Vikan - 15.07.1976, Qupperneq 32
hingað yfir til Frakklands með
smvglaraskipi og til þess að forða
mér undan lögunum. sem ná til
útflytjenda. bauð hertoginn af
■Otrante mér stöðu sem lesari hjá
madame de Talleyrand og um
leið..."
..Já. hann vildi liklega sjálfur
eiga þar hauk í horni!" sagði
keisarinn. Mig undrar það ekki.
Sér gjöf til gjalda. er ekki svo
Fouché? Mig langar til þess að
vita hvernig stóð á því, að þér
buðuðhitflvtjanda vernd yðar."
Marianne veitti því athygli að
Fouché létti.
„Það er mjög einfalt yðar
hátign." sagði hann. „Það bar að
með þeim hætti ..."
„Seinna. seinna."
Keisarinn var aftur farinn að
ganga fram og til baka. en heldur
hægar núna. Hann var með
hendur fyrir aftan bak og hann
virtist mjög hugsi. Hin vingjarn-
lega. Jósefína greip þá tæki-
færið. hjálpaði Marianne á fætur
og fékk hana til þess að setjast
niður. Hún þurrkaði tárvotar
kinnar hennar með vasaklút og
kallaði á Hortense dóttur sina og
bað hana að sækja eitthvað heitt
að drekka handa Marianne.
„Láttu útbúa bað handa henni
og sæktu þurr föt. Mam'selle
d'Asselnat verður hér um kyrrt
hjá okkur í nótt."
„Yðar hátign er mjög alúðleg,"
sagði Marianne og brosti dapur-
lega. ,,en ég vil heldur fara. Eg vil
komast til hins særða félaga míns.
Við ætlum að leggja af stað saman
til Ameríku á morgun. Skip hans
bíður okkar i Nantes."
„Þér gerið eins og yður er sagt,
mademoiselle," sagði Napóleon
stuttaralega. „Örlög yðar eru ekki
í vðar eigin hendi. Við erum ekki
búin að gera út um málið. Áðúr
en þér farið til Ameríku, þurfið
þér að skýra ýmislegt betur."
Skýra, æ gr * minn góður.
hugsaði Marianne. Þvílíkur kjáni
hafði hún verið að hætta sér inn í
þetta broddfluguhreiður til þess
að bjarga honum, eða öllu heldur
til þess að sjá hann, þó ekki
væri nema andartak. Hún hafði
enn alið einhverja von í brjósti
sér, þó hún vissi ekki hvers
vegna. Kannski vonaðist hún til
þess að endurvekja blíðu nætur-
innar forðum. Nei, þessi hrjúfa,
kaldranalega rödd talaði skýru
máli. Hún var honum einskis
virði. Þetta var tilfinningalaus
maður. En hvernig hafði hann
náð þessum tökum á henni?
„Eg er yðar hátign ævinlega til
reiðu," muldraði hún ofan í barm
sér. „Gefið skipunina og ég mun
hlýða"
„Ja, ég vona það bara. Þiggið
fötin og baðið, sem hennar hátign
býður yður, en verið fljótar. Þér
eigið að vera reiðubúnar að koma
með mér til Parísar innan klukku-
stundar."
„Yðar hátign," sagði Fouché
auðrnjúkur, ,ég skal gjarnan
annast um madamoiselle. Sjálfur
ætla ég að snúa aftur til Parísar
og ég get farið með hana að Rue
de Varenne."
Þýlyndi hertogans af Otranto
færði honum ekkert nema
reiðilegt augnaráð.
„Þegar ég þarfnast ráðlegg-
ingar yðar, Fouche, skal ég láta
yður vita. Af stað nú
mademoiselle, og fljótt."
„Má ég að minnsta kosti fá að
vita, hvað orðið hefur af félaga
mínum?" spurði hún djarfmælt.
„í návist keisarans, mademoi-
selle," hreytti Napóleon út úr sér,
„þurfið þér ekki að hafa áhyggjur
af öðrum en yður sjálfri. Þér eruð
þegar nógu illa á vegi stödd. Gerið
ekki illt verra."
En það þurfti meira til en reiði
Napóleons að láta Marianne snúa
baki við vini sínum.
„Yðar hágöfgi," sagði hún
þreytulega,„jafnvel sá, sem á
dauðadóm yfir höfði sér, hefur
rétt til þess að láta sér annt um
vin sinn. Jason Beaufojrt særðist,
þegar hann var að1 reyna að
bjarga yður og. ..“
„Og að yðar mati er framkoma
mín óafsakanleg? Hafið engar
áhyggjur, mademoiselle, hinn
ameríski vinur yðar er ekki alvar-
lega særður. Hann fékk kúlu i
handlegginn og þetta er áreiðan-
lega ekki sú fyrsta. Trebriant
höfuðsmaður er núna að svipast
um eftir vagninum, sem hann
segist hafa skilið eftir á veginum.
Á eftir mun hann fara í kyrrþey
aftur til Parísar."
„Já, en ég vil ræða við hann."
Napóleon lamdi hnefanum í
lítið borð og,það brotnaði undan
högginu-.
„Hver dirfist að segja, „ég vil,“
við mig. Nú er aióg komið! Þér
fáið einungis að hitta þennan
mann með mínu leyfi og þegar
mér þóknast! Fouché, úr því að
yður er svona mikið í mun að
gerast fylgdarmaður, skuluð þér
annast um þennan Beaufort."
Lögreglustjórinn hneigði sig og
hæðnisglott lék um varir hans.
Síðan yppti hann hæversklega
öxlum og dró sig i hlé.
Hún horfði á hann yfirgefa her-
bergið, siginaxla og vonsvikinn.
Þessi sjón hefði átt að gleðja
hana, en reiði mannsins, sem stóð
þarna fyrir framan hana, var of
frábrugðin framkomu Charles
Denis. Nú skildi hún hvers vegna
hann var kallaður mannætan frá
Korsíku. En þrátt fyrir vonbrigði
sín gat Marianne ekki annað en
dáðst að þessari valdsmannslegu
framkomu.
Jósefína hafði horft á þessa
sennu án þess að skipta sér af, en
þegar Fouché var farinn, reis hún
á fætur og tók um arm Mariannes,
þar sem hún stóð þarna líkt og
bergnumin.
„Hlýðið, barnið gott. Það er
ekki rétt að setja sig upp á móti
keisaranum, hver svo sem
skipun hans er.“
Marianne var enn í uppreisnar-
hug, en sefaðist heldur, er hún
mætti döpru augnaráði Jósefínu.
Þrátt fyrir hennar eigin ást á
Napóleon gat hún ekki annað en
hænst að þessari einmana konu,
sem var svo vingjarnleg við hana,
og virtist ekki láta þessar
einkennilegu kringumstæður
hafa áhrif á sig. Hún reyndi að
brosa, en hneigði sig síðan og
kyssti á hönd hinnar fyrrverandi
keisaraynju.
„Yðurtil þjónustu, madame."
Keisarinn lét eins og ekkert
væri. Kannski heyrði hann ekki
þessa síðustru ögrun. Hann snéri
baki í konurnar tvær, starði út um
gluggann og kreisti kögrið á silki-
gluggatjöldunum milli fingra sér.
Án frekari málalenginga hneigði
Marianne sig fyrir Jóse-
fínu, en gekk síðan á eftir
þjónustustúlkunni sem Hortense
hafði sótt. Um leið og hún fór út,
kom henni 1 hug hvort sá
tími myndi nokkru sinni renna
upp, að hún fengi að velja sín
Esjuberg
er í leiðinni
Landsmenn lítið inn á
Esjubergi.
Við bjóðum allt frá ódýrum
smáréttum upp í glæsilegar
stórsteikur.
□IJ
rt
Veitingabúó Cafeteria
Suöurlandsbraut2 Simi 82200
32 VIKAN 29. TBL.