Vikan


Vikan - 11.07.1974, Blaðsíða 36

Vikan - 11.07.1974, Blaðsíða 36
Hann leit á hana, en svo leit hann undan aftur. — Ég vil, aö þú farir aftur til bæjarins og skiljir mig eftir eina hérna. Þú kemstgegnum skóginn i björtu, ef þú ferð strax. — Og skilja þig eftir eina hérna. Ertu alveg vitlaus? — Aldrei þessu vant er ég það ekki.jSg verð ekki ein. Latime'r fer að koma — i dag eða á morg- un. Og ég vil vera hérna ein þegar hann kemur. Svo að þú verður að fara. Faðir hennar sneri sér við og lagði af stað niður eftir bryggj- unni. Hann sagöi dauflega. — Þú ert alveg brjáluð, Rósa. Hann sef- ur bara hjá þér og stingur svo af. Þeir hafa það þannig, þessir rikisbubbar. Peningarnir giftast ekki nema peningum. — Ég verð að eiga þetta á hættu. Þú mátt ekki ætla mér neitt illt, pabbi. Kannski kemur hann alls ekki. Og ef ég’ verð hérna i nokkra daga, þá hef ég ekki nema gott af þvi — að vera laus við hann Lew. Þau tóku svo bátinn og settu hann á flot og faðir hennar lagði út á vatnið. Trén vörpuðu ekki frá sér neinum skuggum, þegar sið- degissólin skein á þau. Rósa tók aukaárina og reri undir með föð- ur sinum. Hún hafði ákveðið sig og borið sigurorð af honum. Hún náði varla andanum. Ef hann kæmi, mundi allt lif hennar breytast. Og hvernig sem það allt færi, þá gat það aldrei orðið verra en nú var. Hún skildi við Ballou við end- ann á stignum. Hún sneri bátnum klaufalega við og stefndi aftur á kofann. Einu sinni leit hún við og sá föður sinn standa kyrran, smá- vaxinn og vesældarlegan. Hann var að horfa á hana. Hún veifaði tilhans, eins og hún vildi segja: — Það verður allt i lagi með mig. Þegar hún kom að bryggjunni var sólin horfin bak við trén, og mjúkir rauðir geislar léku á vatnsfletinuin. Hún dró bátinn upp á grasið og settist svo niður með krosslagða fætur. Latimer... Þetta var vitleysislegur draum- ur, einhver óskapnaðuc út frá allri eymdinni hennar. Ef hún gæti lifað hérna um aldur og ævi, i eilifum ljósaskiptum, gæti lifið kannski orðið þolanlegt. Hér þurfti maður ekki að hata, og hér var maður laus við allt fólk. Hér þurfti maður ekki að fyrirlita. Nei, hún sóttist ekki eftir nein- um hér, ekki einusinni honum Latimer. Allar ákvarðanir henn- ar, allir draumarnir, voru farnir út um þúfur. Tilhugsunin um trjá- viðarhöldinn, sem kæmi af himn- um ofan, einhvern næstu daga, var hræöileg. Hún meira að segja hataði hann fyrir að hafa þrengt nafninu sinu inn i lif hennar — inn i drauma hennar. Hér var enginn nema hún sjálf. Enginn Fleming- búi gat dregið hana niður i sina hæð, hitt hana á götunni eða ýtt henni til hliðar i búðunum. Hér var hún út af fyrir sig og ósnert- anleg. Hér var lifið þjáningarlaus dauði. Hægt og hægt sneri hýn sér frá dofnandi birtunni og dökknandi vatnsfletinum. Hún fann dauða- þreytu i hverjum vöðva, og augn- lokin héngu niður af syfjun. Sofa — gleyma. Hún flýtti sér inn i kof- ann. 1 daufu birtunni frá gluggunum; settist hún niður við borðið og kveikti sér i vindlingi. Svo kveikti hún á lampanum. Þetta var skárra. Loginn á lampanum var eitthvað ákveðið, eitthvað til að halda sér að. Betra en þessi i- smeygilega dimma, sem var eins og táknræn fyrir hana sjálfa. — Og hvað um það? sagði hún upphátt, til þess að rjúfa þetta þunglyndi sitt. En setningin og rómurinn nægðu ekki til þess að rifa hana upp úr deyfðinni. Hún hallaði sér aftur á bak á harða stólnum, hneig niður á bakið og horfði i rauðgulan logann. Þá heyrði hún það. Hún leit snöggtupp i loftsbjálkana. Það er bara vindurinn i trjánum, hugs- aði hún með sér. En þetta var öðruvisi hlióð. Hækkaði, eins og vindurinn. En það var öðruvisi — það breiddist út. Og svo mjókkaði það aftur. Latimer! Það fór fiðringur upp eftir fótunum á henni og um allan likamann, og alla leiö upp i höfuð- leðrið. Þetta var likast skelfingu. Latimer. Það dró aftur úr spenn- unni og hún harðnaði og veitti mótstöðu. Hann átti ekkert með að koma núna, þegar hún var svona full af þrá og draumum. Þvi að þá urðu draumarnir ekki draumar lengur. Þetta hljóð, sem færðist slfellt nær, var það raunverulegt. Hún hafði oft heyrt það I huganum. En nú var það staðreynd. Nú yrði hún að horfast i augu við hann. Ekki einusinni þessi hæg- gerði, þrælbundni eiginmaður hennar gæti hjálpað henni. Nú var eins og draumarnir hefðu að- eins verið til að valda henni ein- hverri spennu. Jafnvel þetta til- tæki hennar aö senda föður sinn burt, fannst henni nú hafa verið leikaraskapur. Hún hafði bara verið að gera sig til fyrir sjálfri sér. Hljóðið heyrðist aftur, beint og snöggt. Latimer var kominn. Sem snöggvast hugsaði hún sér flug- vélina skellast niður og hverfa i vatnið. Hún flýtti sér að standa upp og ganga til dyra, og horfði út og hélt niðri i sér andanum. Hjartað i henni sló, rétt eins og hún væri að blða einhvers sorglegs slyss. Oppi yfir skóginum sást enn svolitil bláleit dagsbirta. Og i henni sást flugvélin stefna beint á vatnið. Hún heyrði smellina i hreyflinum, rétt eigs og hann væri að kvarta yfir þvi að missa kraftinn. Svo þagnaði hann alveg og vélin renndi sér niður að vatninu. Yfir- borðið á vatninu gaus upp hvitt-, rétt eins og blossi, þegar vélin LEIKFANGAHtJSIÐ, SkólavöröustíglO, sími 14806. Úrvalið hvergi meira af leikföngum. Sendum i póstkröfu samdægurs. Indíánatjöld. Gúmmíbátar. Dúkkuvagnar. Dúkkukerrur. Þríhjól. Traktorar Stignir Traktorar stignir m/skóflu. Vörubílar. Flugdrekar. Sviff lugur Vindsængur. Sundlaugar. snerti vatnið og tók að draga úr feröinni. Hún sá skrúfuna, sem snerist hægt. Vélin staðnæmdist svo sem fimmtiu fet frá bryggj- unni og lá svo þar eins og einhver heljabstór gæs i hvildarstellingu. Rósa hljóp út og hálfhljóp niður á bryggjuna. Þar stóð hún og starði út i myrkrið. — Elgur! heyrðist rödd kalla utan af vatninu. Latimer var kominn! Hún skalf af hræðslu og gat ekki svarað. 011 orðin, sem hún hafði sagt við hann i draumum sinum, voru nú á bak og burt. — Hæ, Elgur! — Hann er ekki... Það var rétt svo, að hún kæmi orðunum út yfir varirnar. — Komdu með bát, Elgur! Hún gat nú séð hann halla sér út úr vélinni. — Ert þetta þú? Hún barðist við hræðsluna i sér. Hún skyldi finna upp á einhverri lygi. Nú fann hún mátt i sér til að svara, og hún hélt höndunum að munninum og kallaði meö skjalf- andi röddu: — Nei. Hvað get ég gert? Hann bölvaði en þagnaði siðan. Þá öskraði hann: — Geturðu ró- ið? Hún gekk að bátnum og tók ár- arnar upp af bryggjunni. Þegar hún tók i bátinn dró úr hræðslunni og ofboðinu. Hún tók i árarnar. Hún fullvissaði sjálfa sig um, að hún gæti fundið einhverja grein- argerð fyrir þarveru sinni og fjarveru Elgs. Hræðslan i henni var blandin reiði. Hún vildi sleppa við að lita út eins og ein- hver blábjáni i augum hans og sinum eigin augum. Flugvélin rann fyrir straumn- um i vatninu. Latimer hafði opn- að dyrnar og var reiðubúinn að stökkva út i bátinn. ,Hún renndi bátnum að honum og hann hallað- ist, þegar Latimer steig út I hann. — Fáðu mér árarnar, skipaði hann og röddin var snögg og kuldaleg. — Ég verð að binda vél- ina. Hún beygði sig og vék til hlið- ar og hann renndi sér framhjá henni og settist undir árar. Hún sá hann ekki almennilega og var of ringluð til þess að gefa honum nánari gætur. Hreyfingar hans voru einbeitt- legar þegar hann batt vélina við duflið. Það var ekki fyrr en vélin hafði fært sig undan vindinum, að hann lagði bátnum frá henni. En hann reri bara ekki beint að bryggjunni, heldur sat hann undir árunum og horfði á hana. Hún sá ekki framan 1 hann, en hún fann, að augu hans voru að rýna gegn um myrkrið til þess að sjá fram- an 1 hana. — Hvar er hann Elgur? sagði hann. — Fullur. — Inni 1 kofanum sinum? — Nei, i bænum. — Æ, guð minn góður. Það var mikil reiöi i orðunum. — Vissi hann ekki, að það var von á mér? — Það nefndi hann ekkert. — Hver er hérna hjá þér? — Enginn. Hún sat þarna og var hrædd. Ekki svo mjög við þessa hófstilltu reiði hans, miklu frem- ur við sina eigin skömm. 36 VIKAN 28. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.