Vikan

Tölublað

Vikan - 30.10.1975, Blaðsíða 17

Vikan - 30.10.1975, Blaðsíða 17
dregið yfir andlitið á honum? Sennilega ekkert annað en óljósar myndir og hann myndi ekki hafa hugmynd um það eftir ó. Þetta yrði allt eins og óljós draumur i huga hans, anngð mein hlyti hann ekki. — Ég fer til borgarinnar strax, sagði Kári. — Ég kem svo i kvöld með peningana. Martin hugleiddi, hvort hann ætti að segja honum frá þessu at- viki með strákinn, — að strákur- inn hafði rankað við sér og æpt. Eða um konuna á ströndinni? En hann féll frá þvi. Þeir yrðu búnir að fá alla peningana i kvöld og þá skipti þetta ekki máli lengur. Það myndi enginn fá að vita þetta, nema þeir sem að þvi stóðu. Martin var einp. Hann lagði kapal og hlustaði vel á fréttirnar i útvarpinu, en það var engin til- kynning um barnsrán. Klukkan átta kom Kári Dahl. Martin sá strax á kvikum hreyfingum hans, að eitthvað hafði farið úrskeiðis. Hann skellti hurðum og fleygði skjala- möppunni frá sér á stól. — Hvað er nú aö? Engir pening- ar? — Fjandinn hefur komist i þetta. — Lögreglan? — Ég var rétt hjá mótstaðnum löngu áður en hann átti að koma með peningana, til að athuga all- ar aðstæður. Hann hafði lofað þvi hátiðlega, þegar ég talaði við hann i sima, að hann myndi örugglega ekki blanda neinum i þetta, hvorki lögreglu né öðrum, en mér er ljóst, aö hann var ábyggilega búinn að tilkynna lög- reglunni i þetta. Ég sá þá allstaðar i kringum staðinn, ég þekki nokkra þeirra frá gamalli tið. Kári talaði aldrei um fortiö sina og Martin vissi ekki mikið um hann.annað en það, að einhvern tima hafði það hrokkið út úr Kára, að hann hefði átt i brösum við lögregluna. — Hvað skeði? spurði hann, máttlaus af ótta. — VildU þau ekki borga? Ég hefði þó haldið að kon- an hans tæki ekki annað i mál... — Það var einmitt lóðið, tók Kári fram i fyrir honum. — Hún fékk hjartaáfall, þegarhúnsá að drengurinn var horfinn og las bréfið, sem lá á rúmi hans. Vold sagði frá og nú er ég hræddur um, að hann hafi meiri áhuga á að ná i okkur en strákinn. Þú getur bókað, að hann tekur ekki tillit til þess, að þetta er hans eigið af- kvæmi, meðal þessa fólks er sið- fræðin ekki á hávegum höfð. — Hvað áttu við? spurði Martin og hann var orðinn þurr I munn- inum og fann hvernig blóðið ólgaði i slagæðinni við gagnaug- un. Hann skýnjaöi varla það sem Kári var að segja. Það eina, sem hann hugsaði, var um konuna á ströndinni. Ef allt færi i handa- skolum þá yrði send út lýsing i öllum fjölmiðlum og þá myndi þessi kona hugsa um morguninn á ströndinni, þvi sennilega hefur hún heyrt bæði i bilnum og öskrin i stráknum. Skyldi hún hafa þekkt biltegundina, Peugeot 504? Gat hún hafa séð númerið á bilnum? Tekið eftir toppgrindinni og loft- netinu á bilnum? Ef hún hefur haft venjulega eftirtektarhæfileika, þá hefur hún eflaust séð þetta allt saman. — En það verður aldrei hægt að rekja þetta til okkar, svona heiðvirðra borgara, eins og við erum.... Og þeir sem ætluðu aðeins að hvila. sig stundarkorn, áður en þeir gætu náði nægilegt fé, til að komast út úr skuldabraslinu, áttu von á þvi, svo þeir gætu iosnað við áhyggjur af ágangi skuldheimtu- manna. Ef þetta tækist ekki, yrðu blöðin ekki lengi að komast að svikum þeirra i byggingaiðnaðin- um. Blaðamenn bókstaflega klæjaði i fingurna eftir þvi að geta flett ofan af þvi. En allt var það hreinn barna- matur, samanborðið viö þaö sem myndi ske, ef barnsránið kæmist upp og hægt væri að rekja það til þeirra. Honum varð hrollkalt við þá til- hugsun. Það myndi reka smiðs- höggið á skilnað hans og Babben, — já og börnin myndu snúa sér frá honum með viðbjóði. Nú voru þau öll á Kanaríeyjum og þar var Vera lika, kona Kára og stelpu- gálan þeirra.... Honum varö flökurt, þegar hann hugsaði um allt það hneyksli, sem þetta myndi valda. Tveir æru- verðugir borgarar i fangelsi. Hann sá fyrir sér fyrirsagnir blaðanna. Nei, það mátti aldrei ske. Hann kreppti hnefana. Þeir urðu að finna einhverja leið úr ógöngunum. — Það besta sem við getum gert, er að biða þangað til móðir hans (hann leit i áttina til her- bergisins, þarsem drengurinn lá) jafnar sig. Ég held að við ná- um aldrei neinum peningum út úr Vold.... — Við erum i hræðilegri klipu, Kári, sagði Martin. Kári pirði augunum og hætti við að súpa á glasinu. — Hvað áttu við? Þegar Martin hafði sagt honum allt um ópið i drengnum og kon- una á ströndinni, var ásjóna Kára jafnhvit og hnúarnir á fingrun- um, sem héldu á glasinu. Og þegar Martin hafði lokið sögu sinni, skellti hann glasinu á borðið og bölvaði. Svo sagði hann: — Þegar þetta er tekið til at- hugunar, er það aðeins tima- spursmál hvenær þetta kemst allt upp. Ef hún kann að leggja saman tvo og tvo, kemst hún að þvi að það verða fjórir... — Hvað eigum við að gera? sagði Martin. Hann heyrði sjálf- ur, að rödd hans var orðin skræk og áður en hann sagði siðasta orðið var honum ljóst svarið. Hann sá fyrir þá andstyggilegu staðreynd, að þeir voru komnir i algerar ógöngur og réðu ekki við þetta, nema með einu móti. — Hún er stórhættuleg, sagði Kári hugsandi. Svo sagði hann ákveðinn: — Við verðum að finna upp eitthvert ráð, til að tala við þessa manneskju, vita hvað hún veit og hvort hún hefur sagt ein- hverjum öðrum frá þessu. Við þurfum lika að komast að þvi hvort hún býr þarna ein.... Hann fór inn i baðherbergið, tók glas úr lyfjaskápnum og á þvi stóð: Verodorm. — Þetta eru svefntöflur, sem konan min keypti, siðast þegar viö vorum á Kanarieyjum, sagði hann og leit um öxl. — Við getum gert þetta snyrtilega og kvala- laust fyrir hana....vonandi. Með kvöldinu lagðist þokan yfir ströndina. Marta stóð við glugg- ann og jafnvel gegnum rúðuna, fann hún iskalt loftið leggjast að sér og allt var hulið grárri móðu. Hún sá aðeins útlinurnar af stóra furutrénu, sem stóð rétt fyrir ut- an húshornið. Hún ók sér og ákvað að kveikja upp i arninum. Hún heyrði að bill var stöðvaður þarna úti i þokunni og fann strax til eftirvæntingar. Vin- ur hennar og starfsfélagi, sem hún hafði mikið dálæti á, hafði haft orð á þvi, að hann myndi kannski heimsækja hana ein- hvern daginn.... En þegar drepið var á dyr og hún opnaði, sá hún tvo menn, sem hún kannaðist ekkert við. Þeir heilsuðu henni hæverkslega og annar þeirra kynnti sig sem Han- sen lögregluforingja. — Við erum að rannsaka alveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.