Vikan - 17.06.1976, Page 11
I NÆSTU VIKU
Á SNYRTISTOFU FANNEYJAR
Flestar konur dreymir um að veita sér einhvern tíma
þann munað að fá allsherjar meðhöndlun á snyrtistofu,
láta strjúka þreytuna og streituna úr stirðum andlits- og
hálsvöðvum, og ganga síðan út hressar og endurnxrðar
og farðaðar á réttan hátt. En flestar láta sér drauminn
nægja. Hvað gerist eiginlega á snyrtistofu? Er snyrting
bara munaður? í næstu Viku birtist viðtal við Fanneyju
Halldórsdóttur snyrtisérfræðing, og jafnframt birtast
myndir af tveim konum í snyrtingu.
SVÍN EÐA EKKI SVÍN
Þetta er bara eins og I svínastíu, er sagt um sérdeilis
sóðalega staði, og er þá ekki að undra, þótt fólk haldi
almennt, að svín séu miklir sóðar. Blaðamaður
Vikunnar harðneitar þessari kenningu og þykist heldur
betur hafa sannanir fyrir þvl gagnstæða eftir heimsókn
á svínabú Þorvaldar í Síld og fisk, sem hann rekur að
Minni-Vatnsleysu, Svín eru aldrei svln, nema svína-
hirðirinn sé sjálfur svín, segir Þorvaldur, og það er
Gunnar Andersen bústjóri greinilega ekki. Sjá næstu
Viku.
AFLAKÓNGARFAGNA
Útgerðarfyrirtækið Andri h.f. I Njarðvík hélt Iokaball
fyrir starfsfólk sitt að lokinni vetrarvertlð, og I næsta
blaði birtast nokkrar myndir úr því hófi. Ballið var
haldið I samkomuhúsinu þar syðra, og rlkti þar ósvikin
gleði og glaumur, enda höfðu menn ástæðu til að
fagna, því hér voru aflakóngar á ferð. Eigendur Andra
h.f. eru þeir bræður Jónas, Þórarinn og Magnús
Þórarinssynir.
FRÆKNIR SVEINAR Á VELLINUM
Sveinn Eiríksson slökkviliðsstjóri á Keflavíkurflugvelli
stjórnar frækilegu liði þar suður frá og hefur séð
árangur af þvl erfiði, þvl að slökkvilið hans hefur átta
sinnu*n unnið verðlaun sem besta slökkvilið innan
bandaríska flotans. Blaðamaður Vikunnar fylgdist með
kynríingu á störfum slökkviliðsins þar suður frá og
aðbúnaði öllum og lýsir I næsta blaði eftirminnilegum
degi með Sveini og sveinum hans á Keflavlkurflugvelli.
SMÁSJÁRSKURÐLÆKNINGAR
17. mars síðast liðinn voru 200 læknar vitni að þvl,
þegar nýr kapltuli var skráður I sögu læknavlsindanna.
Átta vikum áður hafði bakaralærlingur orðið fyrir því,
að deigskömmtunarvél klippti af honum höndina, en
nú veifaði hann þessari sömu hendi hreykinn til
læknanna 200 og iðaði fingrunum sem mest hann
mátti. Það tók tvo lækna tíu og hálfa klukkustund að
sauma höndinasaman aftur. Sjá grein I næsta blaði um
smásjárskurðlækningar.
VIKAN Útgefandi Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn: Trausti ólafsson,
Hrafnhildur Schram, Guðmundur Karlsson. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart.
Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing I Slðumúla 12.
Símar 35320-35323. Pósthólf 533. Verð I lausasölu kr. 300. Áskriftarverð kr. 3.350 fyrir 13 tölublöð
ársfjórðungslega, kr. 6320 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 11.700 I ársáskrift. Áskriftarverð greiðist
fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí, ágúst.
25. tbl. 38. árg. 17. júní 1976
GREINAR:__________
16 Hillary og Himalaya.
24 Kona 1 skugga mikilmennis.
Grein eftir Ásdlsi Haraldsdóttur
um Ingibjörgu Einarsdóttur
konu Jóns Sigurðssonar ,,for-
seta.
36 Þau hafa öll eigin megrunar-
aðferð.
VIÐTÖL:_____________________
2 Mér nægja nokkrar stjörnur á
lambagrasi. Viðtal við Vigdlsi
Kristjánsdóttur listvefara.
SÖGUR:_____________
14 Lltil saga um barnauppeldi.
Smásaga eftir Einar Loga Einars-
son.
15 Óheppileg gleymska. Smásaga
eftir Einar Loga Einarsson.
20 Skilaboð frá Absalom. Sjöundi
hluti framhaldssögu eftir Anne
Armstrong Thompson.
28 Valið. Smásaga eftir Ásthildi
Briem.
30 Marianne 30. hluti framhalds-
sögu eftir Juliette Benzoni.
FASTIR ÞÆTTIR:
9 Krossgáta.
10 Meðal annarra orða: Fjölskyldan
orðín of smá.
38 Á fleygiferð I umsjá Árna
Bjarnasonar.
40 Mig dreymdi.
42 Eldhús Vikunnar I umsjá
Drafnar Farestveit: Léttir réttir.
ÝMISLEGT:____________________
5 Þægileg kvöldflík heima við.
6 Sá litli blái, sem gengur við allt.
8 Vinningshafi I aprílgetraun.
25. TBL. VIKAN 11
"7