Vikan

Eksemplar

Vikan - 15.07.1976, Side 30

Vikan - 15.07.1976, Side 30
 J Sþáin gildir frá fimmtudegi til miðvikudags §§f HRÚT'JRINN 21. mars - 20. apríl Rcyndu að hafa öll þín mál á hreinu, því næsta vika gæti orðið þér skeinuhætt, ef þú gætir ekki vel að þér. Helgin verður þó sérstaklega skemmtileg. fpmll, NAUTIÐ 21. apríl — 21. mai Ósjálfstæði ákveðinnar manneskju, sem þér er nákomin, fer I taugarnar á þér, en þú i verður að reyna að sigrast á því. Næsta vika er hagstæð til þess arna. TVÍBURAPNIR 22. mai - 2i iúní Vinur þinn réttir þér hjálparhönd, en hann gerir það S þann hátt, að þú veist varla af því. Hafðu augun opin, og gættu þess dyggilega að treysta vináttubönd. H§í KRABBINN 22. iúni - 23. ’úli Einhver kunningja þinna biður þig um aðstoð. Láttu ekki undir höfuð leggjast að sinna þeirri bón, þvl það mun örugglega koma þér til góða síðar. LJÓNIÐ 24.ÍÚIÍ - 24. aqúst Á næstu dögum er rétti tíminn fyrir þig að skipta um umhverfi, enda veitir þér ekkert af því. Það mun verða þér til góðs á allan hátt, styrkja bæði sál og líkama. MEYJAN 24. áqúst — 23. sept. Næsta vika verður róleg, kannski einum of róleg, þér veitti ekki af tilbreytingu En næstu dagar eru sem sagt ekki líklegir til þess að veita þér hana. En koma tímar... VOGIN 24. sept — 23. okt. Hvernig sem veðrið verður næstu viku, þá er hún kjörin til útivistar og ferðalaga. Hikaðu ekki við að koma hlutunum I kring, þú hefurerindi sem erfiði. Góða skemmtun! SPORÐDREKINN 24. okt. - 23. nóv. Einhver breyting I sambandi við heimili þitt er I vændum, líklega I sambandi við bústaðaskipti. Hafðu engar áhyggjur, það mun allt ganga vel að lokum. BOGMAÐURINN 24. nóv. - 21. des. Notaðu næstu viku til þess að koma persónulegum málum þlnum I betra horf, þvl nú er rétti tlminn til þess. Um helgina veitist þér óvænt ánægja. ui STEINGEITIN 22. des. - 20. jan. Kjörorð vikunnar er: Gegn freistingum gæt þln, og falli þig ver. Um helgina veitist þér tækifæri til upplyftingar, spilltu ekki ánægjunni með neinni glópsku. Slll VATNSBERINN 21. jan. - 19. febr. I vikunni er rétta tækifærið til að fram- kvæma það, sem þú hefur lengi ætlað þér. Láttu ekki hugfallast, þótt á móti blási I fyrstu. Allt fer vel að lokum. FISKARNIR 20. febr. - 20. man Vikan er að mörgu leyti hagstæð til framkvæmda, en þú gerðir rétt I því að hafa þér hyggnari með I ráðum. Gerðu þér dagamun um hclgina, þú hefðir gott af því. STdQRNUSPfl hryggja konuna mína fyrrver- andi. Hún hefur þegar oróið að þola nóg.“ Innra með Marianne toguðust á sársauki og afbrýðisemi. Hún fór nokkuð nærri um hvaða álit keisarinn hefði á henni. Það fann hún á viðmóti hans. Hún hafði aðeins verið honum stundarfróun og hann myndi brátt gleyma henni. Ást hennar á honum var hins vegar heitari en nokkru sinni, en hann fór nánast með hana einsog hvert annað glæpa- kvendi, hún sem hafði hætt lífi sínu til þess að bjarga honum og Jason hafi hlotið skotsár. Nú óskaði hún einskis frekar en að komast í burtu. Hún myndi fara með Jason hvenær sem væri. Hún myndi aldrei geta búið í sama landi og þessi maður, án þess að hafa leyfi til þess að vera nærri honum. „Garður þinn, Jósefína, er fullur af óvæntum hlutum," sagði hann og gerði sér upp glaðværð, „sérðu hvað ég fann. Varðliðarnir rákust á þessa ungu konu, en hún virðist.hafa klifrað yfir vegginn ásamt ameríkana, sem er nú særður." Rödd Napóleons hreif nú Marianne aftur niður á jörðina. Hún var stödd þarna í stórri vistarveru, sem ef marka mátti húsgögnin var greinilega músík- herbergi. Fremur feitlagin kona í hvítum kjól úr kasmírull með fín- gerðum knipplingum sat í sófa með rauðu áklæði. „Fyrir alla muni vertu ekki að spauga þetta, Bónaparte. Mér var tjáð, að samsæri væri í upp- siglingu," sagði konan, sem var engin önnur en hin fyrrverandi keisaraynja. Hún rétti titrandi hendurnar í áttina til hans og hann tók hlýlega um þær. „Ef um samsæri er að ræða, munum við fljótt komast að raun um það. Ekki æsa þig svona upp. .Þetta verður allt i lagi, sem minnir mig á.“ Hann snéri sér að Marianne sem stóð þarna orðlaus og dirfðist varla að draga andann. „Getið þér sagt mér hver foringi þeirra er. „Já yðar hátign. Chevalier de Bruslart.“ „Nú, eina ferðina enn,“ sagði Jósefína og keisarinn yggldi sig.“ „Komið hingað, mademoiselle og segið okkur allt sem þér vitið. Hérna, setjist niður.“ Hún benti á lágan stól, en Marianne sá hann varla. Hún var svo heilluð af þessari konu, föl- leitu andlitinu, dökkrauðu hárinu og stórum augunum sem voru grátbólgin þessa stundina. Töfr- ar hennar voru þrátt fyrir allt óviðjafnanlegir. Hvert augnatil- lit, sérhvert svipbrigði í andliti hennar, bar vott um ást hennar á eiginmanninum, sem hafði hafnað henni. Marianne gleymdi afbrýðisemi sinni og gat ekki annað en fundið til samúðar með þessari konu. Báðar elskuðu þær sama manninn, báðar báru þær ugg í brjósti hans vegna. Þetta batt þær saman enn sterkari böndum en fjarlægur skyldleiki hefði gert. „Komið,“ sgði hin fyrrverandi keisaraynja aftur. „Komið og setjist hér.“ Mariannne hneigði sig á viðeigandi hátt. „Madame," sagði hún. „Þér sjáið hvernig ég er klædd og ég mun einungis óhreinka þessi fallegu húsgögn." „Hugsið ekki um það,“ sagði Jósífína og varð allt 1 einu glað- leg, en það var einmitt ein hliðin á töfrum hennar. Viðbrögðin voru ótútreiknanleg. „Mig langar að ræða við yður og fá að vita hverjar þér eruð: Sannleikurinn er sá, að þér eruð mér ráðgáta. Þér eruð vissulega klæddar eins og förukona, en framkoma yðar er á þann veg, að þér gætuð hæglega verið hefðakona og sömuleiðis röddin. Hver eruð þér?“ „Andartak," skaut Napóleon inn í. „Hér er annar. Samsæris- mennirnir virðast ekki vera þeir einu sem eru á ferðinni á vegum úti.“ Duroc kom inn til þeirra og í fylgd með honum var horaður náungi i þykkri yfirhöfn, en sér til mikillar hrellingar sá Marianne, að þetta var enginn annar en Fouché. Lögrglustjórinn var fölari en hann átti vanda til, nema hvað nefnið var rautt og hann var greinilega kvefaður. Rödd hans bar þess vott og svo var hann stöðugt með vasaklút á lofti. Mennirnir tveir staðnæmdust hlið við hlið og hneigðu sig. Duroc var sá þeirra, er fyrstur talaði. „Það var raunar um samsæri að ræða, yðar hátign. Ég fann hans tign, hertogann af Otranto á staðnum í óða önn að koma í veg fyrir það.“ „Ég skil.“ Keisarinn stóð með hendur fyrir aftan bak og leit á hina tvo embættismenn sína á víxl. „Hvernig stendur á því, Fouché, að ég var ekki varaður við?“ „Eg vissi ekki um þetta sjálfur fyrr en á siðustu stundu. En eins og yðar hátign sjáið þá kem ég beint úr rúminu, þó að ég ætti heilsu minnar vegna að vera þar kyrr. Auk þess er ásökun yðar hátignar óréttmæt. Þér voruð varaður við. Er þetta ekki made- moiselle Mallerousse, sem ég sé hérna við hliðina á hennar hátign? Þetta er einn af slyngustu útsendurum mínum“ Marianne opnaði munninn, en orðin létu á sér standa. Snarræði Fouchés var undravert. Þarna stóð hann og þakkaði sér það sem var hennar verk. Ef Gracchus- Hannibal Pioche hafði ekki komið til skjalanna, hefði hún sjálfsagt fengið að dúsa í neðanjarðar- hvelfingunni að Chaillot til eilífðarnóns. En Napóleon leit nú hana sinum bláu augum og hún hélt, að hún yrði að gjalti. „Nú-já, einn af útsendurum Fouchés? Það eru svei mér tíðindi, Duroc." Það var ásökun í röddinni. Duroc roðnaði og reyndi að finna viðeigandi svar, en Fouché varð fyrri til. Hann brosti sallarólegur, þurrkaði sér um nefið og það rumdi í honum. „Já, einn af mínum bestu. Ég hef nefnt hana stjörnuna. Made- moiselle Mallerousse er sem

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.