Vikan

Eksemplar

Vikan - 22.04.1976, Side 3

Vikan - 22.04.1976, Side 3
EINFMDUR ■x&mrnmia EFNI: 1 sæti 70 x 175 sentimetrar, eða sú lengd, sem hæfir á hverjum stað. Smíðað úr 16 millimetra þykkri spónaplötu. 2 hliðar 23,4x 175 sentimetrar úr 16 millimetra þykkri spónaplötu. 2 gaflar 23,4 x 66,8 senti- metrar úr 16 millimetra þykkri spónaplötu. 60 skrúfur, 40 millimetra langar, og trélím. VINNULÝSING: Sagið alla hlutana niður eins og segir hér að ofan. Límið og skrúfið saman kassann, límið og skrúfið síðan sætið á. Slípið og málið. Ef þið viljið, getið þið sett lamir á sætið, svo að undir því myndast geymslurúm. Sófi meðfram heilum vegg getur farið Ijómandi fallega hvar sem er, og þessi er sá einfaldasti og ódýrasti, sem hugsast getur, búinn til úr kassa smíðuðum úr spónaplötum. Hann má hafa af hvaða lengd sem er, og einnig má smíða hann í tveimur til þremur hlutum, ef vill. Hann getur verið sófi og rúm í senn. Inn á milli sessanna getur sófinn verið borð, og einnig til beggja enda eins og á myndinni. Á myndinni er sófinn málaður hvít- ur, en auðvitað má hafa hann í hvaða lit sem er. Gætið þess aðeins, að velja saman fallega liti á kassanum og púðunum og sessunum.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.