Vikan


Vikan - 10.10.1974, Síða 13

Vikan - 10.10.1974, Síða 13
Ég geng á hverjum degi fram- hjá húsi Gordor\g prófessors, og á hverjum degi sé ég hann grafa á sama stað i garðinum. Guð má vita að hverju hann er að leita. Þriðju hverja minútu réttir hann úr sér, litur upp i gaflgluggann á þriðju hæð og hlustar. Hræðslu- blik er 1 augum hans, andlits- drættirnir herptir og munnurinn hálfopinn, eins og hann biði eftir þvi, að eitthvað hræðilegt gerist á hverju andartaki. Þegar ég segi, aö prófessorinn hafi elzt um tuttugu ár á siðasta hálfum mánuði, kann það að hljóma sem ýkjur og kannski trú- ið þið þvi ekki. Kannski skiljið þið betur, hvað ég á við, þegar þiö er- uð búin að lesa söguna. Það er hálft ár siöan ég kom hingaö á erfðafræðistofnun rikis- ins. Sem lifefnafræðingur átti ég að starfa á rannsóknarstofu stofnunarinnar undir stjórn Gordons prófessors, sem er einn fremsti erfðafræöisérfræðingur heims og nýtur alheimsviður- kenningar. Hann hefur oft verið tilnefndur til Nobelsverðlauna. Prófessorinn hafði strax mikil áhrif á mig. Sjaldan hef ég hitt svo eftirtektarverðan og yfirveg- aðan mann. Sjálfsöryggi og ró- semi geisluðu út frá honum. Auk þess var hann alveg laus við yfir- læti óg mjög þægilegur I sam- vinnu. Eins og allir aðrir mikil- hæfir visindamenn var hann fag- idjót, og þegar hann var ekki á rannsóknarstofunni, var hann stundum mjög barnalegur. • Samt var eitthvað i fari hans, sem olli mér óróleika, en þó þvi aðeins, að hann færi að tala um það, sem hann kallaði Q-áætlun- ina. Þá urðu augu hans f jarræn og dulúðug, og munnurinn varð allur að einni brosgrettu, sem klæddi hann mjög illa. I fyrstu vogaöi ég ekki að spyrja hann, um hvað þessi áætl- un f jallaði, og hann sagði mér það aldrei beinlinis, en smám saman rann upp fyrir mér, hvað hann var stöðugt að brjóta heilann um. Það var ekki fyrr en eftir tvo mánuði, að hann fór að tala opin- skátt um áætlunina við mig og þaö, aö hann gerði mig að trúnað- armanni sinum, stafar einkum af þrennu. 1 fyrsta lagi var ég hægri hönd hans við rannsóknirnar, I öðru lagi leigði ég herbergi á loft- inu i húsi hans, og i þriðja lagi fór ég aö gefa mig að Lisbeth dóttur hans, sem er tvitug. Ég held ég hafi aldrei séö eins gott samband milli fööqr og dótt- ur eins og var milli þeirra. Þau buöu mér oft að drekka te með sér á kvöldin. Kona Gordons dó fyrir þremur árum, og þó aö hann heföi allt of mikið að gera, tókst honum að vera Lisbeth bæði faöir og móðir. Þegar hún gekk framhjá stólnum hans, rétti hann út hend- ina og strauk umdiandlegg henn- ar. Um leið brosti hann og leit á myndina af konu sinni, sem hékk á veggnum. Það fór ekki framhjá neinum, að Lisbeth liktist móður sinni mjög, sama ljósa háriö, sama fegurðin. Þær höfðu báðar greinilega eitthvert ljós innra með sér. (Sko — nú réttir hann úr sér aft- ur! Stendur og styður sig viö skófluna. Ætli hann heyri ekki .bráöum þaö, sem hann hlustar eftir?) Auðvitað hlaut að koma að þvi, að við Lisbeth færum að gefa okk- ur hvort öðru. Viö fórum saman I bló og stöku sinnum út að dansa. Og þar sem ég er enginn munkur að eðlisfari, kom stundum fyrir, aö ég þrýsti hönd hennar. Ég kyssti hana nokkrum sinnum, og hún þýddist kossa mina, en ef ég reyndi að ganga lengra, sló hún hlæjandi á höndina á mér og fór að tala um föður sinn. Aðdáun hennar á honum þekkti vist engin takmörk, og ég verð að viður- kenna, að stundum þótti mér hún ganga úr hófi fram. — Pabbi þinn er mikill maður, — Já, sagði hann og reyndi að yfirgnæfa mótbárur minar, — og til fyrstu tilraunarinnar þarf ég aö fá einhvern, sem af fúsum og frjálsum vilja, er reiðubúinn.... Ég gat ekki á mér setið að gripa fram I fyrir honum: — Til að vera tilraunadýr? Ég skil. Og nú viljið þér sem sagt, að ég.... drottinn minn dýri, ég verð að segja, að mér Uður ágætlega eins og ég er, þó svo að ég taki alla galla mina meö I reikninginn, og mig langar ekki vitund til að veröa nýr Napo- leon eöa Einstein. Hann hló og neri saman hönd- um. — Þú misskilur mig, sagði hann, — þú átt að halda áfram að vera aðstoðarmaður minn og ekkert annað. Ég þarf á manni að Gordon prófessor hafði tekizt að finna upp aðferð til þess að gera allt mannkyn- ið að ofurmennum. En hver átti að verða fyrsta tilraunadýrið? Dóttir hans, Iis- beth... sagöi ég, — en hann er ekki guð. Þá horfði hún á mig og brosti, og ég hrökk við, þvi að þar sá ég sama brosið og ég hafði séð á andliti prófessorsins, þegar hann talaði um Q-áætlunina. — Hver veit, sagði hún þrjózkulega, — hver veit? Kvöld eitt, þegar við vorum einir á rannsóknarstofunni, kom Gordon prófessor til min og tók af sér gleraugun. — Þú hefur heyrt mig minnast á það, sem ég kalla Q-áætlunina, sagði hann. Ég kinkaöi kolli. — Jæja, hélt hann áfram, — á morgun hef ég hugsaö mér að taka fyrsta skrefiö, og mér þætti vænt um, aö þú aöstoöaðir mig við alla tilraunina. — Til þess er ég hér, sagði ég, — én mér þætti skemmtilegra að fá að vita.... — Já, einmitt, tók hann fram i fyrir mér, og þá sá ég, að hann varð- aftur fjarrænn á svip. — Eins og þú kannski veizt, höfum við árum saman unniö að lifefna- fræðilegum erfðarannsóknum, og af árangri þeirra tilrauna er ég næstum viss um, að unnt er aö breyta manneskjunum algerlega. Ég á við, að hægt er að bæta viö eiginleikum og eðli, sem-ekki eru til fyrir, skapa nýja og hæfari ein- staklinga. Já, ég er meira aö segja viss um, að hægt er aö breyta einum manni i annan, svo aö ekkj er lengur um sama mann aö ræöa. Meö öðrum oröum: þurrka út öll fyrri einkenni. Ég horfði á sterklegar hendur hans og gat ekki aö þvi gert, aö mér var farið að liða illa. — Einmitt, sagði ég, — mér hefur lika dottið i hug, aö þér vær- uð aö vinna aö einhverju sliku, en er nokkuö unnið við... halda sem ég get treyst. Eins og þú skilur verða þessar tilraunir að fara fram I kyrrþey, og þess vegna ætla ég að gera þær heima hjá mér. — En hvers vegna i ósköpun- um, fyrst þú ert svona viss um ár- angurinn? — Þú veizt, að ég get ekki unn- ið, ef allur heimurinn gægist yfir öxlina á mér, svaraöi hann, — og ég vil, að árangur tilraunarinnar verði eins og — já, eins og sprengja fyrir mannkynið. Ég vil ekki, að neitt leki út smátt og smátt. Ég virti hann fyrir mér. Nú leit hann út fyrir aö vera rólegur. — Og hvern hefurðu hugsað þér aöl....? — Dóttur mina. — Já, já, já, hélt hann áfram og bandaði frá sér meö hendinni eins og til að reyna að róa mig, þegar hann sá, hve mjög mér brá við, — við ger- um ekkert, nema að vandlega yf- irveguðu ráði, það veiztu vel. Auk þess hefur hún boðizt til þess. — Hefur Lisbeth????????? — Já. Auk þess er bara um óverulegar breytingar að ræða I fyrstu. Ég ætla mér einungis að bæta minjii hennar, ekkert annað. Hún hefur alltaf átt svo erfjtt meö að muna... tölur til dæmis. Mamma hennar — hann léit upp i loftiö og andvarpaði — mamma hennar las alltaf með henni fyrir skólann. — En hún hefur ekki slæmt minni, hrópaði ég, — þaö er ekk- ert athugavert viðhana, hún er.... — Fullkomin. Það er satt. Hann stifnaði allur og leit hörkulega á mig. — Samt sem áður gæti minni hennar verið betra. Og þú ættir að geta gert þér grein fyrir þýðingu þess fyrir mannkynið! Viö getum I rauninni byggt upp hóp manna, sem eingöngu eru T mjög hæfir einstaklingar, kynslóð göfugri og greindari manna, fólk, sem er allt of greint til þess að freista þess að leysa vandamál sin með styrjöld- um. Og það er lokatakmark mitt. Þetta skilur Lisbeth, og þess vega er hún reiðubúin... Þetta kvöld fórum við Lisbeth og sáum gamla rómantiska mynd. En þegar ég ætlaði að kveðja hana með kossi, var munnur hennar kaldur og tilfinn- ingalaus eins og hún væri þegar farin aö breytast i manneskju, sem ég þekkti ekki. (Nú erhann farinn að grafa aft- ur. Loftið er kyrrt. Ekkert heyrist — ekki einu sinni fuglstist. Það er eins og ekkert lif sé lengur á hnettinum.) Þaö hefur engan tilgang að vera að lýsa tilrauninni sjálfri. Til þess er hún allt of flókin og óskiljanleg öörum en færustu sér-’ fræðingum. Lisbeth lét einangra sig inni i einkarannsóknarstofu Gordons prófessors af fúsum og frjálsum vilja. Ct á við var sagt, að hún væri á ferðalagi erlendis. Fyrstu vikurnar voru eins konar undirbúningstlmi. Hún lifði eins og planta i gróðurhúsi og virtist kunna hið bezta viö sig. Ég færði henni matinn og gaf henni spraut- urnar, sem faöir hennar sagði fyrir um, en þegar að sjálfum til- raununum kom, vildi prófessor- inn vera einn meö henni. Sjálfur fór ég i langar gönguferðir og vissi ekki, hvað ég átti að halda. Mest langaði mig til að hlaupa inn og nema hana á brott frá þessu öllu saman. Ég vildi enga göfugri og greindari Lisbeth. Mig langaði ekkert til að kyssá reiknivél. Einn morguninn, þegar ég kom inn til hennar með bakkann, nam ég staöar á þröskuldinum. Lis- beth sat á rúminu og brosti. — Hvers vegna kemur þú ekki nær? hvislaði hún. Hvað haföi komið fyrir röddina hennar? Hún var orðin hás, ein- hvern veginn eldri, alla vega dýpri, og hún hafði fengið ein- hvern háðshreim. — Hvaðhefur komiðfyrir hárið á þér? stamaði éfo. xxafði það ekki dökknað — eða féli ljósið bara svona á það? — Komdu hingað og seztu, sagöi hún og færði sig, svo að pláss var fyrir mig á rúminu. Ég settist niður við hliðina á henni og fannst eins og ég hefði brotizt inn hjá ókunnri mann- eskju. Við sögðum ekkert, en þeg- ar mér varð litið á hendur henn- ar, gat ég ekki kæft niður ópiö: Ég stóð upp og flýtti mér út úr her- berginu. Um leið og ég gekk framhjá myndinni af móöur Li's- beth, sá ég enn betur en áður, hve likar þær voru. Þegar ég kom aftur frá hádeg- isveröinum, sá ég mér til undrun- ar, að myndin var horfin. Gordon prófessor gekk um gólf I forstof- unni með glas i hendinni. Augu hans ,voru stjörf, en kannski var það bara viskiinu að kenna. — Georg, sagöi hann og fékk ^ sér slurk úr glasinu. — Við þurf- um báöir á friiaðhalda, hélt hann m áfram og brosti. — Ég legg til, aö W 41. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.