Vikan

Tölublað

Vikan - 20.05.1976, Blaðsíða 12

Vikan - 20.05.1976, Blaðsíða 12
Þú getur lært nýtt tungumál á 60 tímum LINGUAPHONE tungumálanámskeió kennir þér nýtt tungumál á sambærilegan hátt og þú læróir íslenzku. Þú hlustar, þú skilur og talar síóan. Þú hetur meófædd- an hæfileika til aó læra aó tala á þennan hátt. A ótrú- lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til gagns og ánægju. — Þetta er RETT og ÞÚ getur sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarlausu upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur tekió ákvöróun, — sendum vió þér linguaphone námskeió í því tungumáli, sem þú ætlar aó læra l'cuxJtobuS v\uuwéso5(s eJour LINGUAPHONE tungumálanámskeió á hljómplötum og kassettum Hljóófærahús Reykjavíkur- Laugav.96 sími 13656 STELPUKONUR Kæri Póstur! Við crum hér samankomin 8 stykki af „stclpukonum” t sauma- klúbbi. (Stclpukonur er nýyrði, notað um konur eða stelpur, sem eru komnar yfír 25 ára aldurinn, en eru ofsalega ungar í anda.) Rétt í þessu vorum við að hlusta á hljóm- plötur og þeirra á meðal plötuna Hrif 2, sem kom út nú rétt fyrir seinustu jól. Á þessari plötu eru 2 lög, sem vöktu athygli okkar, og eru þau bseði sungin af einhverri Bergþóru. Okkur fínnast þessi lög alveg frábær og við höfum veitt því eftirtekt, að þetta eru einu lögin af þessari plötu sem heyrast í út- varpinu, svo við erum varla einar um þessa skoðun. En nú vantar alveg upplýsingar um flytjendur á plötuumslagið og okkur datt í hug að leita til þln, Póstur góður, og vita hvort þú getur ekki bætt úr þessu fyrir okkur. Okkur langar semsé að fá upplýsingar um þessa Bergþóru, hvað hún gerir, hvort hún hefur sungið inn á fleiri plöt- ur, hvað hún er gömul, og yfirleitt allt, sem þið getið fundið út fyrir okkur um þetta, væri vel þegið. Við vonum sannarlega,að þú hendir þessu bréfi okkar ekki í þina marg- umtöluðu ruslakörfu og eins,að þú bendir ekki á poppþátt Vikunnar ,,Babbl”. Okkur finnst reyndar að sá þáttur mætti flytja aðeins meira innlent efni eins og t.d. kynningar á íslensku listafólki (s.ber. Berg- þóru). Við ætlum semsagt ekki að skrifa_,,Babbl” til þess eins að láta salta málið. Jæja, elsku Póstur, við vonum að þú látir okkur ekki bíða lengi. Ástarkveðja frá 8 stelpukonum í saumaklúbbi. Afsakið kæru ,,stelþukonur" hversu svarið er síðbúið. Því miður var ekki við það ráðið, vinnslu- tími blaðsins er lengri en dag- blaðanna, eins og þið hljótið að hafa gert ykkur grein fyrir. Bergþðra mun búsett að Hjalla- braut 12, Þorlákshöfn. Hún erfœdd 15.2. '48 og er húsmóðir að atvinnu Hrif 2 mun vera frumraun hennar á þessu sviði, en líklega hafið þið séð hana í sjónvarþsþœttinum I kjallaranum nú fyrir skömmu. Ef þið hafið eitthvað út á Babbl- ið að setja œttuð þið umsvifalaust að skrifa þœttinum skammarbréf. Þau eru oft beinlínis hvetjandi fremur en hitt. LITLAR NEGLUR. Kæri Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér áður. Það er þannig mál með vexti, að ég hef svo litlar neglur. Ég hef reynt að láta þær vaxa, en annað hvort rifna þær eða ég naga þær af, áður en ég veit af. Hvernig get ég látið þær stækka? Hvernig passa hrútur (stelpa) og krabbi (strákur) saman? Hvaða merki á best við hrútsstelpu? Hvað merkja nöfnin Guðrún og Guðlaug? Með von um birtingu. Vertu sæll Póstur. G.J. Farðu til læknis eða bara t aþðtek og fáðu kalktöflur til að lagfæra á þér neglumar. Reyndu jafnframt að stilla þig um að naga þær. Hrúts- stelþa og krabbastrákur eiga ekki sem best saman. Hrútsstelþa ætti að velja sér kunningja t Ijóns- eða vatnsberamerkinu. Guðrún er guð- legur leyndardómur, en Guðlaug merkir konu bjarta sem goðin. UM SJÖNVARPSDAGSKRÁ OG FLEIRA. Komdu sæli, elsku gamli, góði Póstur! Ég þakka þér kærlega fyrir allt gamalt og gott í Vikunni. Þetta er ágætisblað og ég kaupi það alltaf. Ég þakka þér fyrir þættina, sem voru í blaðinu fyrir mörgum mán-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.