikar- ar eins og I fyrri myndum Fellin- is. Sjálfsævisagan, eins og kalla mætti þessa mynd, er einnig heimslýsing og þegar Fellini tekst það á hendur að lýsa heim- inum, fylgir alltaf nokkur heims- saga lýsingunni. Þannig koma góðu og gömlu dagarnir töluvert við sögu i Amarcord. Fæðingar- borgin, sem ekki er nafngreind i myndinni, kemur okkur fyrir sjónir á kvikmyndatjaldinu eins og þar hafi allir lestir Sódómu og Gómorru sameinazt. Við kynnumst innihaldslausu lifi menntaskólapiltsins Titta (Bruno Zanin) innan um hórur, krypplinga og fasista. Hann lend- ir I fjölskylduboði, sem endar með illdeilum og fer i sunnudags- göngu með geggjuðum frænda sinum að nafni Pataca, sem ætt- ingjarnir sækja einu sinni á ári á geðveikrahælið. Vitfirringurinn klifrar upp i tré og emjar þar á kvenmann. Faðir Titta á að hafa leikið Internasjonalinn i grammófón uppi i kirkjuturninum og til þess að kenna honum betri siði, þvinga fasistarnir hann til þess að drekka laxeroliu. Ráðrik kona 12 VIKAN 28. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.