Vikan

Tölublað

Vikan - 17.04.1975, Blaðsíða 24

Vikan - 17.04.1975, Blaðsíða 24
Gillian Bothello er ung kona. Þegar sonur hénnar var tveggja ára, eignuðust hún og Tony maður hennar litla dóttur, sem þau höfðu þráð. En Emma litla var haldin ólæknandi sjúkdómi og hér segir Gillian frá þeirri reynslu sinni, og hvernig hún tók þá ákvörðun að biðja læknana um að binda endi á þjáningar barnsins sins. MITT DEVM Hiö hræöilegasta, sem hent get- ur móður, er að finna sjálfa sig óska þess, aö barn hennar sé lát- iö. Kannski haldið þiö, aö ómögu- legt sé aö óska ástvini sínum dauöa, en þegar staöiö er frámmi fyrir því aö þurfa aö þvinga ást- vin sinn til aö halda áfram að lifa, þvinga hann meö vélum, og til- gangurinn er aöeins sá að draga þjáningar hans á langinn, þá bið- ur maöur læknana: „Slökkvið á vélunum. Leyfiö. þiö barninu mínu aö deyja.” Og þaö var ein- mitt þetta, sem ég geröi. Hjúkrunar- og læknaliöiö var á ööru máli og reyndi aö fá mig of- an af þessu. Starfsliöi sjiíkrahúss er eðlilegt aö halda áfram aö reyna allt, sem i þess valdi stendur, jafnvel þótt þaö sé von- laust. En ég var svo handviss um, aö ég heföi rétt fyrir mér, aö ég heföi veriö fús til aö taka barniö mitt í faðminn og ganga meö þaö út úr sjúkrahúsinu til aö leyfa þvi aö deyja I friöi. Þaö var allt, sem ég — sem nokkur maöur — gat gert fyrir barniö mitt. Viö Tony höföum þráö svo mjög aö eignast litla stúlku. Jason son- ur okkar var tveggja ára, hress og kátur drengur, og ég hlakkaöi mjög til þess að eignast annaö bam — helst stúlku — til þess aö annast og unna. Mér finnst óra- langtsfðan ég var svona áhyggju- laus. Þegar Emma fæddist, baö ég um, aö mér yrði ekiö beint að simanum.svoað ég gæti hringt til fjölskyldunnar og sagt tiðindin sjálf. Augu Tonys gneistuöu af fögnuöi, þegar hann sagöi: „0, ég er svo hamingjusamur!” Þetta var mjög ólikt honum, þvl aö yfir- leitt ber hann tilfinningarnar ekki utan á sér. Þetta gerði áfalliö enn þung- bærara. Emma fæddist að morgni til, fullburöa og á allan hátt eðlileg, og mér haföi ekki komiö til hugar, aö neitt gæti am- aö aö henni. Um.kvöldiö kom hjúkrunarkonan til mln og sagði mér, aö andardráttur hennar heföi ekki veriö eölilegur, og hún heföi veriö sett i súrefniskassa. Mér var ekiö I hjólastól til þess aö lita á hana. Litlu hendurnar á henni voru bláleitar, og sama var aö segja um fæturna. Hún var svo brjóstumkennanleg og smá, aö ég kenndi til af þvl, hve mjög mig langaöi til aö hjálpa henni. Allt, sem læknirinn sagöi mér, var, aö eitthvaö væri aö hjarta hennar og hún yröi flutt á annaö sjúkrahús daginn eftir, þar sem hún yröi rannsökuö nánar. Hann reyndi aö róa mig, en ég var frá mér af skelfingu þá þegar. Þaö þurfti ekki aö segja mér, aö eitt- hvaö mjög alvarlegt var aö barn- inu mlnu. Heföi þetta veriö eöli- legt, heföi mér verið sagt miklu meira. Móöir min kom i heimsóknar- tlmanum, en ég sagÓi henni ekki frá þessu. Orðin ein hefðu sært mig of mikiö, jafnvel þótt ég segði þau sjálf. Daginn eftir fékk ég aö vita, hvað var aö. Hjartalokurnar voru of veikburöa, svo að hún varð aö fá súrefnisgjof I blóðið. Hún varö að gangast undir upp- skurö tafarlaust. Læknirinn bjó okkur undir, að hún kynni að deyja. Hún var svo veik, aö hún þoldi ekki aö gráta. Þetta var I fyrsta sinn af mörg- um, sem við biöum þess, aö Emma dæi. Tony var sterkari en ég. Hann hélt i höndina á mér og sagði, aö ég yröi aö llta á þetta sem vilja guðs. Guð heföi gefið okkur Emmu, og hann gæti þess vegna tekið hana frá okkur. En ég gat ekki horfst i augu viö þaö, aö ég yröi ef til vill aö sjá á bak henni. Þaö var eins og ætti aö taka hluta af sjálfri mér burtu. t viku var hún á mörkum þess aö deyja. En smám saman léttist andardráttur hennar, og hún fór aö þyngjast lltiö eitt. Sex vikna kom hún heim I fyrsta sinn. Þegar ég kom heim meö Jason, rlkti mikil gleöi og hamingja á heimilinu. Allir ættingjar okkar, sem vettlingi gátu valdið, komu aöskoöa hann. Þegar Emma kom heim,rlktikvlði og angist á heim- ilinu. Dag eftir dag og nótt eftir nótt komst ekkert nema áhyggj- ur ab. Hún mátti ekki liggja lengi I vöggunni, þvi að þá fékk hún kvalaköst, svo að ég gekk meö hana um gólf tlmunum saman og reyndi að létta henni sársaukann. Þótt Jason væri svona ungur, var eins og hann skildi, hve veik Emma var. Hún mátti ekki gráta, þvl að þaö hefði orðið henni of- raun. Ef hún opnaði munninn og ég var ekki við vögguna, kom Ja- son hlaupandi með pelann henn- ar, eöa snuðiö — rauður af æsingi, þvi aö honum fannst ég hafa brugöist henni. Ég gleymdi næstum, hvaö svefn var, og ég ranglaði stööugt um, áhyggjufull og kvlðin. Ég var tvltug og haföi enga hugmynd um, hvernig ég átti aö komast yfir þetta. Ég hringdi I lækninn hvað eftir annaö, og hann gaf mér öll þau ráö, sem hann kunni, en hann haföi aldrei fyrr kynnst sjúkdómi, eins og Emma þjáöist af. Þaö var óttalegt að sjá svona lltiö bam svona veikt og vita, aö ef eitthvaö gengi úrskeiðis, gæti þaö dáiö. Læknarriir höföu ákveðiö aö blöa, uns hún yröi ársgömul, og 24 VIKAN 16. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.