Vikan

Tölublað

Vikan - 20.05.1976, Blaðsíða 17

Vikan - 20.05.1976, Blaðsíða 17
— Jæja, Gundi, stcndurðu klár af þessu? Ertu tilbúinn til að taka við efninu? — Vertu ekki að þessu kjaftseði. Réttu mér ídráttarvírinn og komdu þér fram í geymslu. Hann á að koma þar út rétt hjá töflunni. Og Gúndi stakk ídráttarvírnum inn í rörið og fæddi hann þar inn með hraði. Nonni var kominn í geymsluna og beið eftir að endinn kæmi þar út. — Nonni, er hann kominn? hrópaði Gúndi annað slagið um leið og hann hamaðist. — Nei, reyndu að hreyfa þig, drengur! hrópaði Nonni á móti, þar sem hann stóð uppi á kassa og beið. Á meðan á þessu gekk, rápaði ég um og var að plana, hvar ég ætti að setja upp fyrsta ljósið. Líklega væri best að byrja á að ein- angra svefnherbergið. Þar hafði ég líka staflað öllu plastinu, svo létt varum heimatökin. Ég rölti þangað inn. — Hey! Gúndi, Nonni! Helvítis vírinn er kominn hingað, hrópaði ég um leið og ég kom inn. Idrátt- arvírinn lá I lykkjum niður úr loft- dósinni. — Hver djöfullinn! sagði Nonni. — Hver andskotinn, sagði Gúndi Þeir komu báðir þjótandi á núll komma tveim og horfðu á vírinn þar sem hann kom niður úr loftinu. — Allt í lagi, sagði Gúndi. Við drögum bara hérna í, þá er það búið. Tökum svo bara bæ-pass út í geymslu. Nópróblem. Síðan festu þeir kapalinn við ídráttarvírinn og drógu hann í eins og skot. — Komdu nú með dósina, hróp- aði Gúndi þar sem hann stóð uppi í tröppu. — Ein dós að koma, sagði Nonni og rétti honum. — Hamar, sagði Gúndi. — Einn hamar að koma, sagði Nonni. — Nagla, sagði Gúndi. — Einn nagli að koma, sagði Nonni og rétti honum, þarftu ekki tvo? spurði hann svo og beygði sig til að ná í annan. — Haltu þérsaman, sagði Gúndi þarsem hann stóð uppi í tröppunni og mundaði hamarinn til að negla dósina fasta. Hann sló fast, en af einhverri ástæðu hitti hann ekki á naglófétið svo hamarinn hélt áfram í fallegri beygju niðurávið og endaði hana beint í hnakkanum á Nonna. Ég hugsa að Nonni hefði sagt eitthvað, ef hann hefði getað. Hann datt þegjandi og hljóðlaust niður á gólfið og lagðist þar á grúfu. Gúndi datt niður úr tröppunni. Mér datt ekki annað i hug en að Nonni væri steindauður. Þegar Gúndi hafði brölt á fætur. hjálpuðumst við að snúa Nonna við, þar sem hann lá á gólfinu. — Hann er dauður, Guð hjálpi mér, sagði Gúndi. — Inn i svefnherbergi og náðu í þrjár plötur af plasti, sagði ég. Svo lögðum við Nonna til á plast- inu. Hann var alveg ,,out”. Svaf eins og selur. Ég sagði Gúnda að taka það rólega og klappaði honum á bakið. Hann var farinn að gráta. Ég hljóp út úr kofanum, henti mér yfir grindverkið ril nágrannans og fékk lánaðan sima. Pantaði sjúkrabil í hvelli. Svo fór ég inn og rétti Gúnda vasaklúta á meðan þcir entust. Svo heyrðist sirenuvæl, og sjúkrabillinn kom á tveim fyrir hornið. Nonni var tekinn og settur á börur, en Gúndi gekk grenjandi á eftir þcim út I bíl. Ég var einn eftir. Á geymslu- gólfinu fann ég flöskuna og fékk mér einn sterkan. Ekkert próblem. * ........ — Er þetta ekki sæluríkið island? Við að, við vorum að verða vitlausir á verðbólgu á okkar plánetu. ætlum að setjast hérna þessum verkföllum og / ■N / \1/\\ -Egborða^; A alltaf hér, maturinn er svo* vondur, að maður freistast aldrei til að borða hann. Segðu mér fyrst hver ók hvaða bíl? — Viltu vera vænn að á hnútinn. 21. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.