Vikan


Vikan - 10.10.1974, Qupperneq 44

Vikan - 10.10.1974, Qupperneq 44
„Hvað dettur ykkur I hug, þeg- ar þið heyrið nafnið Romy Schneider? Enga umhugsun, svarið strax!” Þessa spurningu lagði sálfræðingur i Munchen fyrir þýzkar konur fyrir fjórum árum, þar sem hann fýsti að vita viöhorf þeirra til þessarar frægu og umtöluðu þýzku leikkonu, Romy Schneider. ' , Svörin voru öll á einn veg: „Hneyksli, ástarbrall, skilnaður, Alain Delon....” Niðurstaðan varð sú, að jafnvel þær konur, sem dáðu leiklistarhæfileika Romy Schneider, minntust fyrst nei- kvæðra þátta í lífi hennar. Og þessi afstaða hefur ekkert breytzt. Hvers vegna er Romy Schneid- er svona alræmd? Hún varð fyrst fræg fyrir engilfagurt utlit og leik sinn i hlutverkum bliðra, sak- lausra og rómantiskra átúlkna. Sjálf varð hún fljótt leið á slikum hlutverkum, en henni gekk illa að losna við þau. Hún byrjaði sinn feril mjög ung, aðeins 14 ára kom hún fyrst fram fyrir kvikmynda- vélar. Og hún minnist þess, þegar hún kom eitt sinn á hótel, þá orðin tvitug, og henni var færður stór bangsi að gjöf! Engin furða, þótt hún flýði loks til Frakklands. í Paris kynntist Romy Alain Delon. 1 þá tið var Delon ekki orð- inn sú súperstjarna og marg- milljonamæringur sem hann er nú. Romy Schneider fór ekki dult með ást sina á Delon, og þau höföu ekki minnstu áhyggjur af þvi að búa saman I synd, eins og það hét I þá daga, þegar umburð- arlyndið var minna á þessu sviði. Þjóðverjar áttu erfitt með að fyrirgefa bliðlyndu, góðu stúlk- unni þetta frumhlaup. Þeir misstu áhuga á henni sem kvik- myndastjörnu. En Romy þurfti ekki á þeim að halda, hún var orðin heimsþekkt. Eftir ævintýrið með Alain Delon sneri hún aftur Romy þykir ákaflega vænt um son sinn og reynir að skapa hon- um það öryggi, sem hún getur. En hann vantar félaga að leika sér við. til Þýzkalands með stórt nafn i pokahorninu. En hún var ekki fyrr komin þangað en henni tókst áð valda stórkostlegu hneyksli. Hún varð ástfangin af leikstjóranum Harry Meyen, og hann skildi snarlega við leikkonuna Anneliese Römer, sem hann hafði verið hamingju- samlega giftur i 14 ár, til þess að giftast Romy. Þau eru reyndar ennþá hjón að nafninu til, en siðan 1973 hafa þau farið hvort sínar leiðir. Sjö ára sonur þeirra fylgir móöur sinni, en hefur naumast átt fast heimili um langt skeið. Og Romy fær bágt fyrir það hjá lönd- um slnum eins og fleira. Romy býr ásamt syni sínum i ibúð I Paris, og drengurinn geng- ur i franskan skóla. Nýlega kunn- gerði Romy, að hún hefði i hyggju að kaupa sveitasetur til þess að dveljast þar i ró og næði með syni sfnum i öllum frfum. Gagnrýnir landar hennar gáfu þessari frétt litinn gaum. Þeir hafa aðeins á- huea á hnevkslisfréttunum, sem hún hefur svo ötullega séö þeim fyrir. Niðurstaða könnunarinnar, sem getið var i upphafi, voru þær, að þýzkar konur litu á Romy Schneider sem hrokafulla, skap- mikla, duttlungafulla og eig- ingjarna kvenpersónu. Hún lætur sér það I léttu rúmi liggja. Arin sem Romy bjó með.Delon i Paris var hún sjaldséður gestur i heimalandi sinu. Þessi mynd sýn- ir, er hún kom sem gestur á pressubali áriö 1964 og vakti mikla athygli. , Romy og David búa I fallegri Ibúð I París. Romy kveðst ékki geta hugsað sér heimili sitt né vinnu- stað annars staöar en I Frakk- landi. 44 VIKAN 41. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.