Vikan

Tölublað

Vikan - 20.05.1976, Blaðsíða 2

Vikan - 20.05.1976, Blaðsíða 2
Steinn Steinarr (Gamalt portett). Þegar þjóðverjar réðust inn í Frakkland árið 1940 var Þorvaldur Skúlason listmálari búsett- ur í Frakkalandi ásamt eiginkonu sinni danskri og níu mánaða dóttur. Þau höfðu komist ( samband við vínkaupmann nokkurn, sem hafði tekist að útvega þeim far með skipi til Englands. Daginn eftir að þau fóru með skipinu, lenti sprengja á húsinu, sem þau höfðu búið í. Þar töpuðust allar eigur Þorvaldar, sem voru m.a. töluvert af málverkum, en þau hjónin sluppu lifandi með barn sitt til Englands og síðan til íslands. Hingað hafði Þorvaldur ekki áformað að fara, en stríðið breytti því ásamt öðru, ,,og það varmikið happ" segir hann. Hér hefur hann haftfastabúsetusíðan. Upphafið að ferli sínum sem listamaður telur hann vera, er hann fótbrotnaði sem unglingur og varð að liggja rúmfastur um skeið. Þá fór hann aðteikna og mála til að hafa ofan af fyrir sér í rúminu — og gat ekki hætt. Eftir tilsögn hjá Þórarni B. Þorlákssyni og síðar hjá Ásgrími fór hann svo til Oslo. Eftir nám þar hélt hann til Parísar, þar sem hann hélt til að mestu leyti, þartilstríðiðbraustút. Þáflúðihanntil Bordeaux eins og áður er sagt. í París hafði hann einnig skilið eftir mikið af málverkum og hefur ekkert séðaf þeimsíðan. Þau hjónin slitu samvistum fyrir mörgum árum, og byr hún nú í Danmörku ásamt dóttur þeirra, en Þorvaldur býr einn í íbúð sinni á Laugarnesveginum. Þar unir hann sér vel innan um málverksínog vinnur þar dag hvern að sköp- un nýrra listaverka í annarri af tveim björtum og þægilegum vinnustofum. Þess á milli nýtur hann þess að hlýða á sígilda tónlist. Og í þessu þægilega umhverfi hélt hann nýlega upp á sjötugsafmælisitt. Þar sem við situm í snyrtilegri stofunni og spjöllum saman, sjáum við inn í aöra vinnu- stofuna, þar sem hálfunnin málverk standa á trönum, fullunnin liggja í stöflum á gólfinu og hanga á veggjum. — Vinnur þú lengi á daginn við að mála, Þor- valdur? — Ég fer venjulega snemma á fætur og mála eitthvað frameftir degi. Mér finnst tíminn alltaf vera of stuttur, því það er svo margt, sem mér finnst ég verða að gera. Mörg takmörk framundan.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.