Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 17.06.1976, Qupperneq 10

Vikan - 17.06.1976, Qupperneq 10
MEÐftb ANNARRft ÐRÐft FJÖLSKYLDAN ORÐIN OF SMÁ? Það er ákaflega vinsælt að fara hjartnæmum orðum um mikilvægi heimilisins og fjöl- skyldunnar. Og eflaust eru flestir sarnmála því, að I fjölskyldunni og á heimilinu sé grundvöllur þjóðfélagsins lagður, þótt.ég verði að játa, að oft finnst mér hann eitthvað falskur tónninn í stjórnmála- mönnunum, þegar þeir minn- ast á þessi mál. En ekki var ætlunin að fjölyrða um einlægni eða óein- lægni stjórnmálamanna, hvorki I þessu né öðru, heldur fara örfáum orðum um fjöl- skylduna og þær breytingar, sem hafa orðið og eru að verða á þessum hornsteini þjóð- félagsins, eins og sagt er á hátíðlegum srundum. Mérvirðist það nefnilega oft ranglega metið, hvílík gjör- breyting hefur orðið á heim- ilum hin síðustu ár og hvað börn alast upp við gjöróllkar aðstæður og áður var. Það er giarnan talað um, hvað heimil- ishaldið er orðið miklu auð- veldara, nú eru vélar til alls, svo það þarf ekki annað en styðja á takka, og þá fer allt I gang. Það er nú eitthvað annað en I gamla daga, þegar fólk varð að vinna allt I höndunum. Og vlst er það rétt, heimilis- haldið er auðveldara. En skyldi það vera skemmtilegra? Og skyldi það bjóða upp á betri uppeldismöguleika en áður fyrr? Fyrr á árum voru flest heimili nokkuð fjölmenn, heimilishaldið fólst I þvl að stjórna fólki, en ekki vélum. Og hvort skyldi vera skemm^i- legra — að minnsta kosti fyrir börnin, sem alast upp á heim- ilinu? Fjölskyldur voru oftast miklu stærri en nú tíðkast. Börnin voru fleiri, foreldrarnir voru oftast tveir, og mjög algengt var, að fleiri fullorðnir væru börnunum til fyrirmynd- ar, afar og ömmur, frændur og frænkur, eða bara alls óskylt vinnufólk. Ég ætla ekki að fjölyrða um mitt álit á þvl, hvort fyrir- komulagið hafi boðið upp á betri möguleika til barnaupp- eldis, eflaust má lesa það út úr orðum mlnum. En því fór ég að velta þessu ögn fyrir mér, að ég rakst á grein eftir mann- fræðinginn merka, Margaret Mead, þar sem hún lýsti verulegum áhyggjum sínum yfir vaxandi fjölda einstæðra foreldra I nútíma þjóðfélagi. , ,1 fjölskyldu með börnum á mótunaraldri er þörf fyrir að minnsta kosti tvær fullorðnar manneskjur”, segir Margaret. ,,Barn, sem elst upp með báðum foreldrum slnum, verð- ur víðsýnna og opnara fyrir fjölda möguleika I llfinu. Barni, sem elst upp með báðum foreldrum sínum, verð- ur það ljóst án fyrirhafnar, að einstaklingar geta verið óllkir, mjög ólíkir, og þrátt fyrir það verið jafn æskilegar og um- gengnisgóðar persónur og þótt jafn vænt um barnið. Barninu verður Ijóst, að það sjálft er líka einstaklingur, öðru vísi en báðir foreldrarnir. Barn, sem elst upp með aðeins einu foreldri, verður einsýnna og hefur ekki sömu möguleika til þess að bregðast sjálfstætt við ýmsu, sem upp kemur I lífinu. Auk þess hefur fullorðin manneskja tilhneigingu til þess að miða hegðan slna um of við hegðan barnsins, ef hún er ein um uppeldi þess.” Þessi skoðun Margaretar Mead virðist fyllilega umhug- unar verð. K.H. — Hamingjan sanna, þetta er * * * — Sigurður var að kvarta yfir afköstum þínum. Ef það kemur fyrir aftur, neyðist ég til að reka hann. * * * — Ég bý á hæðinni fyrir neðan, ég er hrædd um, að þú hafir gleymt að skrúfa fyrir í baðherberginu. * * * 10 VIKAN 25. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.