Vikan


Vikan - 10.10.1974, Qupperneq 24

Vikan - 10.10.1974, Qupperneq 24
Josie var ekki af þeirri gerð stúlkna, sem ungir menn falla fyrir. Hún greiddi ljóst hár sitt ekki i lokka, og hjónabandsmiðl- urum stóö nokkur stuggur af háu og greindarlegu enni hennar. Með hvassri tungu sinni og agaðri greind bar hún hærri hlut i öllum kappræðum. Fyrir kom, að hún varð ástfangin, en aldrei lengi i einu. Aðdáendurnir yfirgáfu hana, en ekki dómgreindin. Arið 1878 hélt hún kveðjuræðuna fyrir hönd bekkjar sins i Oberlin Col- lege I Ohio, þar sem hún hafði skarað fram úr öðrum nemend- um. 1 lok ræöu sinnar, þegar hún hafði þakkað kennaraliðinu, sagði hún: „Sjálf fer ég til Colorado. Hjá Uteindiánum við White River býöur min það verkefni, að gera bændur úr flökkuveiðimönn- um. Við munum stofna félagsbú, sósialiskt samyrkjubú i. anda heimspekingsins Charles Four- ier”. _ Greg Howley skólabróðir hennar sagði síðar: ,,Þá fannst okkur strákunum, að það væri rétt mátulegt á Josie, að Rauð- skinnarnir gengju endanlega frá henni”. Josephine Meeker, kölluð Josie, var tvitug’ aö aldri, þegar hún strax að loknu lokaprófi fór frá Oberlin meðlestinni vestur á bóg- inn til Rawlings i Wyoming, en þar var siöasta brautarstöðip, áð- ur en komiö var til dvalarsvæðis Utendiánanna við White River i Colorado. Foreldrar hennar sóttu hana á brautarstöðina. Meekerhjónfn höfðu farið til White River tveimur mánuðum áöur. Það var i byrjun ágúst 1878, að þau sóttu dóttur sina á braut- arstöðina, og fjölskyldan var aft- ur saman. Tveimur hestum var beitt fyrir létta sumarvagninn, sem fjöl- skyldan ók I suöur á bóginn upp I fjalllendi Colorado. Þau fóru hættuleg einstigi og óku um hættuleg gil. Um skógana fóru þau eftir troðnum Indiánastigum og tjölduðu við lækina. Þau mættu engumi. Þau fóru vestan I 2500 metra háu fjallinu Yampa og eftir Yellow Jacket-einstiginu i 2200 metra hæð, og I austri sáu þau Klettafjöllin gnæfa við himin. Um þessa erfiðu ferð skrifaöi Josie i dagbók sina: „Þetta land, sem ég er komin til, er ævintýralegrar fegurðar’^ Eftir 170 milna ferð komu þau til White River og hittu þar nokkra Uteindíána, sem tóku á móti þeim. Þeir virtu þegjandi fyrir sér ungu konuna, sem komin var með foreldrum sinum. Josie var snortin af fegurö landsins og stórkostlegu verkefninu, sem beið hennar og hóf starfiö strax dag- inn, sem hún kom. Hún reið um næsta nágrenni, hjúkraöi veikum börnum, gaf Indlánakonunum mataruppskriftir úr Oberlin Col- lege, svo að fæðan yröi hollari og næringarrikari og lagði að mönn- unum að fara ekki á hausíveið- arnar heldur hlusta á það, sem faöir hennar hefði að segja þeim um akuryrkju. Indíánarnir gáfu henni fljótt gælunafnið Pa-weet’z, sem þýðir stóra systir. Höfðing- inn Quinkent sagði seinna, að I nafninu fælist lika örlitill háðs- Míí I II \ - INDÍÁNAKONA í ÞRJÁR VIKUR — Uteindiánarnir voru ailtaf álitnir frem- ur friðsamir. En þegar Josephine Meek- er og faðir hennar vildu láta þessa veiði- mannaþjóð fara að yrkja jörðina, dundi ólánið yfir. broddur: „Það er stúlka, sem lætur sig allt varða, þvl að hún kann ekki að sinna karlmönn- um”. Þó fóru Uteinindiánarnir úr búðum sinum við White River þetta haust og riðu á veiðar. Þeir höfðu þegar frá upphafi engan á- huga á þessum Meeker og dóttur hans, sem ætluðu að sýna þeim, hvað hrifa er, hvað plógur er og hvað akur er, hvað uppskera hefur að segja og hvað mjólkur- kýr getur komið sér vel. Uteindiánarnir voru friðsam- ir menn. Aður fyrr höfðu Chey- enne-indiánarnir verið helztu ó- 24 VIKAN 41. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.