Vikan - 15.07.1976, Page 25
KV LnHCT UNDAN
!
I
(.Mynd af spilum á borÖi) Meiri sverta í spilunum en áöur, segir spákonan.
— Og dauðinn er verstur. Er það
ekki hann, sem eyðileggur allt?
Spyr hann um hvað fólk vill? Lífið
hefur breyst mikið síðustu áratug-
ina. Nú er það djöfullinn, sem
ræður. Ég finn á mér, að heimsend-
ir er ekki langt undan. Það er meiri
sverta í spilunum nú en áður. En ég
þarf svo sem ekki spilin til þess að
sjá þetta út. Ég finn ýmislegt á mér
og á auðvelt með að reikna
manneskju út eftir að hafa spjallað
við hana stundarkorn.
— Hefur þér einhvern tíma
fundist óþægilegt að spá?
— Já oft hefur mér fundist það.
Ekki alls fyrir löngu spáði ég fyrir
manni, sem dró mörg svört spil. Ég
sá morð í spilunum, án þess þó að
sjá við hvern þetta morð ætti
nákvæmlega. En ég sá, að morðið
átti við einhvern, sem var skyldur
þessum manni, og að morðinginn
væri ung stúlka. Ungi maðurinn
sagði mér, að hann væri náskyldur
ungum sjómanni, sem myrtur hefði
verið af ungri stúlku skömmu áður.
Þetta fékk mikið á hann, þvi að
hann hafði aldrei talað við mig, né
þekkt mig nokkuð áður. Frásagnir
af þessu morði komu að sjálfsögðu í
Spjallað við
spákonu
á Grímsstaða
holtinu.
blöðunum svo að margir ættu að
kannast við það.
ÞAÐ ER ALLTAF TIL NÓG AF
ILLVILJUÐU FÖLKI.
Við helltum aftur x bollana, og
dóttir spákonunnar, sem hefur
verið búsett í Bandaríkjunum í
mörg ár, og var stödd hér í
heimsókn, settist við borðið hjá
okkur. — Mamma er afskaplega
dulvitur kona, og það var systir
hennar og faðir líka. Það eru
dulrænir hæfileikar i ættinni. Ég
hef oft verið vitni að ýmsu, sem
móður min hefur séð fyrir og sagt
um.
— Já, það eru alls staðar andar
og straumar, segir móðirin. Það
mætti segja mér, að fleiri en ég hafi
séð huldufólk og álfa.
— Eru spákonur litnar illu auga?
— Já, ég býst við þvi. Það er
fáfræði og öfundsýki, sem liggur að
baki þeirri tilraun að gera spákonu-
heitið niðrandi. Það er alltaf til nóg
af illviljuðu fólki.
— Nú hefur þú viðurnefni,
finnst þér það vera niðrandi?
— Já, ég býst við því. Það fór i
taugarnar á mörgum í gamla daga,
hversu smekklega ég var klædd og
vel til höfð. Það hefur sjálfsagt
orðið til þess, að ég fékk viður-
nefnið.
Við drukkum mikið kaffi og
húsmóðirin skrapp fram í geymslu
til þess að ná í mjólk. — Ég hef
aldrei átt ísskáp og langar ekki
vitund I hann, sagði hún, þegar
hún kom til baka. — fsskápur
tilheyrir veraldlegu drasli, og mér
finnst allt slíkt vera hégómi. Og
ekki tökum við hégómann með
okkur, eða hvað?
Ég lít út um glugganniá eldhúsinu
og sé, að þar sem litil einbýlishús
stóðuáður, er búið að reisa stórt
sambýlishús.
— Já, það hefur margt breyst
síðustu árin, segir hún. Ég þekki
engan hérna á holtinu lengur. Allir,
sem ég þekkti, eru dánir eða farnir
eitthvert langt í burtu. Ég hef lifað
svo marga.
29. TBL. VIKAN 25