Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 05.08.1976, Qupperneq 2

Vikan - 05.08.1976, Qupperneq 2
Langt suður í höfum er eyja þar sem Sindbað sjómaður átti viðdvöl í einni ferða sinna. Hafði hann þá lent í ævintýrum miklum og sjóhrakningum, er hann nálg- aðist eyjuna og komst í skjól við strendur hennar. Uppi á landi sá hann gróður mikinn og hugðist njóta þar hvíldar um hríð og leita vista. Er nær landi kom sá hann vík eina þar sem hann sigldi inn, og tók land vestan í víkinni það- an sem hann hugðist leita vista. Lét hann hrinda út báti, gekk um' borð ásamt áhöfn sinni og voru þeir þá samankomnir 33 í bátnum. Er í land kom undruðust þeir gróðursæld og gæði landsins, því að þar voru ávextir á hverri grein og fjöldi vatna rann til sjávar. Er þeir höfðu matast og drukkið að vild, héldu þeir lengra á land upp eða þar til þeir komu að klett- um miklum, sem í voru höggnar vistarverur. Kom þar til móts við þá mær ein fögur er kvaðst nefnd Mæja og vera drottning eyjarinn- ar. Bauð hún þeim til húsa. Er inn kom var þar fyrir fjöldi ungra meyja, og dvöldust Sindbað og menn hans þar í þrjár vikur í glaum og gleði viðfagran söng og hljóm- list. Eftir ævintýri mörg hugðust þeir halda ferð sinni áfram, kvöddu drottningu með virktum og báðu hana og meyjar hennar vel að lifa og njóta sunnu lengi þar. Fékk Mæja þeim að skilnaði 33 fagrar meyjar til fylgis við sig og bað þá njóta og rétti þeim að síðustu lykil að húsum sínum, en þangað vildi hún að þeir snéru aftur ef þeim sækti leiði, ,,því hér," sagði hún ,,býr orka mikil, er ykkur er heimilt að njóta hvenær sem þið farið í sumarfrí, strákar mínir, og allir ykkar kunn- jMMjjjM r •mt i mak* j J0 1? i m * wv mmm PALMA NOUá ingjar. Og vitið það að eyja þessi er eftir mér nefnd og þeim krafti sem hér býr og skal á ykkar máli héreftir nefnd Mæj-orka." Eftir þessa kveðju fóru Simbi sailor og menn hans á haf út með meyjarn- ar fögru, en á hverju sumri snéru þeir aftur til Mæj-orku og gistu ,,Hótel 33" í nokkrar vikur. Langt er síðan saga þessi gerðist, en tryggð Sindbaðs við Hótel 33 hefur aldrei rénað, og snýr hann þangað enn á ári hverju og unir sér við glaum og gleði í nokkrar vikur. En nú kallar hann það að „hlaða batteríin" fyrir komandi ævintýri. Fleira hefur breyst á þessum tíma. Ég hitti Simba á Hótel 33 í sumar þar sem hann var að „hlaða batteríin" ásamt félögum sínum. Hann hafði breytt um Hitinn er nægur og sunna allsstaðar 2 VIKAN 32. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.