Vikan - 15.07.1976, Síða 20
............................ <
VILTU HÆTTA AÐ REYKJA?
TABMINT tyggigúmmí
og viljastyrkur í 3 vikur
og þú
hefur yfirstigiö tóbaksávanann.
TABMINT tyggigúmmíið hjálpar þér til aO hætta að reykja.
Skildusígarettupakkanneftirheima, entaktu TABMINT pakkann
meö þér í vinnuna og hvert sem þú ferð. Notaðu 1 —4 „tyggjó"
plöturá dag. Tyggigúmmfið heldur einnig aftur af lönguninni til aö
borðasælgætieöaaðraaukabita. HafðuhugfastaðTABMINT er
hjálparmeöal. Viljann til að hætta reykingum verður einnig að vera
fyrir hendi.
APÓTEK OG LYFSÖLUR UM ALLT LAND.
>. i 4
Istaðinn höfðu komið stereótæki
og hátalarar, nokkrir hæginda-
stólar á bert trégólfið, leslampar
og sjónauki, svo hann gæti horft á
stjörnurnar. Hér gat hann unnið
miklu betur en i borginni, jafnvel
þótt hann spilaði nokkrar holur í
golfi, fengi sér gönguferð á
ströndinni eða færi í sólbað. Svo
voru það kvöldverðirnir með tild-
urrófunum, sem komu á sumrin
tii þess að verða fallega brúnar.
Ungar stúlkur blómstruðu jafn
ört og rósir á þessum hluta l^ong
Island. Fjögur ár hefðu verið fljót
að líða.
Borgin var honum auðvitað
nauðsyn. Þar vann hann sem tón-
listargagnrýnandi hjá The Re-
corder, mánaðarriti með þrosk-
aðan smekk, bæði fyrir sígilda og
nútímatónlist, djass eða rokk,
ljóðasöng eða þjóðlagamúsík,
óperur og sinfóníur. David
Mennery lagði The Recorder
til efni reglulega, einn eða
tvo dálka af almennri gagn-
rýni í hverju tölublaði. Þar
að auki var hann með sér-
stakan greinaflokk, sem hann
hafði áunnið sér, vegna þess að
hann hafði skrifað bók, er fjallaði
um tónlistarhátíðir. Hann hafði
sameinað tvö megináhugamál sín,
tónlist og ferðalög og uppgötvað
að þúsundir ameríkana, sem
unnu tónlist voru einnig með
ferðadellu. Músík á staðnum
hafði komið á hann því orði, að
hann væri gagnrýnandi með al-
hliða smekk og stöðugt á faralds-
fæti. Hitt var þó þýðingarmeira
að vegna þessa greinaflokks gat
hann bæði ferðast og borgað
reikninginn hjá kaupmanninum
og haldið við húsinu sínu. Hann
hafði aldrei skilið til fulls hvernig
bók sem hann hafði haft svo
gaman af að skrifa gat fært
honum bæði peninga og opnað
honum leið til öruggrar fram-
tíðar. Sú lausamennsku gagnrýni,
sem hann hafði fengist við áður
en bókin kom út hafði verið afsak-
anleg á meðan hann var enn á
þrítugsaldri, ungur og leitandi.
Nú var hann 39 ára og vissi hvað
hann gat eða gat ekki. Honum var
nokkurn veginn ljóst hvar hann
stóð. Hann sætti sig við það og leit
jafnvel svo á, að hann væri
heppinn. (En hann þurfti ekki að
vera svona hógvær. Hann
skrifaði lipurlega, var gagnrýn-
andi sem kunni að glefsa í hæl-
inn. Hann gerði vissar kröfur og
var ekki hræddur við að dæma i
samræmi við þær. Hann hafði
staðgóða þekkingu á tónlist, tón-
skáldum, stjórnendum og tón-
listarmönnum. Hann tilheyrði
ekki neinni sérstakri klíku né
tískustefnu. Hann var sinn eigin
herra.)
Hann hafði nú lokið við að ydda
síðasta blýantinn og sótti sér
kaldan bjór. Nú voru ekki fleiri
afsakanir og hann varð að hefja
hina sársaukafullu grisjun á efn-
inu. Hann strikaði út óþarfa setn-
ingar og glamuryrði og endur-
skrifaði út á jaðarinn. Málsgrein,
sem í gær hafði virst kæn og vel
við hæfi, stóðst ekki kalda gagn-
rýni dagsins í dag, reyndist ekki
annað en ósvikið andlegt saurlífi.
Honum var engin leið að fara
silkihönskum um nútíma tón-
skáld, ef verkið var bæði lélegt og
leiðinlegt. Vingjarnlegast var að
benda slíkum manni á að snúa við
úr blindgötunni, forðast ódýru
brellurnar og reyna að komast
aftur á réttan kjöl. Tónlist var
annað og meira en samansafn af
hljóðum.
Hann hélt áfram að vinna og
gleymdi sjávarhljóðinu og sólinni
úti fyrir, sömuleiðis timanum.
Hann endurskrifaði alla greinina,
kom lagi á hana og hreinritaði
hana síðan. Hann vildi skila
henni af sér í fyrramálið áður en
hann færi á tónlistarhátíðina í
Salzburg. Allt í einu hringdi sfm-
inn.
Um leið og hann stóð upp leit
hann á klukkuna sem stóð á
borðinu og varð undrandi á að
hún skyldi vera orðin sex. Hann
tók upp símtólið. Kokteiltími,
hugsaði hann, þessi venjulegu,
óformlegu heimboð. Hann var til-
búinn með góða afsökun, en hann
þurfti ekki á henni að halda. Sím-
talið var frá New York.
1 fyrstu þekkti hann ekki rödd
Mark Bohns, hafði alls ekki átt
von á henni. Bohn var
blaðamaður, sem hélt sig að
mestu í Washington, sér-
fræðingur í utanríkismálum og
ferðaðist mikið. Hann var gamall
vinur, en lét ekki sjá sig nema
með höppum og glöppum. Líklega
voru ein fjögur ár frá þvi að þeir
höfðu hist síðast. Og þarna hljóm-
aði röddin, snaggaraleg og jarð-
bundin að venju, sagði, að það
væri nú meiri eltingaleikurinn að
ná í hann. Hann hefði hringt
heim til Davids í New York
nokkrum sinnum, en síðan í yfir-
mann hans og loksins getað togað
út úr honum leyninúmerið í East
Hampton. „Og,“ sagði Bohn i
ávítunartón, ,,ég fékk það aðeins
upp úr honum með því að segja,
að bróðir þinn hefði lent i slysi og
að ég væri heimilislæknirinn."
„James bróðir minn verður víst
ekkert hrifinn af þessu. Hvers
konar slys?“
„Bílslys. Ef hann er líkur þér,
er hann áreiðanlega með bíla-
dellu.“
Bohn hafði þennan háttinn á að
segja, að David hefði gaman að
því að aka, en hann ekki. David
sagði ekkert. Hann var nú búinn
að jafna sig eftir undrunina. En
hvers vegna hafði hann hringt?
Bohn í New York, þar sem hitinn
og rakinn var jafn óþolandi og 1
Washington. Kannski ætlaði hann
að fá lánað sumarhús við svala
sjávarsiðuna í nokkra daga.
Bohn lét dæluna ganga. „Ég
þarf nauðsynlega að hitta þig,
Dave. Hvenær kemurðu til
borgarinnar?"
„I fyrramálið."
„Má ég koma við heima hjá þér
um tólfleytið?"
„Ekki hægt. Ég þarf að ganga
frá ýmsu hjá The Recorder.“
„En eftir hádegisverð, klukkan
tvö....eða þrjú?“
„Nei, ég þarf að ná í flug
snemma annað kvöld og þarf að
láta niður í töskurnar mínar. Ég
er á leið til Salzburg."
„Ég veit, ég veit,“ sagði Bohn
snöggt, eins og hann væri
áhyggjufullur eða argur. „Þú
ætlar á tónlistarhátíðina."
„Hvernig veistu það?“
„Ég les The Recorder og hlusta
20 VIKAN 29. TBL.