Vikan - 30.10.1975, Blaðsíða 5
Vinnuherbergi Péturs er í miðaldastíl
m,eð rauðum þykkum gluggatjöld-
um. Þar er fjöldi bóka um söguleg
og alþjóðleg málefni, og eins og sjá
má á myndinni er skrtfborð Péturs
hlaðið skjölum og ritum, sem bera
vott um athafnasemi hans og starf
lagt 1 rúst og 20 milljónir manna
fórust, án þess að upplifa staði
eins og Leningrad og Stalingrad.
Ég hef hvorki fyrr né síðar komið
á stað, sem hafði jafnmögnuð áhrif
á mig og grafreiturinn fyrir utan
Leningrad, en þar eru jarðneskar
leifar 1.5 milljón íbúa.
- Áþekkir staðir eru í Stalingrad og
fyrir utan Madrid á Spáni. Þar
er minnismerki um þá, sem féllu
í borgarastyrjöldinni, dalur hinna
föllnu, en þangað hef ég llka komið.
Að tala um svona hluti, án þess aó
hafa komið þangað, er tómt mál,
segir Pétur og brosir.
...ekki von til þess
að þjóðaisamstaða
naist um þetta
mál.
- En það er landhelgismálið, sem
er mitt hjartans mál um þessar
mundir. Aðalmálið er nú að mínu
áliti, hvers vegna talað er um að
veita útlendingum hlutdeild t þjóð-
arauð íslendinga eftir að Haagdóm-
urinn hefur lýst því yfir, að 12
mílna reglan sé dauð, og að þeir
eigi engan rétt I okkar þjóðarauði.
Á meðan þessari spurningu er enn
ósvarað, er ekki von til þess að
þjóðarsamstaða náist um þetta mál.
' - Ég er sammála Pétri, segir Bára.
Hefði faðir minn lifað nú, hefði
hann glaðst yfir hlutdeild Péturs í
þessu máli. Hann var mikill þjóð-
arvinur og lét sig sjávarútveg miklu
skipta.
Nú er farið að rökkva úti, og senn
er von á gesti þeirra hjóna, herra
Fuller. Ég hef setið allt of lengi
og tafið fyrir þeim Pétri og Báru,
sem hafa þann sið að taka alltaf
vel á móti gestum. Þetta hefur
verið ánægjulegt kvöld og margt
skemmtilegt skrafað, en nú verð ég
að kveðja og þakka fyrir mig og
gefa heimilisfólkinu tækifseri til að
búa sig undir að taka á móti næsta
gesti.
Á.K.
Svefnherbergið er mjög óvenjulegt
eins og annað hjá Báru og Pétri.
Bleikir litir eru þar allsráðandi, og hér
sjáum við hvildarbekkinn, sem er
klœddur bleiku flaueli. Slíkt hús
gagn er vafalaust sjaldséð í íslenskum
svefnherbergjum.
44. TBL. VIKAN 5