Vikan

Tölublað

Vikan - 30.10.1975, Blaðsíða 4

Vikan - 30.10.1975, Blaðsíða 4
Eftir að hún lauk prófi úr tón- listarskólanum, fór hún til Danmerk- ur og stundaði þar nám í dansi og ballett við Ollerup stofnunina. Eftir þriggja ára nám þar hélt hún heim og rak dansskóla um skeið. Á meðan hún dvaldist í Danmörku tók hún próf I snyrtingu, og kom sú menntun sér vel við rekstur snyrtistofu hennar í Hafnarfirðinum seinna. Bára hefur alltaf verið starfsöm og nýtt tímann vel, og á meðan hún var enn ógift sótti hún námskeið í hattasaumi við Iðnskólann, en í þá daga voru hattar jafn nauðsynlegir konum og buxurnar eru í dag. - Ég fékk snemma áhuga á kven- fatnaði og verslun, og nokkrum árum áður en ég gifti mig réð ég mig í 'verslunina Feldinn í Reykjavík. Nokkru síðar keypti ég verslunina Ninon ásamt frú Friðriksson, sem margir Reykvíkingar kannast við, en séldi minn hlut í versluninni eftir ár. Þegar ég gifti mig, keyptum við verslunina í Austurstrætinu, sem þá hét hattaverslun Isafoldar. - Lengi hafði mig langað til að koma ríkjunum og legg mikið upp úr klæðilegum „glamour” flíkum, sem yngja og gera eitthvað verulegt fyrir konuna. Ég fer ailtaf út sjálf til að velja vörur og kaupi lítið af hverju. Ég læt ekki • stjórnast um of af sveiflum tískunnar né annarra fyrirmynda, þyí að fyrir kemur, að þar er skotið yfir markið eins og annars staðar. Verslunin er mín spegilmynd. Ég hef lagt sérstaka áhcrslu á þjónustu viðskiptavina og notið við það ómetanle-grar aðstoðar afgreiðslustúlkna minna, en þær hafa starfað hjá mér í 15-20 ár, og segir það sína sögu um samvinnuna. Bára hefur haft þann sið að fylgja þeirri stúlku, sem kaupir brúðarkjól hjá henni, til kirkju og undirbúa hana undir giftinguna varðandi snyrtingu og annað. - Mér finnst þetta atriði einna ánægjulegast í starfi mínu, segir Bára. Giftingin er hátíðlegut atburður, og persónu- 1 gariginum við hlið vinnuherbergis Péturs er miðaldabrynja sem tákn fyrir áhuga Péturs á herfrceðum og heimspólitík. ...skylda hvers og eins að fylgjast vel með {m, sem ger- ist í kringum hann. lega finnst mér engin goðgá að reyna að gera hana sem eftirminnilegasta. Að vlsu finnst mörgum þetta hé- gómi, og um tíma var minna um krikjubrúðkaup, en nú finnst mér þeim hafa f)ölgað aftur. Nú skreppur Bára fram í eldhús að gá að matnum, eða til þess að sleppa öflitla stund frá blaðamann- inum, og ég sný mér aftur að Pétri. Pétur er mikill lestrarhestur og er fróður um söguleg efni, svo að ég spyr hann, hvenær áhugi hans á sögu hafi fyrst vaknað. - Það var er ítalir gerðu innrás í Abbyssíniu, svo og heimsstyrjöldin, orsök hennar og afleiðing. Saga hennar varð mér rannsóknarefni, og ég byrjaði lestur ýmissa bóka um stjórnmál, sögu, alþjóðleg hermál og hagfræði. Ég eyði miklum hluta frítíma mlns í að fylgjast vel með fréttum og gangi mála 1 heiminum, því að mér finnst þ'að skylda hvers og eins að fylgjast vel með því, sem gerist í kringum hann. Nfenn verða að kynnast Sovétnkj- unum af eigin raun. Við tnnganginn í svefnherbergið. Dyraskreytingarnar eru t barrock stíl og hurðin klæddflaueli. á fót tlskusýningum, áður en ég lét til skarar skríða árið 1955. Þá efndi ég til fyrstu sýningarinnar með því fyrirkomulagi sem nú ríðkast hér. - Verslun Báru 1 Austurstrætinu er talsvert sérstök verslun. Að hvaða leyti er hún ólík öðrum verslunum Bára? ...læt ekki stjðmast um of af sveiflum tískunnar... - Ég hef rekið þessa vcrslun í nær 25 ár með sama sniði. Ég versla aðallega með fatnað frá Banda- 4 VIKAN 44.TBL. En Pétur á líka mörg önnur áhuga- mál. Um helgar fer hann á sklði, í gönguferðir eða á skyttirí. Hann tekur líka góðar Ijósmyndir og á safn mynda. Hann er formaður félags áhugamanna um sjávarútvegsmál og hefur unnið ötullega að kynningu á þýðingu landhelginnar fyrir íslend- inga. Pétur er mjög góður mála- maður, segir Bára, og talar spænsku, frönsku, þýsku og ensku. Hann hefur átt tnjög gott með að komast inn 1 erlend mál, og er það kannski vegna þess, hve gott minni hann hefur. Pétur lætur lítið yfir þessum hrósyrðum og vill greinilega ekkj státa sig af kunnáttu sinni um of. Árið 1967 fór Pétur til Sovét- ríkjanna. - Menn, sem hafa áhuga á heims- pólitík og hugmyndafræði eins og marxleninismanum, verða að kynnast Sovétríkjunum af eigin raun, því að þau eru svo stór þáttur í valda- hlutfalli heimsins. Miðað við þau heljarátök, sem áttu sér stað í land- inu 1 styrjöldinni, og því efnahags- hruni og mannfórnum, sem "þjóðin varð að þola, er erfitt að gera sér þau í hugarlund, nema að koma þangað. Ég vildi líka kynnast rúss- neskri sögu, stjórnmálum og listum í sínu eigin heimalandi. Meðal annars þess vegna fór ég austur á Volgubakka til Stalingrad, en þar má segja, að styrjöldin hafi snúist við í Rússlandi og Þjóðverjar beðið sinn fyrsta stóra ósigur. - Það er erfitt að ímynda sér þær geysilegu fórnir, sem rússar færðu í heimsstyrjöldinni, þegar nær allt landið fyrir vestan Moskvu var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.