Vikan

Tölublað

Vikan - 22.04.1976, Blaðsíða 6

Vikan - 22.04.1976, Blaðsíða 6
Spánverjar boröa ve/ og mikið, og sagt er aö spönsk húsmóðir standi í eldhúsinu 7 tíma á dag við matarundirbúning. fjarlægjest hvort annað og lifa sitt í hvorum heiminum. — Nú hefur páfinn á kirkjuþingi fordæn'. hina útivinnandi húsmóður og bent eindregið á það, að staður konunnar sé inni á heimilinu. Verður þetta ekki mikil samviskuspurning fyrir kaþólsku konuna, sem kannski verður að vinna utan heimilisins? — Alls staðar, þar sem viðhafðar eru reglur 6 VIKAN 1 7. TBL. Ekki má gleyma hvitlauknum sem er ein aðal- undirstaðan íspánska matnum. og bönn, sem verða fólki stundum ofviða, gerist eitt og annað á bak við tjöldin og stundum í skjóli kirkjunnar. Þetta skapar „dubbel-moral" og verður til þess, að fólk neyðist til að grípa til lyginnar oft og iðulega til að fela eina og aðra misfellu eða mistök, sem við hér norður frá myndum kalla mannleg mistök og líta tillitssömum augum. — Auðvitað hefur kirkjan slakað á sínum kröfum eftir breyttum lífsháttum og gildismati, en hún hefur kannski ekki fylgst nógu vel með tímanum. Til dæmis hefur páfinn ekki enn lagt blessun sína yfir pilluna til getnaðarvarnar, en auðvitað er hún notuð, þótt það sé í óþökk kirkjunnar. — Óteljandi persónulegir harmleikir hafa átt sér stað, vegna þess að kaþólikkum leyfist að gifta sig aðeins einu sinni á ævinni, jafnvel ekklar og ekkjur hafa ekki fengið leyfi til að ganga í hjónaband öðru sinni. Og hversu margar ekkjur skyldu hafa verið á Spáni eftir borgarastríðið? — Nú fórst þú ung að heiman, hvernig tókst þér að fá fararleyfi og brjóta gamla hefð, sem sagði, að ungar stúlkur ættu að búa í föðurhúsum, þar til þær giftust burt? — Það tók mig fyrst tvö ár að fá leyfi til að fara yfir á næstu eyju, Tenerife, því þá urðu unglingar ekki sjálfráða fyrr en 21 árs gamlir, þótt nú miðist það við 18 ár. — Ég var ákveðin í því að lesa læknisfræði, og þar sem þá var enginn háskóli á Gran Canaría, var ekki um annað að ræða en fara yfir á Tenerife. Faðir minn var dræmur á að sleppa mér burt, því eins og aðrar stúlkur á þessum tímum hafði ég alltaf haft fylgd, ef ég fór eitthvað út. Nú eftir að ég hafði verið að nudda þetta í tvö ár, fór móður minni að leiðast þófið og sagði við föður minn, að ef hann ekki gæfi mér faraleyfi, þá gerði hún það sjálf. — Ég lauk fyrsta ári læknisfræðinnar á Tenerife, en þurfti svo að fara yfir til meginlandsins til að halda áfram. Foreldrum mínum virtist ofraun að sjá af mér burt í svo langan tíma, en mér tókst nú samt að kría út fararleyfi til að fara til Englands og Þýskalands undir því yfirskini að læra málið. — En síðan millilentir þú aftur í Englandi á leiðinni til Íslands. Hvað varst þú þar lengi? — Ég ílengdist þar í heil 14 ár og varð mér þar úti um hjúkrunarmenntun og íslenskan eiginmann. Ég verð að viðurkenna, að ég var ákaflega fáfróð um island og íslendinga, og mig minnir, að ég hafi spurt manninn minn, þegar ég fyrst hitti hann og hann sagði mér, að hann kæmi frá íslandi, hvort hann væri fæddur á ísjaka. En það var nú kannski meira í gríni en í alvöru. — Eftir veru þína í Englandi hefur þú verið búin að venjast veðurfari og hugsunarhætti norðurevrópubúa. Þótt margt sé ólíkt með bretum og íslendingum, heldur þú samt ekki, að það hefðu orðið of mikil viðbrigði að flytjast beint frá Spáni til íslands? — Ég vann sem hjúkrunarkona öll þessi ár í Englandi og fór að vinna á Landakotsspítala tveimur mánuðum eftir að við fluttumst til íslands 1971. Það voru geysileg viðbrigði að koma af breskum spítala, þar sem viðhafðar eru ströngustu herreglur og stéttaskiptingin mikil. Mörkin milli yfirlækna, undirlækna, hjúkrunarkvenna og nema eru óbrúanleg. Yfirlæknirinn er eins og guð almáttugur óskeikull og allsráðandi, þar sem hann skálmar um gangana með heila prósesíu af skjálfandi undirmönnum á eftir sér. — Ég var auðvitað alltaf ávörpuð ,,nurse Golcalves". Hér á Landakoti var ég María frá fyrsta degi, einfaldlega María. Ég held, að það hljóti að vera sjúklingunum til góðs, ef andrúmsloftið er létt og óþvingað meðal starfsfólksins, einsog ég hef fundið hér. Þegar allt kemur til alls, erum við öll að vinna fyrir sömu hugsjón og hagur sjúklinganna á alltaf að sitja í fyrirrúmi. — Það er starfið, sem alltaf hefur bjargað mér. Það er alltaf þörf fyrir hjúkrunarkonur, þær geta gengið inn í vinnu, hvar sem er á hnettinum, og þegar ég er komin í hvíta sloppinn, verður tilveran alltaf björt fyrir mér, því þetta starf veitir mér ákaflega mikla fullnægingu og gleði. Nú ber María Theresa fram kaffi og íslenskar rjómapönnukökur, og litli fallegi sonur hennar á öðru ári er ekki lengi að verða sér úti um eh.z. Talið berst nú að sameiginlegri fæðu íslendinga og spánverja, nefnilega saltfiskinum íslenska, sem þykir lúxuxfæða þarna syðra og nefnist á máli innfæddra „bacalao", sem þýðir réttur og sléttur þorskur. Meðan við öldum saman höfum matreitt okkar „bacalao" á þann einfaldasta hátt, sem hugsast getur, soðinn með floti og kartöflum, kunna spánverjar ótal útgáfur og tilbrigði, og blaði maður í spænskri kokkabók, má líta þarna yfir 20 gómsætar saltfiskrétti. — Eiga nú spánverjar að fara að kenna þorskþjóðinni, íslendingum, að elda saltfisk, kann einhver að spyrja? Já, því ekki það, og við fáum Maríu Theresu til að gefa okkur sína uppáhalds saltfiskupp- skrift, sem við birtum hér með hennar leyfi. Spánverjar eru miklir matmenn, og hús- móðirin ver meiri hluta dagsins til að undirbúa tvær heitar, þriggja rétta máltíðir. Hráefnið verður að vera ferskt, og þess vegna fara allar spænskar húsmæður út til matarkaupa á hverjum morgni og verja miklum tíma í að bíða við hin fjölmörgu markaðsborð.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.