Vikan

Eksemplar

Vikan - 15.07.1976, Side 24

Vikan - 15.07.1976, Side 24
Á Grímsstaðahoitinu í vestur- hluta Reykjavíkur hefur lengi búið kona. Hana þekkja margir, sem eitthvað þekkja til í nágrenni Grímsstaðaholts, og þegar ég var að alast upp nálægt holtinu fyrir nokkuð mörgum árum vissu allir krakkar. hver þessi kona var. I okkar augum var hún framandi og dular- full kona, og við vissum, að hún var mikil spákona. Þá var hún gömul kona. í dag er þessi kona ennþá eldri, og þegar ég heimsótti hana á heimili hennar við Þrastargötu snemma í sumar, sagðist hún aðeins vera sjötug. Ég trúði henni nxstum alveg, svo hress var hún og ern. Eftir að hafa spjallað við hana stutta stund, komst ég að því, að hún er mjög ákveðin, því þegar ég vildi fá að taka mynd af henni, sagði hún blátt áfram nei, og þar við sat. Það þótti mér eðlilega mjög leiðinlegt, en þegar gestgjafi minn sá það, féllst hún á, að ég mætti birta af henni meðfylgjandi mynd, sem sextug dóttir hcnnar á. Myndin af þessari mætu konu í peysufötum er tekin fyrir mörgum árum. Þegar sú, sem myndin er af sá hana, brosti hún og sagði svona eins og við sjálfa sig, að nú gengi hún aldeilis ekki I peysufötum, hvað þá að hún ætti þau. Þegar mig bar að garði skömmu eftir hádegið, var húsmóðirin á Þrastargötu 9 að Ijúka við uppþvott- inn, svo að hún bauð mér sæti inni í eldhúsi. Við höfðum komið okkur saman um, að ég heimsækti hana þennan dag til þess að spjalla saman um spádóma og annað skemmti- legt, en þegar hún fékk að heyra, að ég hefði hug á að birta viðtalið í þessu blaðí. neitaði hún með öllu að nafn sitt kæmi fram. Fyrir því taldi hún ýmsar orsakir, sem hér verða ckki ræddar. Á meðan hún lauk við að þurrka af eldhúsbekkj- unum, spjölluðum við saman um landsins gagn og nauðsynjar, og ég komst ekki hjá því að finna, að á milli okkar væru gífurlega mörg ár, og að ég ætti töluvert eftir á þroskabrautinni. EINHVER TALAÐI TIL MÍN. — Já, ég hcf búið lengi hérna á holtinu, cn ég er fædd og uppalin í Skildinganesinu. Það væri allt of löng saga, góða mín, að tala um allt það basl, sem ég hef mátt stríða við. Best held ég sé að fara ekki lengra en 50 ár aftur í tímann. Það var um Spákonan á Grímsstað.iholtinu. Myndtn er tekin fyrir allmörgum árum. það leyti, sem ég giftist manninum mínum sáluga Halldóri Sigurðs- syni. Þá átti ég eina dóttur, og við þrjú settumst að hér á holtinu. Það var ekki fyrr en þá, að ég upp- götvaði dulræna hæfileika mína. Ég hafði aldrei ætlað mér að spá fyrir fólki, en ég fékk boð um það, Einhver talaði til mín mildum og þýðum rómi og sagði mér að spá. Mér fannst það nánast fáránlegt, að ég ætti eftir að spá, en svo fór, að ég byrjaði á því skömmu síðar og hef gert það síðan. Nú settist hún hjá mér við eld- húsborðið, þegar talið barst að spádómum, sýndi hún aukinn áhuga á að tala við mig. — Ég hef spáð fyrir mörgum í þessu húsi, alls konar fólki, líka hcldra fólki, og margir hafa komið til mín aftur og aftur. Já, ég spái eingöngu í spil. Um leið og ég hef lagt spilin, kemur yfir mig einhver andi og ég eins og fínn á mér, hvaða boðskapur liggurí legu spilanna. Ef mikil sverta er I spilunum, á viðkomandi persóna að öllum lík- indum í miklum erfiðleikum. Sverta getur líka boðað dauða. Já, ég get spáð hvenær sem er, til þess þarf ég ekki að komast I neitt sérstakt „ástand”. Það er nefnilega vegna þess, að I raun og veru er það ekki ég, sem spái, heldur er eins og mér sé stjórnað af utanaðkomandi öflum. Nei, mér er ómögulegt að segja um hvaða öfl eru þar að verki. NÚ ER ÞAÐ DJÖFULLINN, SEM RÆÐUR. Við fcngum okkur kaffi, og þessi aldraða kona horfði rannsakandi á mig. Hún spurði mig, hvort ég hefði einhverntíma búið I nágrenn- inu, og ég játti því. Hún hélt, að hún kannaðist við mig. Við þögð- um góða stund og drukkum kaffi, en svo héldum við áfram að tala um spádóma. — Ekki get ég alltaf sagt það, sem ég sé í spilunum. Maður má ekki brúka spilin til þess að eyðileggja eða spilla fyrir fólki. Sannleikurinn er ekki alltaf sagna bestur, sagði hún og andvarpaði. Systir spákonunnar, Guðný Vest- fjörð, sem var þekktur miðill í Kaupmannahöfn. 24 VIKAN 29.TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.