Vikan


Vikan - 10.10.1974, Page 14

Vikan - 10.10.1974, Page 14
<þú farir I fjórtán daga ferðalag. Þú átt sjálfsagt foreldra, sem þig lángar áreiðanlega að heim- sækja. Hvað Lisbeth viðvlkur, get ég sem bezt s£ð um hana einn. Tilraunin gengur eins og i sögu. Nú er þetta bara timaspursmál. — Ég vil gjarna vera hérna, sagöi ég og gat þess ekki, að for- eldrar minir voru báðir látnir, — ef eitthvað kæmi fyrir. Hann bandaði frá sér með hendinni. — Ekkert kemur fyrir, sagði hann og tæmdi glasið. — Ekki nokkur hrærandi hlutur. Svo leit hann upp á staðinn á veggnum, þar sem myndin hafði hangið. — Þetta verður framtiðin, Georg, sagði hann. — Fyrir þig og fyrir mig, fyrir allt mannkynið. Ég lét niður i töskuna mina og fór. Ferðin varð hreint ekki ánægjuleg.Siðustu orð prófessor- ins glumdu stöðugt i eyrunum á mér. Ég vaknaði i svitakófi á næturnar, og alltaf haföi ég séö hendur Lisbeth i svefninum. Hvað hafði komið fyr- ir þær? Ég gat ekki gert mér grein fyrir þvi. Kannski var þetta bara imyndun min. Ég fór aftur eftir hálfa aðra viku. Þegar ég kom að húsinu, sá ég prófessorinn standa og pjakka meö haka úti i garðinum. — Gordon prófessor, kallaði ég, — prófessor! Hann rétti úr sér með érfiðis- munum, en svaraði ekki. Ég sá hann var orðinn undarlega hrum- ur, og mér fannst hann furðulega litill. Þá heyröi ég það i fyrsta skipti. Veinið. Það kom úr glugganum með rimlunum fyrir uppi á þriðju hæð. Mjóróma, hræðilegt vein — eins og dýrs, sem flegið er lifandi. Um leið sá ég andlit hennar og veinaði sjálfur. Það var ekki mannsandlit, sem þrýsti sér að glugganum, og ekki mannshend- ur, sem rifu i járnrimlana...! Ég sneri við og fór aftur á stöð- ina. Fékk mér herbergi á hótel- inu. Þetta er fimmti dagurinn i röð, sem ég geng framhjá húsinu, og á hverjum degi endurtekur sama sagan sig. Gordon prófessor stendur og pjakkar með hakan- um. Vein úr barka einhvers, sem einu sinni var Lisbeth. Til hvers er hann að grafa þessa holu? Það er eins og hann viti það ekki sjálfur. Og hvað á ég að gera? En þar sem ég stend þarna og bfð eftir veininu og dýrsandliti Lisbeth milli rimlanna, sé ég að holan er smám saman orðin að gröf. Og um leið rennur upp fyrir mér ljós. Lisbeth og faðir hennar! Aðdáun hennar á honum. Hönd hans á armi hennar, þegar hún gekk framhjá stólnum hans. Myndin, sem var horfin. Guð minn góður. Var þessu þannig varið? Að þurrka út allan skyldleika. Gera hana að nýjum einstaklingi til þess að geta fengið löglega staðfestingu á ástasam- bandi, sem staðið hafði i þrjú ár. Og svo hafði tilraunin misheppn- azt... Ég sný við og 'geng aftur til hótelsins. Lögreglustöðin er ekki langt undan. En enn veit ég ekki, hvort ég á að gera það. Verð að hugsa míg um. Veit ekki. Veit ekki..... * /súXJál KOLÐU búðingarnir ERU BRAGÐGOÐIR MATREIÐS LAN AUÐVELD Fjórar bragðtegundir: Silkkulaði Vanillu Kaiamallu Hindbtrja . Til tölu t flestum motvöruverzlunum iandsins. GISSUR GULLRASS ífTlR: BILL KAVANAGU £. fRANK FLETCUBR 14 VIKAN 41. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.