Vikan

Tölublað

Vikan - 17.04.1975, Blaðsíða 8

Vikan - 17.04.1975, Blaðsíða 8
Fólk er ýmist að hrósa manni eða skamma... komst ég I fyrsta sinn f snertingu viö hörmungar stríðs, og ég tel þetta vera einn athyglisverðasta kafla lffsmíns. barnra komst ég að raun um, að allir aðilar virðast græða á striði, nema litli maður- inn, sem lendir i miðri skotlin- unni. Ég þykist hafa komist að þeirri niðurstöðu, að stríð er i raun og verú ekkert annað en „business” eða hagsmunáátök. Meðan fólkið svalt og dó, voru þeir, sem stjórnuðu striðinu beggja. vegna vlgllnunnar, feitir og pattaralegir og höfðu það gott. Ég man, að konur herforingja bi- aframanna voru feitar og sælleg- ar, vel klæddar og gulli prýddar. Einu sinni, þegar nauðsynleg matvæla- og lyfjasending átti að fara yfir til Biafra, en við komum henni ekki með okkar vélum, var reynt að koma farminum i leigu- vél, sem þarna var, en það var ekki hægt, þvl að I henni var glæsilegur Mercedes Benz-fólks- bill, sem einn herforingja bíafra- manna átti að fá. Ég vil taka það fram, að Islensku vélarnar fluttu aldrei neitt nema matvæli, lyf og gjafaskreið frá íslandi. Islenska flugliðið var bæði harðduglegt og kjarkmikið, þegar á reyndi. — En oft á tiðum var þetta harla vonlitið starf, þvi að yfir- völd I Nigeriu og Bíafra sýndu engan vilja til að hjálpa fólkinu, sem svalt. Flogið var með fullar vélar af vannærðum og deyjandi bömum frá Uli til Sao Tomé. Mörg þeirra dóu i höndummanns eða á leiðinni. Þau voru oftast lit- iðannaðen skinn,sinarog bein. A Sao Tomé voru þau hresst við á sjúkraheimilum, sem kaþólskar nunnur ráku, og send siöan heim til. sln, til þess eins að svelta og deyja, a.m.k. hafði maður það á tilfinningunni. Sum komu aftur, ef þau voru heppin. — Er eitthvað hæft I þvl, að peningar, sem.safnast til hjálpar bágstöddu fólki Uti i heimi, kom- ist aldrei I réttar hendur? — Ég er hræddur um, að nokk- ur hluti söfunarfjárins fari stundum I rangar hendur eða ó- þarfa kostnað. Þó held ég, að bæði Rauði krossinn og kirkjufélög standi sig vel hvað þetta snertir. Hjálparstarf þeirra er það vel skipulagt, að litil hætta er á, að fjármagnið fari forgörðum. Hins vegar ber lika að geta þess, að mikið fjármagn fér I að hralda umfangsmiklu hjálparstarfi gangandi. Það er t.d. afar dýrt að halda loftbrú.I gangi, eins og gert var á milli Biafra og Sao Tomé. >— Rétt fyrir jólin 1969 áttum við von á mjög mikilvægum vara- hlutum frá Evrópu i sexumar. Við fórum út á flugvöll til þess að taka á móti vélinni, sem kom með varning frá Amsterdam. Þegar’ hún var lent kom i ljós, að fyrir utan farþega, var þotan full af dönskum jólatrjám, og engir varahlutir voru með henni. Ákveðinn hópur hjálparliða vildi nefnilega halda evrópsk jól með jólatrjám og kalkúnum. Þeir buðu mér eitt jólatré I sárabætur fyrir varahlutina, en ég hafnaði boðinu á afar litrikri islensku og ójólalegri. Ég held nú, að saga magn til þess að senda frétta- menn til útlanda. Það er vilji fyrir hendi hjá Rlkisútvarpinu, en pen- inga vantar I flestum tilfellum. Það háir okkur einnig á frétta- stofu sjónvarpsins, hvað við erum fáliðuð. Þrir fréttamenn eru á vakt I einu og þurfa að skila 25 Séð inn eftir vistiegri stofunni heima hjá Jóni Hákoni. sem þessi heyri til undantekn- inga. Árið 1970 réðst Jón Hákon fréttamaður að sjónvarpinu, fyrst til þess að leysa M^rkús örn An- tonsson af, en siðar sem fastur starfsmaður, og nú er hann annar tveggja fréttamanna, sem skrifa erlendar fréttir á fréttastofu sjón- varpsins. — Það gerir okkur mjög v,ilitt fyrir við að skrifa erlendar frétt- ir, að við höfum nánast engin tækifæri til að ferðast til útlanda, sem er nauðsynlegt fyrir alla, sem stunda slikt starf. Við þurf- um að kynnast mönnum og mál- efnum, þjóðum og .heimshlutum til þess að geta urínið starf okkar vel. Erlendis eru erlendir frétta- menn jafnan.mikið á ferðinni, en fjölmiðlar hér hafa tæpast bol- mlnútna fréttatima, en erlendis þykir gott, ef samherjar okkar þar skila tveggja til þriggja min- útna löngum fréttum á dag. — Megnið af erlendu fréttaefni berst til okkar frá fréttastofum á Bretlandi, Bandarikjunum og á Norðurlöndum. Við fáum frétta- kvikmyndir frá þremur aðilum á degi hverjum, þ.e.a.s. Visnews, CBS og UPITN; auk þess höfum við fjarritara frá NTB, AP og Reuter. Þar við bætist fréttaefni frá sjónvarpsstöðvum Norður- landa, sem er Nordvision-þjón- usta, og loks kaupum við talsvert af erlendum blöðum og timarit- um. Það gefur auga leið, að við, sem skrifum erlendar fréttir, verðum að lesa einhver ósköp, og mikill hluti vinnudagsins fer i lestur fréttaefnis. Það má senni- lega deila um það, hvort okkur berist of einhæft fréttaefni, a.m.k. halda sumir þvi fram. Ég hefði t.d. ekki á móti þvi að fá meira fréttaefni frá A-Evrópu- rikjum, Aslu og Afriku. Þetta horfir i svolltið betri átt nú, eftir að við fengum VISNEWS-þjón- ustuna, sem er bresk fréttastofa og hefur samband við nánast öll rlki heims. Frá henni fáum við nú orðið talsvert af fréttafilmum, t.d. frá kinverska og sovéska rikissjónvarpinu. En sjálfsagt fá- um við ekki nægilega nýjar fréttafilmur, fyrr en Island kemst I gervitunglasamband. — Hvernig kanntu við starfs- heitið „postulinshundur”, sem Þorgeir Þorgeirsson hefur gefið ykkur á fréttastofu Sjónvarpsins? — Við, sem störfum hjá rikis- fjölmiðlum, verðum að sætta okkur við gagnrýni — jafnvel á- rásir. Sem betur fer erum við ekki heilög, og fólk hefur rétt til að gagnrýna okkur, eigum við þaö skilið. Oft finnst mér gott að fá raunhæfa gagnrýni, t.d. ef ég hef sagt eitthvað, sem ekki er rétt, eða fyrir eitthvað, sem ég hefði mátt orða betur. Hins vegar fellur mér illa, þegar verið er að draga okkur i dilk og gera okkur tortryggileg I pólitiskum tilgangi. En hvort við erum „postulins- hundar” eða ekki, læt ég ósagt, enda finnst mér umrædd skrif Þorgeirs ekki umtalsverð. Hitt er vist, að við höfum bundnar hend- ur i ákveðnum málum, þegar að okkur er vegið, en það er hlutur, sem maður sættir sig bara við. — Þið eruð oft gagnrýnd fyrir málfar. — Það er rétt, og slik gagnrýni á fullan rétt á sér, ef hún er á rök- um reist, þvi að vitaskuld verðum við að tala vandað mál. Við erum stöðugt að glima við málið, og ég vil gjarnan taka það fram, að um þessar mundir heldur óskar Hall- dórsson lektor námskeið fyrir okkur, sem við erum öll afar ánægð með. Þetta sýnir, að við erum ætið að reyna að laga það, sem betur má fará. Ég vona, að sllkt verði ætið gert hjá öllum fjölmiðlum hér á landi. — Annars er gagnrýni ekki það versta við starfið. Við, sem vinn- um þessi störf, missum að mínu mati ákveðin mannréttindi, þ.e.a.s. við erum ekki eins frjáls og fólk er almennt. Við eigum t.d. afar bágt með að fara á skemmti- staði og fá að vera i næði þar eins og aðrir gestir. Fólk* er ýmist að hrósa manni eða skamma, en slikt leiðir til þess, að maður neyðist til að forðast skemmti- staði. Það má ef til vill segja, að þetta sé hluti af starfinu og maður reynir að sætta sig við það. Tról. A ferðum slnum um heiminn hef- ur Jón Hákon safnað ýmsum munum, sem sjaldséðir eru á islandi. A þessari mynd má sjá grimu afrisks töfralæknis, afriskt spjót og hljóöfæri, auk annarra muna. 8 VIKAN 16. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.