Vikan


Vikan - 11.07.1974, Blaðsíða 38

Vikan - 11.07.1974, Blaðsíða 38
hlédrægni var horfin úr henni. — Ég lagði seint af stað og fékk mótbyr, sem tafði mig. Ef það hefði dimmt meira, heföi ég ekki hitt á vatniö. Og þá hefði ég villzt og hrapaö nema ég hefði getað fundið einhvern upplýstan flug- völl. En vatnið er nú það bezta. En þá hefði ég orðið að synda i land, hefðuð þér ekki verið hérna. Hann kveikti upp, en hún stóð við matarhilluna. Hún sagði: — Hér er ekki um auðugan garð að gresja — ein krukka af mais, nokkrar soðnar kartöflur og pressað ket. — Það er sama, hvað það er. En þá datt henni allt i einu i hug, og varð spennt, að kannski litizt Latimer vel á hana, að nú væri'hún ein hjá honum og þessi barnalegi og bjánalegi draurhur hennar væri að rætast. Kannski fyndist honum hún glæsileg og girnileg, og vildi hafa hana hjá sér um aldur og ævi. Hann stóð þarna við dyrnar að þessum dá- samlega heimi með stórborgum og kátu fólki, og hann var sá eini, sem gæti opnað henni þær dyr. Og það var það mikilvægasta i heimi. Mikilvægara en lifið sjálft. Hana langaði ijiest til að snúa/ sér að honum og æpa upp þessa þrá sina og löngun. En þess i stað tók hún maisdósina, fann sér dósahnif og reyndi að opna hana. En i æsingnum urðu hendurnar á henni eintómir þumalfingur. Hún neyddist til að rétta Latimer dósahnifinn, og segjast ekki ráða við þetta. Nú þegar hún stóð alveg hjá honum, horfði hún framan i hann, og sá, að augun i honum virtust grá i lampaljósinu. Það skein ú.t úr þeim gamansemi og ákefð. Hún hugsaði með sér: Nú er stundin komin, sem ég hef verið aö biöa eftir alla mina ævi. Nú getur lifið fengið einhvern til- gang. Nú get ég glaözt. Nú fannst henni sem hún heföi ekki sjálf komið þessu i kring, heldur væri það ráðstöfun hollra forlaga. — Þér heitið Neil, er það ekki? Hún hló lágt. — Þér sjáið, að við Flemingbúar vitum öll deili á stóriöxunum, sem eiga allan skóginn. — O , við erum nú engir stór- laxar. Við höfum bara verið svo heppnir að eiga rétta forfeður. Hann horfði á hana hugsi. — Mér þykir leitt með þennan skilnað yðar. Þeir eru leiöinlegir þessir skilnaöir. Veröa aldrei til gæfu eða gleði. t fyrstunni skildi hún ekki, hvað hann var að fara. Skilnaður? Æ, já. Hún hafði verið svo fljót á sér að ljúga, að henni fannst skilnaö- urinn vera gamalt tiltæki, sem bara hefði ekki komizt i fram- kvæmd, en ætti að komast þaö seinna. Að vissu leyti var það ekki nema satt. Hana hafði lengi lang- að til að losna við Lew, en hún hafði bara aldrei talaö neitt um lagaleiðina eða hjónaskilnað. Það haföi verið eitthvað svo vonlaust. Allt fram á þessa stund hefði hjónaskilnaður skilið hana eftir eins og einmana. En auðvitað skyldi hún skilja viö hann Lew. Þá var þetta loksins engin lygi. Rósa svaraði: — Nei, það hefur náttúrlega aldrei neina hamingju i för með sér. En svo getur heldur ekki verið um neina hamingju að ræða framvegis, ef þaö er ekki framkvæmt. En svo sló hún út i aðra sálma og sagði glaðklakka- lega: — Te eöa kaffi? — Við skulum hafa það kaffi. Hann settist við borðið, rétt«eins og eiginmaður, sem er aö koma heim úr vinnunni, og biöur eftir kvöldmatnum. Eldavélin hitaði stofuna vel upp og það var þægilegt, þvi að það var farið aö kólna með kvöldinu og ekki laust við frost, enda var veturinn tekinn að nálgast. Rósa fann til einhverrar ánægju við matarmalliö — ánægju, sem hún haföi aldrei kynnzt áður. Hugur- inn var uppfullur af ráðagerðum, þó ekki um að töfra þennan mann, svona rétt i bili, heldur náöu þær lengra fram i timann. Hún sá sjálfa sig skrautbúna i einhverj- um glæsilegum sal, með glaðlegt fólk allt i kringum sig. Og meö henni var Latimer. — Þér eruð eitthvað þögul, heyrði hún hann segja. Hún brosti og reif sig upp úr þessum bjánalega draumi. Hún gekk að boröinu og tók einn vindlinginn hans. — Þetta kom svo óvænt, sagði hún, — að ég er ekki farin að venj- a«t þvi ennþá. Aö þér skuluð vera hérna. Ég haföi búizt viö aö verða hér ein I rólegheitum i nokkra daga. Hún hló. — Að leita að eigin sál i hinum miklu viðáttum. — Þér kunniö þá vel við skóg- inn. Ég hef annars aldrei hitt neina konu, sem gerði þaö. Þær segjast kunna vel við hann, en það er nú bara skreyti. — Þá hafið þér ekki hitt margar konur, sagði hún. — Hann pabbi minn var skógarhöggsmaður. Ég hef ekki haft af öðru. aö segja en eintómum skógi, alla mina ævi. Hún kom með matinn og settist svo niður andspænis honum, og færði lampann til, svo að hún gæti betur séö framan i hann. Sjáið þér WINTER ÞRÍHJÓLIN vinsælust og bezt. Varahlutaþjónusta Spítalastíg 8 — Slmi 14661 — Pósthólf 671 Hrúts merkift 21. marz — 20. april Nauts- merkift 21. april — 21. mai Tvibura- merkift 22. mai — 21. júni Krahba- mcrkift 22. júni — 23. júlí Ljóns merkift 24. júlf — 24. ágúst Meyjar merkið 24. ágúst — 23. sept. Þú ættir að reyna að forðast að taka ailar bindandi ákvarðanir i vikunni, þvi að það kemur þér illa seinna meir. Reyndu að vera sem mest heima hjá fjölskyldunni, þvi að hUn þarfnast nærveru þinnar ekki siður en þU hennar. Mundu nU að þU átt að efna gefin loforð. Það er leiðinlegt að standa ekki við orð sin og það á eftir að koma þér al- varlega i koll, ef þU gerir það ekki. Reyndu að hafa svolit- ið taumhald á skemmtanafikn þinni. Ef aö likum lætur verður þér boðift i langt ferðalag ein- hvern tlma á næstunni og ættir þU að þiggja boðið, ef þU mögulega sérð þér fært að gera það, þvi að þér veitir ekki orftiö af einhverri raunverulegri upp- lyftingu. ÞU verður að sýna hvaft 1 þér býr i þess- ari viku. Þaft eru sem- sé allar likur til þess, að til þin leiti ólikleg- asta fólk ráða og þU verður aft ráða öllum heilt eftir beztu getu. Skemmtu þér vel á föstudagskvöldið. Einhver vandræði hafa steftjaft að þér siöustu daga og vikur, en nú fer að rofa til og þessi vika veröur aö öllum likindum mjög ánægjuleg. Ef þU gæt- ir þess vandlega að njóta tækifæranna, sem þér bjóöast, er vandræðunum endan- lega aflétt ÞU færð bréf eða ein- hverjar aðrar fréttir einhvers staðar mjög langt að og þaftan, sem þU sizt áttir von. Þessar fréttir valda þér töluverftum heila- brotum og vangavelt- um. Heilla'litur vik- unnar er gulur og heillatala þrir. 38 VIKAN 28. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.