Vikan - 17.06.1976, Síða 43
OSTABAKSTUR.
Útbúið hvíta sósu úr 50 gr af
smjöri, 60 gr hveiti og 4 dl af
rjómablandi. Látið sósuna sjóða í
5 mínútur. Kryddið með salti,
pipar, og múskati. Hrærið 5
eggjarauðum saman við, einni í
senn, og 150 gr af rifnum osti.
Stífþeytið eggjahvíturnar og sker-
ið þær saman við. Setjið í vel
smurt form, sem sett er neðst í
ofninn við 190°, og bakið í ca 20
mínútur.
AUÐVELD EPLAKAKA.
Smyrjið eldfast form vel, og þekið
að innan með mjög þunnt skorn-
um franksbrauðsneiðum. Leggið
þunnar eplasneiðar ofan á í lögum
og smál'.ökumylsnu ofan á. Þeytið
síðan saman 2 egg, 1 msk sykur,
3—4 dl mjólk og hellið yfir. Bakið
við 225° þar til hefur stífnað.
Berið fram með þeyttum rjóma
eða vanillusósu.
LOGANDI
APRÍKÓSUEGGJAKAKA.
Búiðtil eggjaköku úr4eggjumog 4
msk af rjóma. Á annarri pönnu eru
hitaðar aprikósur (niðurskornar) í
dálitlu af leginum. Steikið eggja-
kökuna á pönnu og setjið síðan
apríkósurnar á, eða setjið aprí-
kósurnar á fat og eggjakökuna
með. Nú er volgu konjaksstaupi
hellt yfir og kveikt í um leið og
borið er fram. En gætið þess að
allt verður að vera vel heitt, annars
brennur það ekki. Látið logana
slokkna áður en gestirnir fá sér af
réttinum!
DRÖFN
FARESTVEIT
HUSMÆÐRAKENNARI