Vikan

Tölublað

Vikan - 30.10.1975, Blaðsíða 35

Vikan - 30.10.1975, Blaðsíða 35
Elizabeth von Toro. Masma Maliamu ,,varð fyrir b'tl“. Petta er hin opinbera brúðkaups- mynd af Söruh og Idi Amin. Þa3 verður víst ekki á hann Idi Amin ugandaforseta logið. Hann er nú orðinn fimmtugur karlinn, og nýlega gekk hann að eiga nítján ára stúlkukind úr hern- um sínum. Sú útvalda heitir Sarah Amin, og kunnugir segja, að hún hafi ekki verið sérlega hýr á svip- inn brúðkaupsdagana. Þeir voru nefnilega tveir, því að auk vígsl- unnar sjálfrar var gerð sjónvarps- kvikmynd um brúðkaup þeirra Idis og hennar. Við brúðkaupið var Idi klæddur marskálksbúningi, en brúðurin var hvítklædd að kristnum sið. Þó var Sarah ekki óflekkuð mær, þegar vígslan fór fram, því að hún hafði þegar alið Idi sínum erfingja. Sarah er sjötta í röðinni af þeim konum, sem Amin hefur kvænst opinberlega, en hann hef- ur ekki síður verið duglegur við að hrista þær af sér en ganga að eiga þær. Árið 1974 fannst lík Key Amin í farangursgeymslu bifreiðar, og margir létu að þvi liggja, að forsetinn hefði skipað svo fyrir, að hún yrði mvrt. Bernadette Olowo, sem er sendi- herra Uganda í Vatikaninu og Sambandslýðveldinu Þýskalandi, hefur þó andmælt þeim orðrómi harðlega .og margsinnis lýst því yfir, að ekkert sé hæft í honum. Masma Maliamu særðist alvar- lega, þegar herflutningabifreið ók yfir hana. Sumir halda því fram, að „slysið“ hafi hent samkvæmt fyrirmælum forsetans. Og allir þekkja víst söguna af Elizebeth von Toro. Hún var um hríð utan- ríkisráðherra Uganda og tókst jafnvel að vekja samúð ólíklegustu manna og ríkja vegna fegurðar sinnar. En F.lizabeth féll í ónáð, var rekin úr landi, og Amin hefur hundelt hana síðan. Eitt sinn fyr irskipaði hann til dæmis öllum blöðum í Uganda að birta nektar- myndir, sem hann sagði vera af Elizabeth, en hún var raunar Ijós- myndafyrirsæta, áður en hún hóf störf í þágu forsetans. í annað sinn breiddi Amin út þann orð- róm, að Elizabeth hefði haft mök við hvítan mann á salerni á Or!y- flugvelli í París, og kvaðst hann hafa næg sönnunargögn í hönd- unum til þess að fylgja sögu sinni eftir, ef honum þætti ástæða til. Elizabeth býr nú í London, og hún staðhæfir, að forsetinn Iáti svona, vegna þess að hún hafi neit- að honum um blíðu sfna. Raunar hefur það hevrst, að Elizabeth sé nú með barni, en engum getum hefur verið að því leitt, hver hafi gert henni barnið. Það skyldi þó ekki vera sjálfur Amin? Auk Söruh á Amin nú tvær opinberar eiginkonur — Nor ’h, sem ól forsetanum tvíbura árið 1972, og Mömu Madinu, sem hann trúlofaðist sama ár. Enn hef- ur ekkert hent þær, en einhver myndi í þeirra sporum óttast um líf sitt eftir það, sem á undan er gengið. Og Sarah sjálf hlýtur að spyrja sig þessarar spurningar: Er hann ekki begar búinn að finna einhverja í þinn stað? 44. TBL. VIKAN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.