Vikan


Vikan - 10.10.1974, Page 38

Vikan - 10.10.1974, Page 38
styggö á þér siðan rétt eftir að við giftumst. Ég hélt þú værir eitt- hVaö. En það ertu ekki. Ekkert annað en ankannalegur durgur. Þú hefur verið stöðugur dragbitur á mér. Þú hefur staðið i vegi min- um til lifsins. Þú ert latur og hug- laus. Þú ert óvinur minn. Og það er heimskulegt af mér, af^þvi að þú ert ekki þess virði, að ég'Mtæri mig um þig til eða frá. Ég þan^að ná mér niðri á þér. Neyða þig til að losa mig við þetta föstur. Læknirinn greip fram i. Röddin skalf ekki lengur en hún var litið meira en hvisl. — Ef þú neyðir mig til þess, með hótunum eða háði, þá vara ég þig við þvi, að þú skalt aldrei fara lifandi af skurðarborðinu. — Ha, ha! Nú þykir mér litil- mennið farið að taka stórt upp i sig! Hún sneri sér við og stikaöi frá honum, i áttina heim. Hún gat heyrt hann koma hægt á eftir sér og snjóinn marra undir fótunum á honum. Þegar hún gekk upp til svefn- herbergis sins, heyröi hún hann koma inn um útidyrnar. Hann gekk hægt og þreytulega, og bug- aður. Hún hlustaði á hann koma upp, en fótatakið hans nálgaðist ekki. 1 stað þess beygði það inn i auða herbergið, sem hafði aldrei verið notað siðan hann byggði þetta hús handa henni. XXII. Snjórinn var orðinn blautur og vatnið rann i smálækjum og myndaði smá-stöðuvötn i húsa- göröunum hjá fólki. Rósa stóð á stöðvarpallinum og beið eftir Ashwoodlestinni, þegar stöðvar- stjórinn kom til hennar. — Aldrei hef ég nú vitað annán eins vetur, frú Moline. Hann byrj- aöi nú vel, en svavar eins og hann kæmist aldrei úr sporunum. Hann ætti að komast niður á núllið á hverri nóttu en i þess stað er hann eins og vor. — Það er nú langt til vorsins enn. sagði Rósa. — En þetta er bara ekki al- mennileg veðrátta. Alveg óeðli- leg. Og fólk fær flensu og lungna- bólgu. Læknirinn fær sjálfsagt nóg að gera. Það var þungt loft i lestinni. Hitinn var hafður á og það ásamt hreyfingunni olli henni velgjunni sinni gömlu. Eftir klukkustundar akstur, staðnæmdist lestin á stöð- inni i Ashwood. Rósu fannst hún ekki hafa dáð i sér til að fram- kvæma þessa örvæntingar-ráða- gerösína.En þegar hún kom út úr lestinni og i hreina loftið og sá fólk á ferli alls staðar, leið henni betur. Ashwood var gamall timbur- bær. Þegar búið var að fella mestallan skóginn i næsta ná- grenni, hafði borgin slegiö sér á smáiönað til þess að halda lifi, og var nú verslunarmiðstöð héraös- ins. Rósa fór inn i búð og skrifaði upp úr simaskránni lista yfir lækna borgarinnar. Siðan lagði hún af stað og byrjaði á þeim efsta á lestanum, en það var Dante læknir. Hún hafði aldrei heyrt manninn sinn nefna þennan lækni á nafn og vonaðist að geta vitjað hans án þess að segja rétt til sin. Hún kom i heldur ómerkilega götu og fann húsið. Gekk upp hrörlegar tröppur og kom inn i óvistlega biðstofu, þar sem voru tvær- prentmyndir frá Rómaborg á veggjunum. Hún stóö þarna ein- beitt, en þó hrædd við lygarnar, sem hún yröi að beita, og óviss um atvikin, sem að þeim lágu. Sóðalegur hæruskotinn maður með gleraugu bauð henni inn i lækningastofuna. Hún settist á stól og hann innan við skrifborðið og horfði á hana. Rósa átti erfitt með að taka til máls. Einhvern veginn var þetta ekki eins auövelt og hún hafði haldiö. — Jæja, sagði Dante læknir og þagnaði siöan. — 1 hvaða erindum komið þér aö tala við mig? Hann hélt saman höndum og fingurnir fitluðu hver við annan. Orðin komu I einni bunu. — Ég er kennslukona ur nágrenni Mil- waukee. Ég hef verið með karl- manni undanfarið. Hann er gift- ur. Æ, það er svo erfitt að koma orðum að þessu. Ég þykist viss um að ég sé ófrísk. Hann getur ekki gifst mér, og ef einhver frétt- ir þetta, lendi ég f skömm. Læknirinn horfði niður á fingurna á sér. — Og hvað viljið þér að ég geri? — Auðvitað eyða fóstrinu. Hann leit kring um sig í stof- unni, rétt eins og hún vekti meiri áhuga hjá honum en Rósa. Svo sagði hann: — Þér eruð frú Moline,erþaö ekki? Kona læknis- ins I Fleming? — Nei, nei. Aldrei heyrt hann nefndan. Er ég kannski eitthvað lik henni? — Þér eruð lik konunni, sem Moline læknir lýsti fyrir mér i simanum i morgun. Hann sagði, að ef einhver læknir hérna gerði nokkuð fyrir hana, skyldi hann senda hann i Steininn og heimta milljón i skaðabætur. Hann hló ofurlitið. — Og mig langar ekkert að fara i Steininn. Og á heldur ekki neina milljón dala. Hann leit fast á hana. — Og auk þess fæst ég ekki við fóstureyöingar. Rósa stóð upp og sagði mátt- leysislega: — Þér takið mig fyrir einhverja aðra. En það getur verið sama. Ég næ i annan lækni. t— Ekki hér i Ashwood. Ég býst við, að maðurinn yðar hafi hringt i alla lækna i borginni. Rósa fór aftur á stöðina og lagðist niður á legubekk i biðsal kvenna. Hún grét ekki, en lá eins og dofin og starði upp i grámálað loftið. t meira en klukkustund lá hún svona, máttlaus. Svo varð henni illt, það var gamla velgjan, sem var enn á ferðinni. Loks stóð hún upp, 1 illu skapi yfir þessari auðmýkingu að þurfa að láta undan kröfunum, sem ástand hennar gerði, sem sé sultinum. Hún gekk að matsöluborðinu. Að- ur en hún hafði lokiö við að borða, varð henni illa aftur, svo að hún varð aö leita aftur til legubekkj- arins. Velgjan varð svo áköf, aö hún gleymdi alveg öllum þörfurn sinum og kröfum, nema þeirri einni að komast sem allra fyrst Dömur athugið. Nú höfum við allar nýjustu klipp- ingar og greiðsiur á hárkollum. Einnig fléttur og hártoppa. Sendum i póstkröfu um allt land. G.M. búðin, Laugavegi 8, simi 24626. heim til sin. þar sem einhver gæti stjanað við hana. En það voru margir klukkutim- ar þangað til von var á næstu lest. Henni skánaði nokkuð og nú gekk hún út i góða veðrið aftur ög horfði á fólkið, sem var á ferð og flugi um göturnar, með yfirhafn- irnar flakandi frá sér i hlýviðrinu. Hún hafði að nokkru endurheimt öryggi sitt. Hún ályktaði sem svo,að ef þessir ómerkilegu smá- borgarar, sem stóðu henni svo mjög aö baki á öllum sviöum, gætu haft tökin á lifi sinu, þá ætti hún sjálf sannarlega að geta það lika. Þegar hún kom aftur á stööina, bað hún um langlinusam- tal við Neil Latimer I Timbur- verslun Latimers i Chicago. Loksins eftir að hafa sigrast á heilum herskara fjandsamlegra kvenradda, heyrði hún hann segja: — Halló! Hjartað I henni hoppaði og gleöistraumur fór um hana alla. — Neil, þetta er Rósa. Mig lang- aði bara að heyra i þér. Það er svo leiðinlegt að heyra ekkert frá þér. . — Og það er lika þungbært að heyra ekkert frá þér. Akafinn i röddinni hughreysti hana stórum. — Hvaö ertu aö gera þessa. dagana — og hugsa? ■ — Hugsa um þig. Sannast aö segja geri ég litið annaö. Annars geri ég heldur litið: þetta fráfall hans Elgs hefur ruglað svo fyrir mér. Hefði ég haft meira vit i kollinum, væri hann nú lifandi og þú þyrftir ekki að ganga með samviskubit. Hún brýndi raustina er hún full- vissaði hann um, að allir hérna væru búnir að gleyma þvi. — Sjálf hef ég ekkert komið á mannamót. Og þetta er allt gleymt og grafið. •• — Þá er ekkert þvi til fyrir- stöðu, að þú farir að koma? Eig- um við að segja rétt eftir jól? Þú kemur hérna við á leiöinni til Reno. - —>- Já . . . ó, elskan min, en það yrði varla svo snemma. Hér er allt fullt af flensu, og ég held, að ég sé lika að fá hana. En það er ekkert alvarlegt, hafðu engar áhyggjur. Það er bara . . . en þú mátt ekki búast við mér mjög fljótt. Hann ætlaði að fara að segja eitthvað, en hún gat ekki heyrt það, þvi að nú var hún farin aö gráta. Hún greip fram I hjá hon- um: — Ég Skal komast til þin, Neil. Einhvern veginn. Vertu sæll. Svo lagði hún slmann á. Það var komið rökkur þegar lestin hennar kom til Fleming. Lew var á stööinni. Hann leit á tómar hendur hennar og sagöi: — Þú hefur ekki farið mikið I búöir. Hún svaraði snöggt: — Ég fékk ekki það, sem ég ætlaði að fá. Ég verð að reyna aftur. Framhald I næsta blaöi 38 VIKAN 41. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.