Vikan - 30.10.1975, Blaðsíða 39
Ég man ekki til aö hafa séö
kennslukonu lita svona út. Þaö er
vist rétt aö tlmarnir breytast.
Henni varö ósjálfrátt litiö niöur
á fleginn kjólinn og dró kápuna
betur aö hálsi sér.
— Ég er skipaverkfræöingur,
hélt hann áfram. — Ég er á leiö
heim eftir að hafa lokiö verki út
úti á landsbyggðinni.
Hann stöövaöi skyndilega bil-
inn, svo það iskraöi i hemlunum.
Voru þau þá komin? Brit fann
fyrst núna hve örþreytt hún var.
Hann drap á vélinni og sneri sér
að henni.
— Þaö er eitt, sem mig langar
til að spyrja þig um, sagöi hann
og leit ekki af henni. Augu hans
virtust alveg svört I daufum ljós-
unum i mælaborðinu. Hann
hrukkaöi dökkar brúnirnar og var
eitthvað svo drengjalegur á svip.
Já, hann minnti hana á strákana,
sem hún var aö gjóta augunum
til, áður en hún hitti Bernt. —
Hvernig má það vera, aö þú skul-
ir eiga fjórtán ára dóttur?
Hún fór að hlæja. — Ég giftist
þegar ég var nitján ára. Ef þú
leggur siðferðilega áriö við, þá
geturðu reiknað út hve gömul ég
er! Hún sneri sér snögglega að
honum, þrýsti öxl hans og sagði:
— Þakka þér innilega fyrir alla
hjálpina!
Svo flýtti hún sér út úr bilnum
og heyrði aö hann tók strax af
stað aftur.
— Ég vona að þú fáir drenginn
þinn heim á morgun! kallaði hann
á eftir henni. Hún sneri sér við og
veifaði til hans og sá bilinn svo
hverfa út á veginn.
Hún fann Lotte steinsofandi i
stóra stólnum, sem Bernt var
vanur að sitja i. Hún var krimótt i
framan af storknuðum tárum.
— Elsku litla stúlkan min, sagði
hún, þegar Lotte rumskaði. — Ég
skal koma með þér upp.
Lotte leit á móður sina, svolitið
undrandi og syfjuleg.
— Erik? sagði hún spyrjandi.
— Hann varð að vera eftir á
sjúkrahúsinu. En það er ekki
hættulegt. Nú geturðu sofið róleg,
þú ert búin að standa þig vel. Hún
breiddi vel yfir Lotte, læddist út
úr herberginu og lokaði á eftir
sér. Hún forðaðist að lita til op-
inna dyranna inn i herbergi Er-
iks. Hún gat ekki afboriö aö sjá
tómt rúmiö og gamla þvælda
bangsann hans og uppáhaldsbil-
ana á náttboröinu.
Hún gekk hægt niöur stigann og
inn i svefnherbergið sitt. Hún var
alltof þreytt til aö þurrka af sér
andlitsfarðann og fötunum
fleygði hún á gólfið, svo skreið
hún skjálfandi undir sæng. Þá
loksins gat hún látið eftir sér að
gráta og hún grét þangaö til tára-
lind hennar virtist þurrausin, en
henni hafði létt mikiö. Svo lá hún
vakandi og starði út i myrkrið, og
fann sviðann i augunum smá
réna. Atburðir kvöldsins runnu
fram i hugskoti hennar, hver af
öðrum: Hversdagslegir gull-
hamrar, heitir likamir mann-
anna, sem dönsuðu við hana. Ótti
Lotte og bilaði siminn, sjúkrahús-
ið. Mads Vangel... Hún fann allt i
einu óljósan ilm, sem á einhvern
hátt toldi við hendur hennar, eftir
aö hún haföi þrýst öxl hans i
þakklætisskyni. Henni hitnaði
skyndilega. Hún fann ennþá
snertinguna við hrjúfan og
skeggjaöan vanga hans, regluleg-
an vangasvipinn og munnsvipinn,
sem var nokkuð óljós.
Mads Vangel... Hún ýtti til hlið-
ar öllum skuggamyndum frá ung-
lingsárunum og sló þvi föstu, aö
hann væri aðeins venjulegur,
hjálpsamur náungi.
Hún svaf I nokkra klukkutíma,
en þegar hún ætlaði að hringja til
sjúkrahússins, var siminn jafn
steindauöur og um nóttina.
— Siminn var lika bilaður sið-
degis I gær, þegar ég ætlaði aö
hringja til Lisu, sagði Lotte
skömmustuleg, — en ég gleymdi
að segja þér frá þvi.
— Ég hringi i viögeröarþjónust-
una, sagði Brit og ákvað að fara i
strætisvagninum til sjúkrahúss-
ins.
Erik var fölur, en honum leið
miklu betur og hún fékk að taka
hann heim með sér. Hún las upp-
hátt fyrir hann, þangað til staf-
irnir fóru að dansa fyrir augum
hennar, en hún haföi engan til aö
leysa sig af hólmi. Lotte var farin
til vinkonu sinnar. Ég ætti að
hringja til Bernts, hugsaði hún.
Hann hefur ekki náð sambandi
við númerið okkar, ef hann hefur
reynt að hringja I gær og fer þá að
hafa áhyggjur... En hann hefði nú
sennilega gott af þvi!
Nei, þetta var ekki fallega
hugsað. Það var ekki hans sök
eingöngu, að hún hafði verið ein i
þessum vandræðum.
Hún hafði aö visu ekki verið ein.
Hún hafði sannarlega fengið góða
aöstoö. Mads Vangel... Hvað
höfðu þau eiginlega talað um?
Ekkert sérstakt, ekkert annað en
hversdagsleg málefni, börnin sin,
fjölskyldur sinar, húsin og þetta
skemmtilega umhverfi.
— Lestu meira mamma! sagði
Erik óþolinmóður.
Hún las með svo miklum fjálg-
leik sem henni var mögulegt, þótt
hún væri sannarlega ekki með
hugann við lesturinn. Hugur
hennar reikaöi sinar eigin braut-
ir. Hún vissi eiginlega ekki sitt
rjúkandi ráð. Hvað var það við
þennan Mads Vangél, sem kom
henni til að óska eftir frekari
kynnum við hann? Var það ákaf-
inn bak við háttvisa framkomu
hans? Eða var það drengjalegt
útlit hans, sem kallaði á einhverj-
ar móðurtilfinningar I henni
sjálfri?
— Og svo fengu börnin sina
ráöningu, en boröuðu samt kök-
una af bestu lyst, lauk hún lestr-
inum og lagði frá sér bókina um
búálfinn með hattinn.—Þig lang-
ar kannski lika i köku, Erik?
sagði hún. — Og stórt glas af
ávaxtasafa?
Daginn eftir hringdi hún i við-
gerðaþjónustu simans i fyrstu fri-
minútunum. Hún hafði haft um-
sjón með friminútunum, svo hún
var I prýðilegu skapi til að
kvarta.
— Siminn er lokaöur, sagði
konurödd, sigri hrósandi.
Brit stóð grafkyrr i simaklefan-
um. Hún skildi alls ekki hvað
manneskjan var að fara.
— Siðasti reikningur hefur ekki
verið greiddur og við höfum
hringt árangurslaust, til aö segja
yöur frá þvi, en það svaraði aldrei
neinn.
Brit tautaði einhverja afsök-
unarbeiðni og sagðist greiöa
reikninginn strax og hún kæmist
til þess. Svo fór hún að hugsa. 1
miðjum teiknitimanum mundi
hún það allt i einu, að hún hafði
sent simareikninginn til Bernts,
— bæði reikninginn og itrekanirn-
ar. Og hún hafði gleymt að spyrja
hann hvort hann væri búinn að
greiða reikninginn. Hún hafði
reyndar tekið það sem gefið. Hún
varð glóheit af reiði. Og þegar
einn drengjanna var nokkuð há-
vær, sendi hún hann strax fram á
gang, en slikt hafði hún aldrei
gert áður.
— Það hefði verið þér að kenna,
ef eitthvað hefði skeð með Erik,
saoði hún reiðilega, þegar Bernt
hringdi til hennar um kvöldið, 'en
hann kom af fjöllum.
— Brit, þú mátt ekki gera svona
mikiö veður út af öllu'. Ég hafði
ekki peninga þá stundina, en svo
gleymdi ég reikningnum. Það er
mjög einfalt mál.
— Jæja, reikningurinn er nú
greiddur, sagði hún kuldalega. —
En það skal ég segja þér, að það
verður langt þangað til ég legg I
þann kostnað, að hringja i land -
simann. Þú mátt bóka það.
Hann kemur heim eftir hálfan
mánuð, hugsaði hún þreytulega.
Við verðum að reyna að finna ein-
hvern grundvöll fyrir framtiðará-
ætlunum okkar...
Eftir óvenjulega erfiðan dag,
og hún vissi með sjálfri sér, að
hún hafði sannarlega ekki lagt sig
fram eftir megni og ein besta
telpan I bekknum haföi dottið og
brotið úr sér framtönn, fór að
rigna, einmitt þegar hún var að
leggja af staö heim. Þaö var eng-
inn, sem átti samleið með henni,
svo hún hafði enga von um bil-
ferð. Hinir kennararnir voru
farnir heim, en Brit hafði seink-
\
v A
Vogar-
merkift
24. sept. —
23. okt.
Þú verður fyrir verð-
skuldaðir gagnrýni i
vikunni. Fyrir alla
muni stökktu ekki upp
á nef þér, heldur bættu
ráð þitt. Einn kunningi
þinn sýnir þér vott af
fláræði, gefðu honum
gott spark, i eitt skipti
fyriröll. Heillatala þin
er 2 og litur rautt.
24. okt. —
23. nóv.
ÞU færð mikinn tima
til þess að sinna á-
hugamálum þinum og
er það gott. Það er
eins og þú sért að gera
þér smásaman grein
fyrir þvi hvað það er
bráönauðsynlegt að
hafa eitthvert áhuga-
mál, sem lokar úti allt
amstur hversdags
leikans.
23. nóv. —
21. des.
ÞU eignast nýjan fé-
laga, sem þú átt eftir
aö eyða mörgum fri-
stundum með. ÞU hef-
ur fengið ábyrgðar-
mikið verkefni, sem
þú leysir með prýði
sökum góðra að-
stæðna. Einhverjar
ógnanir og hættur
virðast steðja að um-
hverfi þinu.
22. des. —
20. jan.
ÞU gerir miklar breyt-
ingar i sambandi við
aðbUnað fjölskyldu
þinnar. Maður, sem
hefur litið komiö við
sögu þina, gerist nU
hin mesta hjálpar-
hella. ÞU færð fréttir
af kunningjum, sem
dvelja fjarri þér.
Heillatalan er 4.
21. jan. —
19. febr.
Þaö hafa orðið nokkr-
ar breytingar á högum
þinum um stundar-
sakir. Varastu öll fjár-
utlát og peningasóun,
sem þó er mjög freist-
andi. Fyrir nokkru
fórstu á skemmtun,
sem getur haft óþægi-
legar afleiðingar.
20. febr. —
20. marz
ÞU átt erfítt meö að
standast allar freist-
ingar og verður að
leggja hart að þér til
þess aðsigrastá þeim.
Eyddu fritima þinum i
iþróttir,það gerir löng-
unina i skemmtanir
minni. Hafðu gát á
græneygðu fólki.
44. TBL. VIKAN 31