Vikan

Tölublað

Vikan - 17.04.1975, Blaðsíða 26

Vikan - 17.04.1975, Blaðsíða 26
<aldrei bætur, ef Emma kæmi heim og hann þyrfti aö horfa upp á hana deyja. Hann hafði þegar oröiö aö reyna allt of n^ikiö. Ég vissi líka, að þaö yröi of mikiö á Emmu lagt, ef ég ætti að annast hana. Eg var útkeyrð eftir fyrri veru hennar heima — til- finningalega og likamlega — og meira álag gæti ég varla þolað. Enginn skildi mig— ekki einu sinni fjölskylda mfn. Emma var farin aö skilja ýmis- legt I umhverfinu, og hún hlyti að finna, aö ég var þess ekki um- komin aö annast hana. Málið heföi horft allt öðruvisi við, heföi hún alltaf verið heima, og viö heföum verið eina fólkið, sem hún þekkti og treysti. En hún haföi veriö mánuöum saman á sjúkrahúsi, og hafði vanist þvi, að hjúkrunarkonumar önnuöust sig. Hún kunni þvl jafnvel betur en handtökum minum. Þegar þú lest þetta, kann þér aö finnast ég haröbrjósta og eigin- gjörn, og ég áfellist þig ekki. Ég held enginn hafi skilið mig, þegar á þessu stóð, ekki einu sinni fjöl- skylda min. Þegar ég talaöi fyrst um þaö viö félagsráögjafann, að hann út- vegaði pláss fyrir Emmu á vöggustofu, var hann sannfærður um, aö mér væri ekki alvara og taldi,. aö ég myndi skipta um skoöun, þegar ég hefði jafnað mig betur. 1 fjölskyldubrúðkaupi settust mágkonur minar tvær að mér og rifu mig I sig fyrir þaö, sem ég ætlaöi aö gera. Hvernig átti ég að geta sagt þeim það, sem ég þorði varla að játa fyrir sjálfri mér — aö ef Emma kæmi heim og ég yröi aö horfa upp á hana kveljast aftur, kynni ég að taka til minna ráöa? Ég haföi svo mörgum sinnum oröiö að taka mig á, þegar hún fékk kvalaköstin, taka mig á, svo að ég byndi ekki enda á þjáningar hennar með mjúkum kodda. Mér hafði tekist að sigrast á þessu til þessa, en ef hún kæmi heim aftur, var ég hrædd um, aö ég fengi ekki ráðið við tilfinningar minar. Tony var mér svo reiður, að hann gat tæpast fengið af sér að tala við mig. Einmitt, þegar við þurftum hvors annars mest við, var milli okkar veggur, sem hvorugt okkar komst yfir. Ég held hann hafi ekki fyrirgef- ið mér, fyrr en Emma dó og sorg- in hafði næstum lagt hann I rúm- ið. Þá sagðist hann dást að hug- rekki minu — að ég skyldi þora að hllfa honum við þvi að horfa á hana kveljast. Mérdattaldreiíhug, aöéggæti losnaö við Emmu úr huga mínum viðaðhafa hana ekki fyrir augun- um, en ég vissi vel, að margir héldu, að það ætlaði ég mér. Hefði félagsráögjafanum ekki tekist að finna góðan stað fyrir Emmu, hefði ég leitað hann uppi sjálf. 1 fyrstu haföi hann I huga að koma Emmu í fóstur, en ég vissi, að það hefði það eitt I för meö sér, aö áhyggjunum yröi varpaö á aðra fjölskyldu. önnur börn þyrftu að liða vegna þjáninga ;,litlu systur” — aðrir foreldrar yrðu rændir nætursvefni og gætu ekki á heilum sér tekið. Emma þurfti á umönnun að halda hjá fólki, sem sýndi henni ástriki, en byndist henni ekki órjúfanlegum böndum. Loks fann félagsráðgjafinn dá- samlegan stað. Litið „fjölskyldu- heimili”, þar sem voru átta börn. Heimilið var I gömlu húsi uppi I sveit. Svolltið eölilegra lif fyrir Jason litla. Ég fékk hræðilegt samviskubit, þegar hún var farin — og kannski þjáðist ég allan tímann af sam- viskubiti. Ég gerði mér ljóst, að éggæti ekki losnað við það. En ég gæti séð Jason litla verða aftur eölilegt barn. Það var ég sann- færð um. Það tóku líka allir eftir breyt- ingunni á honum. Fóstran i leik- skólanum sagðist vart þekkja hann fyrir sama barn. Hún sagði, að hann hefði alltaf verið að ráð- ast á hin börnin, eins og hann fengi ekki næga útrás heima. Þegar hann fór að lifa eðlilegu llfi heima, hvarf þetta. Hann eignaðist vini i leikskólanum, og hann fór að sýna leikjum hinna .bamanna meiri áhuga en áður. Auk þess vildi hann alltaf vera að læra eitthvað nýtt. Hann skrifaði nafnið sitt I fyrsta sinn — hann hafði ekki getað einbeitt sér að þvi fyrr. Vitaskuld saknaði hann Emmu og var alltaf að spyrja um hana. Ég vissi llka, að Tony saknaði hennar. Þó var ég viss um, að hvorugur þeirra saknaði hennar eins sárlega og ég. Ég lá vakandi tlmunum saman á nóttunni og skalf af þrá eftir að halda henni I faömi mér. Þó að það hljómi hræðilega, reyndi ég að hætta að láta mér þykja svona vænt um hana, I þeirri von, að mér liði þá ögn skár. En ég gat ekki hætt að elska barnið mitt. En mér tókst að láta á litlu bera — alltaf, nema einu sinni. Ég fór að heimsækja hana, og allan tim- ann barðist ég við grátinn. Hún var svo veikburða, léttist stöðugt, og það var sorglegt að sjá, hve fætur hennar og hendur voru lé- magna. Mér var sagt, að hún væri hraustlegri en áður, en ég fann eitthvað hræðilegt á mér. Emma var orðin tveggja ára, og kraftar hennar voru á þrotum. Henni þótti gaman að fá gesti, sem færðu henni gjafir, en hún þekkti mig ekki sem móður slna. Hún kallaöi mig frænku. Þetta var það, sem ég hafði ætlast fyrir, en ég grét alla leiðina heim. Það var um það bil tveimur mánuðum eftir þessa heimsókn, aö hún varð að fara aftur á sjúkrahúsiö. Ég heimsótti hana þangað, og ég vissi, að nú dró að lokunum. Ég hafði oft gengið i gegnum dauða hennar i hugan- um, og það var alltaf martröð lik- ast, en þegar að þvi kom, var það verra en ég hafði nokkurn tima i- myndað mér. Ég man aðeins eitt atvik skýrt frá þessum morgni. Þegar farið var meö Emmu inn á rannsókn- arstofuna og hjúkrunarkonan vissi, að ég var móðir hennar, las ég úr svip hennar: Þessi hjarta- lausa tlk, sem setti veikt barnið sitt á upptökuheimili. Nú þykist hún hafa áhyggjur af henni. En sumt af hjúkrunarfólkinu skildi mig og styrkti. A þriðja degi minntust læknarnir á einn uppskurð enn, en I þetta sinn var ég ákveðin I að veita ekki sam- þykki mitt. En til þess kom ekki, þvl að Emma var of máttfarin til aö gangast undir uppskurð. Læknarnir settu hana I hjarta- vél, sem knúði hjartað til að halda áfram að slá, og mér var sagt, að kannski lifði hún til riæsta dags. Tárin streymdu niður kinnar Tonys, og hann hirti ekki einu sinni um að þurrka þau burtu. Þegar Emma hafði verið tengd við þessa vél I átta klukkustundir, ákvað ég að tala við Tony. „Tony,” sagði ég og tók I hönd hans. „Mig langar að biðja þá um að taka þessa vél úr sambandi.” Svar hans sannfærði mig um, að hann hafði verið að hugsa um það sama og ég. „Gerðu það,” var allt og sumt, sem hann sagði. Fyrsti læknirinn, sem ég talaöi um þetta við, sagöist ekki hafa vald til þess og sendi eftir yfir- lækni deildarinnar. Ein hjúkrun- arkvennanna spuröi mig: „Hvern ertu að hugsa um, þegar þú biöur um þetta?” Ég býst við, að hún hafi ætlast til þess, að ég segðist aðeins gera þetta Emmu vegna, en þegar ég svaraði: „Ég bið um þetta vegna okkar allra,” fylltust augu hennar tárum. Yfirlæknirinn virtist hafa gert það upp við sig, að ég væri kona, sem vildi komastsem auðveldleg- ast frá öllu. Stuttu áður haföi hann tjáö mér, aö engin von væri um, að Emma héldi lífi, hvað þá að henni batnaöi — en nú sagði hann, að hitinn hefði ekki hækkað, og enn væri ekki öll von úti... En jafnvel þótt von hefði veriö um yfirnáttúrlegt kraftaverk, heföi ég hegðað mér eins. Ég gerði aðeins það, sem ég hefði átt að hafa hugrekki til að gera fyrir seinni uppskurðinn. „Ef þú tekur vélina ekki úr sambandi, geri ég það,” sagði ég viö lækninn, og hann vissi, að ég meinti það bók- staflega. Það var svo einfalt að taka þessa vél úr sambandi — rétt eins og að slökkva á sjónvarpinu. Hjúkrunarkonan lagði Emmu I faðm minn, og eftir nokkrar sek- úndur var hún dáin. Það gerðist á svo friösælan hátt, að ég trúði þvi varla, að lifi hennar væri lokið. Ég hafði alltaf verið svo hrædd við dauöann. Ég haföi ekki hug- mynd um, að hann væri svona lík- ur svefni, rólegum svefni, sem Emma hafði svo sjaldan átt að fagna. Seinna um daginn fór ég til aö sjá hana I likhúsinu. Fjölskylda min vildi ekki, að ég færi, þvl að það yrði of mikið álag. En hvemig gat það orðið of mikið álag, þegar öllu var lokið? Ég var fegin, að ég fór. Hendur hennar höfðu verið krosslagðar á brjóstinu, og hún var látin halda á chrysanthem- um. Ég tók blómið burtu, þvi aö það var svo óeölilegt. Emma hefði tætt það sundur á nokkrum sekúndum. Þegar ég gifti mig, hafði ég keypt hvítan kjól á brúðarmeyna. Seinna var Jason sklrður I þessum kjól, og nú var Emma grafin I honum. Við Tony bárum litlu kistuna til kirkju og slðan til grafar. Við höfum sagt Jason, að systir hans sé I himnariki, og nú liggur hann stundunum saman á bakinu, mænir upp I himininn og segir henni frá öllu, sem fyrir kemur I leikskólanum. Hann saknar henn- ar, en hann minnist hennar lif- andi, en ekki dáinnar. Mig dreymdi mikið á næturnar. Stundum er ég að hringja til fjöl- skyldu minnar og segja, að Emma sé fædd. Stundum er ég að bera kistuna hennar. Ég veit ekki, hve lengi mig mun halda áfram að dreyma svona. Þegar fólk hefur orðið fyrir reynslu eins og þessari, getur lifið ekki oröið eins og það var áður. Síðan Emma dó, hef ég verið að hugsa um, hvernig ég geti orðið fólki, sem svipað er ástatt fyrir og var fyrir mér, að liði. Ég held, að ég hafi fundið réttu leiðina. Ég hef sagt upp starfi minu til þess að geta gefið mig að þvl að safna fé til rannsókna á sjúkdómnum, sem Emma þjáðist af. Kannski þær rannsóknir geti orðið til þess, að önnur börn lifi sjúkdóminn af — og verði heilbrigð lltil börn. Þangað til ætla ég að reyna að leita uppi mæður, sem eiga við állka vanda að stríða. Þegar ég var komin að þvl að bugast, þráði ég einhvern til að tala viö, ein- hvern, sem hafði reynt hið sama og ég, og ég gæti spurt: Er ég óumræðilega vond? Hvernig gast þú afborið þetta? Fólk verður að finna slnar eigin leiðir. Ég myndi aldrei voga mér aö halda þvl fram, að mln aðferö sé sú rétta fyrir aðra. En ég trúi þvl, að margir þurfi á styrk að halda, styrk til að taka slnar eigin ákvaröanir, án þess að taka tillit til þess, sem ætlast er til af þeim og hvað aðrir halda um þá. En enginn, sem ekki hefur oröið fyrir áþekkri reynslu, getur veitt þennan styrk. 26 VIKAN 16. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.