Vikan - 15.07.1976, Page 26
EKKI HÉGÓMI AÐ SPÁ.
En það er ennþá gestkvxmt hjá
þessari öldruðu spákonu, og ég spyr
hana, hvort spádómurinn drýgi
ekki tekjurnar. — Ó, það er nú
lítið. Ég lifi aðallega á elliiíf-
eyrinum.
— Er það ekki hégómi að spá í
spil?
ó, nei mín ksera. Ég get meira að
segja sagt þér sögu til þess að sanna
það. — Það var hér eina nóttina
skömmu áður en maðurinn minn
sálugi dó, að það er eins og hvíslað
sé að mér að spá í mín eigin spil.
Ekki sinnti ég þessu til að byrja
með, en ég fékk engan frið, svo að
ég rölti fram í eldhús og lagði
spilin. Sé ég þá ekki dauðaspilin og
þau meira að segja tengd einhverj-
um mér mjög nákomnum. Mér varð
náttúrlega mjög hverft við en vildi
þó engu trúa, sérstaklega þar sem
ég las það líka úr spilum mlnum, að
ég setti ferðalag til útlanda í
vændum. Það þótti mér heldur
ótrúlegt svona á gamals aldri, svo að
ég hélt þetta bara tóma ímyndun í
mér allt saman. En það fór svo, að
maðurinn minn lést skömmu síðar,
og eftir jarðarförina hélt ég til
Danmerkur ásamt dóttur minni.
Nú berst talið að Kaupmanna-
höfn, og ég spyr gömlu konuna um
systur hennar Guðný Vestfjörð, sem
bjó þar mestan hluta ævi sinnar.
— Guðný var þekktur miðill I
Kaupmannahöfn, og til hennar
komu margir danir I leit að andlegri
hjálp. Hún var I mörg ár búsett I
Fredriksbergvej, og þangað kom
margt frægt fólk og þekkt I
Danmörku. Guðný hafði ekki að-
eins miðilshæfileika, hún gat llka
sagt fyrir um örlög fólks og hagi.
Hún gat til dæmis sagt fyrir um
hluti með þvl aðeins að líta á hring
af viðkomandi manneskju. Það
þótti mörgum alveg sérstakt, og það
efldi trú manna á dulrænum hæfi-
Þrastargata 9, þar sem spákonan á
heima.
leikum hennar. Ég gæti trúað, að
margir íslendingar könnuðust við
Guðnýju, því að hún kom hingað
fyrir mörgum árum, og sýndi
kvikmyndir af miðilsfundum I
Trípólibíói, sem nú er búið að rífa.
SVONA ER ÞAÐ MEÐ
DULSPEKINA.
— Já, það er ekki að efa, að
dulrænir hæfileikar eru erfðaeigin-
leikar. Hann faðir minn sá ýmislegt
ókomið fyrir. Ég gleymi því seint,
þegar ég eitt sinn var I gönguför
með honum suður I Skerjafirði,
þegar hann bendir allt I einu I þá
átt, sem flugvöllurinn er nú, og
sagði: — Þarna á eftir að rlsa stórt
hús, og I sambandi við það verður
mikið að gera, ys og þys og hávaði.
— Þetta var löngu áður en flugið
kom til sögunnar, svo að mér þótti
þetta heldur skrýtin fullyrðing. En
hvað gerðist ekki? Já, svona er það
með dulspekina. Fólk, sem hefur
hæfileika á við hana Guðnýju
systur og pabba minn er ekki
á hverju strái.
— Nei, ég hef aldrei lært að spá
og aldrei lesið neitt um dulspeki.
Ég lærði að lesa hjá honum Þorleifi
barnakennara I Grjótagötunni, það
er nú allt, sem ég hef afrekað á
menntabrautinni, segir spákonan
og brosir.
Það þarf heldur ekki menntun til
þess að sjá feigð á mönnum, um
það getur þessi aldraða kona borið.
— Morgunn einn fyrir fáum
árum vorum við hjónakornin hér
heima, og maðurinn minn ætlaði út
I búð. Hann var að fara I skóna,
þegar mér verður litið á hann, og
mér sýndist hann eiga I erfiðleikum
með að komast I þá. Þegar ég leit
betur á hann, fannst mér ég sjá
einhvern óskaplegan hrylling yfir
honum upp af höfðinu. Ekki get ég
lýst þvl I hverju hann var fólginn
þessi hryllingur. Þegar ég stakk upp
á þvl við hann, að ég færi út I búð,
vildi hann það ekki. Þetta var I
síðasta skipti, sem hann gekk út úr
þessu húsi, því að hann datt I
búðarferðinni og slasaðist. Hann
var fluttur á spítala og dó þar. Ég
hafði séð feigð á honum, þegar
hann var að fara.
Ég hef dvalið lengi og spjallað við
konuna á Þrastargötunni og finnst
tlmi til kominn að kveðja. Hún
sagðist eiga von á fólki hvað úr
hverju, fólki, sem vildi fá að vita
eitthvað um sjálft sig.
Á.K.
26 VIKAN 29. TBL.