Vikan - 17.06.1976, Blaðsíða 24
Kona í skugga
mikilmennis
Oft er það svo, að konur mikil-
menna vilja falla í skugga þeirra
og gleymast. Um þær. ntargar
hverjar, hefur svo lítið verið
skrifað og svo fáar heimildtr til
um þær. að furðu sætir. Kin þrss-
ara kvenna var Ingibjörg Einars-
dóttir, kona Jóns Sigurðssonar
„forseta”.
Ætterni —
uppvöxtur
Hinn 9. október árið 1804
fæddist í Þingholti í Reykjavík
stúlkubarn, er hlaut nafnið Ingi-
björg. Einar faðir Ingibjargar var
sonur síra Jóns Sigurðssonar
(f. 1740) á Kafnseyri og Ingi-
bjargar Olafsdóttur Jónssonar á
Eyri í Seyðisfirði, nafn-
togaðs atorkumanns. Afi hans og
amma 1 föðurætt voru Sigurður
Asmundsson og Sigriður Jóns-
dóttir, en þau þóttu merkilegt
bændafólk. Móðir Ingibjargar var
Ingveldur Jafetsdóttir gullsmiðs
Illugasonar prests í Hruna .Jóns-
sonar.
Einar varð stúdent úr Reykja-
víkurskóla árið 1797. Eftir að
hann kvæntist 1802, er sagt um
hann í íslenskum æviskrám: ..
varð þurrabúðarmaður í Þingholt-
um í Rv„ fluttist 1805 að Mýrar-
húsum á Seltjarnarnesi, en 1813
að Þerney, sem hann keypti 1816
fluttist þaðan aftur alfarinn til
Rv. og var þar til dauðadags, hóf
þar bráðlega verzlunarrekstur.
fyrst verzlunarstjóri, en síðan
sjálfstæður kaupmaður '.
1) Þau áttu þar heima.
er kallað er Johnsens hús.
Hafði 'Einar sjálfur reist það og
nun það hafa dregið nafn af
honum, enda sjálfur kallaður
Johnsens að hætti kaupmanna
þeirrar tíðar. „Einar mun hafa
verið dugmaður og atorkumaður
n-ikið umleikis en heldur
mun hann lltXi. U þA*‘ harður í
skiptum, ef rétt eru ummæli Uaða
Níelssonar er kallar, að hann hafi
verið misjafnt kynntur.” 2)
Ingibjörg var „ elzt systkina
sinna, en bræður hennar voru:
Síra Ölafur á Stað á Reykjanesi.
sira Guðmundur i Arnarbæli og
Jáfet gullsmiður i Reykjavik.
Uppvaxtarár Ingibjargar urðu
á síðari hluta hinnar gömlu
bændamenningar, þar sem sveita-
heimilin voru einingar, sem
hvíldu á sjálfum sér, lifðu á
landinu, framleiddu allt. er
þurfti til fæðis, fatnaðar og hús-
búnaðar og bóndinn byggði
jafnvel hús sín sjálfur úr torfi,
grjóti og rekaviði. Þess vegna
kom það af sjálfu sér, að það var á
heimilunum, sem börnin lærðu
f SKUGGAt
handavinnu, lestur, skrift og
fengu sögulega fræðslu. Uppeldi
var víðast hvar hart og vægðar-
laust. „Berja skal börnin til
ástar,” var spakmæli þeirrar
tíðar. Ekki þótti tækt að ferma
ólæsan mann. hvað þá gifta. Við
fermingu fékk Ingibjörg
einkunn. líkt og hvert annað
fermingarbarn, og segir svo í
Sálnaregistri Reykjavíkur frá
árinu 1818: „Kunnátta góð.” Það
þótti ekki vera fyrir kvenfólk að
ganga menntaveginn á þessum
tímum.
Finnur Jónsson segir i bók
sinni um þjóðhætti um og
Hjónin Ingibjörg Einarsdóttir og
Jón Sigurðsson, skömmu eftir að
þau voru gefin saman í
hjónaband 1845.
eftir miðja 19. öld eftirfarandi:
„Menntun almennings um miðja
19. öld var einkum í því fólgin, að
flestir lærðu að lesa sæmilega og
draga til stafs. Öllum, sem mögu-
legt var að kenna nokkuð, var
kenndur kristindómur. einnig
voru börnum kenndar bænir og
vers. Húslestur var lesinn á
hverjum helgum degi yfir sum-
arið. og á hverjum degi frá vetrar-
nóttum til páska og sumstaðar til
hvítasunnu.” 3)
Nú hef ég reynt að lýsa í
örfáum orðum tíðarandanum, er
varðar menntun og uppvöxt
barna á fyrri hluta 19. aldra.
Þótt heimili Ingibjargar hafi
fremur mátt teljast mennta-
heimili á þeirra tíma vísu, hlaut
hún þó sjálf ekki meiri menntun
en algengt var um stúlkur á
þessum tíma. Örlagadísirnar
höfðu þó eigi ætlað henni lítinn
hlut í menningar- og framfara-
málum þjóðarinnar, því að síðar
reyndist það lífsstarf þessarar
stúlku að hlúa að einum framsýn-
asta og gagnmenntaðasta syni
þjóðarinnar — Jóni Sigurðssyni.
Festatími
— kvíði
Það var ekki óalgengt, að
stúdentar, sem óráðnir voru um
framtíð sína, réðust til skrifta,
reikningshalds og fleiri starfa hjá
kaupmönnum og prestum. Jón
Sigurðsson nýstúdent og prests-
sonur frá Rafnseyri gerðist árið
1829 „assistent” í Norðborgar-
verzlun (F.C.. Knudzon). Sá
maður, er veitti verzluninni for-
stöðu, var faðir Ingibjargar,
Einar borgari Jónsson, sem jafn-
framt var föðurbróðir Jóns. Móðir
Jóns var Þórdís Gísladóttir prests
í Holti í Önundarfirði Asgeirs-
sonar. 4) Jón dvaldist á heimili
Einars fram til næsta vors. Ingi-
björg var ólofuð og bjó heima.
Hún var vel gjafvaxta, 26 ára
gömul. Jón var hins vegar aðeins
19 ára, og var því 7 ára aldurs-
munur á þeim frændsystkinum.
Ekki er vitað hvort þau hafa strax
þennan vetur fellt hugi saman.
Næstu þrjú árin var Jón skrifari
hjá Steingrími biskupi Jónssyni í
Laugarnesi, og munu þau hafa
verið lofuð sín í millum, er hann
fór utan til frekara náms árið
1833.
„Ingibjörg var hin mesta
gerðarkona í sjön og raun. Sýndi
hún prýðilega innræti sitt og
dyggð í sambúð við föður sinn.
(Móðir hennar dó 1837. Innskot
A.H.) Var hún með honum til
þess er hann andaðist (1839),
reyndist hún honum svo á síðustu
árum hans, að orð var á gert, og
var þó allerfitt að stunda hann, að
sögn síra Ölafs sonar hans i
bréfum til Jóns Sigurðssonar.” 5)
Af þessu má sjá, hversu trú Ingi-
björg var þeim, er hún unni.
Hjálpfýsi hennar og fórnarlund
var ómælanleg. „Naut hún þess í
24 VIKAN 25. TBL.