Vikan

Útgáva

Vikan - 22.04.1976, Síða 21

Vikan - 22.04.1976, Síða 21
Móðir min hafði sérkennilega kimnigáfu. Nú til dags hefði hún verið talin illgjörn, en i þá daga var þetta kallað stríðni. Faðir minn var vanur að segja: — Hún er bara að spauga Dodie, þú mátt ekki taka hana svona alvarlega. Og samt tók ég hana alltaf alvar- lega. í hvert skipti trúði ég henni, og oft varð ég skelfingu lostin. Ég man til dæmis, hvernig hún reyndi að fá mig til að hætta að naga neglurnar. — I öllum bænum Dodie, sagði hún, hefurðu hugmynd um, til hversþessi ósiður getur leitt. Hver smáögn, sem þú bitur af nöglum þinum, rennur niður í maga og borast inn í þarmaveggina. Og svo fer að blæða. Þegar allt er orðið fullt af hol- um innan i þér, þá bara deyrðu! Ég trúði henni eins og nýju neti og nagaði neglurnar af helmingi meiri ákafa en áður af einskærri örvæntingu. Þegar ég svo fékk fyrstu blæðingarnar þrettán ára, án þess að nokkrum hefði dottið í hug að búa mig undir það, þá þóttist ég þess fullviss, að nú rættist spá- dómur móður minnar, og ég lá vakandi heila nótt og beið dauða mins. Næsta dag sleppti ég mér algjörlega í örvæntingu minni inni á klósetti í skólanum, og það féll í hlut ungs og elskulegs kennara að leiða mig í allan sannleika um þetta mál. Ég þorði aldrei að trúa mömmu fyrir þessu af ótta við reiði hennar. Nú er mér hins vegar ljóst, að henni hefði örugglega fundist það drep- fyndið. Það var áreiðanlega um svipað leyti, sem mamma sagði mér frá tikkandi köngullónni. Faðir minn þurfti mikið að ferðast vegna starfs sins, og þvi vorum við móðir mín oft einar heima i stóra, drungalega viktoríanska húsinu okkar með niðurníddum garðinum í kring. Mamma var fögur kona, og á það var ég stöðugt minnt af fólki, sembarokkurtværsaman. — Kæra íris, sagði það, það er blátt áfram ótrúlegt, hvað Dodie hefur erft litið af útliti þínu. Indæl telpa, en svo lík Franz... Franz, en svo hét faðir minn, var þjóðverji, góður maður, en svolitið fjarlægur. Hann hafði gott hjarta, en ekkert aðdráttarafl — að minnsta kosti ekki fyrir vini móður minnar. Hann var nokkru eldri en hún, svo- lítið heyrnardaufur og lítið fyrir samkvæmislíf. Ég held hún hafi gifst honum vegna peninganna, sem hann reyndist svo eftir allt saman fremur fastheldinn á. Ef til vill hefur hún einhvern tíma elskað hann. Um það er erfitt að segja nú. Þegar ég var barn, vissi ég svo lítið um ást, að ég hefði ekki getað sagt um það síðar, hvort hún var til staðar. Þegar faðir minn var að heiman, skemmti móðir mín sér af miklum móð. Hún hélt hvert boðið á fætur öðru, sem stóð fram undir morgun, og ég vaknaði oft síðla nætur við það, þegar gestirnir voru að kveðja. Mér var alltaf sagt að láta ekki sjá mig, þegar mamma hafði gesti. Fram til tíu ára aldurs var það heldur ekkert vandamál, því hátta- tími minn var hvort eð er svo snemma, að engir gestir komu fyrr en eftir þann tíma. En með árunum jókst heimavinnan fyrir rkólann, og þá varð ég að velja á milli eldhúss- ins og herbergis míns. Uppi á lofti var mjög kalt, jafnvel á sumrin, svo að venjulega kaus ég að vinna við stóra eldhúsborðið við yl frá gömlu góðu olíuvélinni. Ég var mjög skyldurækin að eðlis- fari og þyrsti í viðurkenningu, og ég lagði hart að mér til þess að ná árangri. Svo var það eitt kvöld seint i október, að ég var að grufla yfir nýrri aðferð í stærðfræði. Ég var svo niðursokkin í verk mitt, að ég veitti ekki beinlínis eftirtekt daufu hljóði, sem barst handan frá eldhússkápn- um. Skyndilega varð mér ljóst, að ég hafði heyrt þetta hljóð nokkuð lengi. Dauft hálfkæft tikk. Ég gekk yfir að skápnum og grandskoðaði hann, en fann ekkert. Ég sneri mér aftur að verkefni mínu, en þetta daufa tikk lét mig ekki í friði. Ég reyndi eins og ég gat að hlusta ekki á það og einbeita mér að bókunum, en það tókst ekki. Þetta var óþolandi. Þá gerði ég nokkuð, sem var vitanlega ófyrirgefanlegt. Ég fór inn í setustofuna, sem var full af háværu fólki, og kallaði á mömmu. Hún var klædd fölbleikum chiff- onkjól, há og grönn með ljóst upp- sett hár, og hún var eitthvað svo óraunveruleg. En óánægjublikið í augum hennar var raunverulegt, þegar hún kom í áttina til mín. — Dodie, elsku barn, hvað í ósköpunum dlt þú? Og hún ýtti mér út úr dyrunum með annarri hend- inni, en bandaði með hinni til gest- anna, að þeir skyldu halda áfram að skemmta sér. Þegar hún hafði hallað hurðinni, hvíslaði ég flaumósa: — Fyrirgefðu, en það er hljóð i eldhúsinu. Gremja hennar var auðheyrð: — Hljóð, hvaða hljóð? — Ég get ekki fundið það. Ég skil ekki, hvaða hljóð þetta er eða hvaðanþaðkemur. Mamma, komdu og gáðu, gerðu það. Hún elti mig með semingi. — Ég heyriekkert. — Hlustaðu mamma. Þarna, heyrirðu ekki tikkið? Ogþá heyrði hún það. —0 þetta, sagði hún áhugalaus. — Ég veit ekki, hvað þetta er. Skiptir það nokkru máli? Móðir mín var að sjálfsögðu eitt- hvað búin að smakka það. Það er vist hvort eð er ein ástæðan fyrir svona samkvæmum. En hvort sem hún var undir áhrifum eða ekki, gat maður aldrei vitað upp á hverju hún kynni að taka. Nú sagði hún: — Blessað barn, vertu ekki með neina heimsku, það er ekkert að ótt- ast, alls ekkert. Og sem snöggvast fannst mér hún næstum því vingjarnleg. Hún gekk í átt til dyranna, en sneri sér svo við og sagði: — Tikkandi köngulló, það er allt og sumt. Líklega hefur henni allt í einu dottið i hug gegndarlaus hræðsla mín við köngullær. Hversu oft hafði hún ekki sagt við mig: — Passaðu þig Dodie, það er köngulló undir rúminuþínu — og hlegið dátt, þegar ég hljóp æpandi út úr herberginu. Auðvitað átti ég aldrei að hlusta á hana, en ég var nú einu sinni svona gerð, tilfinninganæm og trúgjörn. Ég greip í handlegg hennar. FYRRI HLUTI — Hvað segirðu mamma? Ég vildi vita meira, þótt ég óttaðist það. sem ég kynni að hey ra. — Tikkandi köngulló. Hún er á bak við þilið, og tikkið stafar af því, að hún bankar með öllum átta fótunum til að reyna að komast út í gegnum þilið. Hafðu ekki áhyggjur afþví. Það getur tekið hana mörg ár. Ég starði á hana með hryllingi. Eins og ég hafði mikinn viðbjóð á köngullóm, þá fannst mér þó enn hræðilegra. að hún væri þarna inni- lokuð. Innra með mér átti sér stað undarleg togstreita hryllings og samúðar. — Farðu ekki! Farðu ekki! Ég skil ekki. Hvernig komst köngullóin þarna inn? Hvernig er hún? Mamma við verðum að gera eitthvað í þessu. Móður minni var ljóst, að hún hafði þarna lagt grundvöll að hryll- ingsefni, sem hún gæti notað út í æsar. Hún kom aftur inn í herbergið. — Ja, ég held það hljóti að vera þannig, að móðurköngullóin verpi eggjum sínum í viðinn, og þau eru mjög lengi að klekjast út. og þegar þau loksins klekjast út, þá er allt orðið svo þakið ryki og óhreinindum. að nýtt yfirborð hefur myndast. Svo liða mörg ár, þangað til nýja köngul- lóin er orðin nógu stór og sterk til þess að brjótast úr fjötrunum. Svo ótrúlegt sém þetta var. þá hvarflaði ekki annað að mér en að trúa þvi, og það vissi móðir mín Hún veitti orðum sínurn aukna áherslu, með því að sveifla hand- leggjunum fyrir ofan höfuð, og þar sem hún stóð fyrir framan eldinn. teygðist skugginn af henni upp á vegginn og upp í loftið. og mér fannst hún sannarlega líkjast risa- vöxnu köngullóarskrýmsli, sem brytist um í örvæntingu. Ég hörfaði undan og leitaði skjóls bak við stóra borðið Hún lét handleggina falla og hélt áfram: — Köngullóin ber með fótum sínum i viðinn, en um leið verður hún sífellt stærri og stærri og erfiðara fyrir hana að brjóta nógu stórt gat á vegginn til þess að sleppa út, þangað til hún er orðin svo stór, að annað hvort tekst henni að brjótast í gegn — og móðir min sveiflaði hand- leggjunum í stóran boga, og skugg- inn af henni féll á mig — eða hún deyr. Það varð þögn. Ég greip aftur i hana dauðahaldi, en hún losaði sig og sagði með dulúð í rómnum: — Það er sagt, að það sé tákn. aðvörun, að heyra þetta. Tikkandi köngulló. Svo brosti hún. — Ertu nú ánægð? Ánægð? Ég var vægast sagt skelfingu lostin. Ég stóð þarna ein og yfirgefin i eldhúsinu og starði á eldhússkápinnog hlustaði á tikkið. sem var nú enn greinilegra en áður, og hvað vissi ég nema köngullóin væri nú þegar orðin nógu stór til þess að brjóta niður skápinn. Hvað hafði hún verið þarna lengi? Kannski hafði hún verið þarna árum saman og beðið þess. að feitar loðnar lappirnar væri orðnar nægilega sterkar til þess að vinna á þilinu. Ég var eins og tvær manneskjur. önnur beið þess með sjúklegum ótta. að skrýmslið brvtist í gegnum þilið og ryddi bollum og diskum niður á gólf, hin engdist af með- aumkun með vesalings skepnunni. sem var kannski eftir allt saman bara litil og hjálparvana, einmana og örvæntingarfull að revna að brjótast lít úrgröf sinni Loks tók ég bækurnar minar saman skjálfandi höndum og fór upp i kuldalega, óvistlega herbergið mitt. En tikkið virtist hafa elt mig. og loks ýtti ég óloknu verkefninu til hliðar og bældi mig niður í rúmið. þar sem ég gaf imyndunaraflinu lausan tauminn eftir löngum dimm- um göngum sálar minnar, og nú var það ég, sem var að reyna að komast út. en heljarstór köngulló revndi að brjótast inn til mín. Hún var svört og ógnvekjandi, og það undar- lega var. að hún hafði andlit móður minnar. Mér tókst ekki að sofna fvrr en löngu eftir að siðasti gestur- inn hafði kvatt. Langur tími leið, án þess ég hevrði í tikkandi köngullónni. Sem betur fór. hélt móðir mín þessi samkvæmi sín ekki oftar en einu sinni i viku og aldrei, þegar faðir minn var heima. Og ég fékk að læra inni í stofu. þegar hann var heima. Kvöld eitt. þegar hann var heima og við sátum bæði inni í stofu. leit hann upp úr blaðinu og spurði mig. hvað ég væri að læra. — Algebru, svaraði ég stuttlega. En mig langaði til að ræða námið við einhvern, og móðir min sýndi því lítinn áhuga. svo ég bætti við:

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.