Vikan

Issue

Vikan - 05.08.1976, Page 21

Vikan - 05.08.1976, Page 21
árið. . . Ég átti mjög lengi í því. Það maskaðist til dæmis á mér allur hausinn, og mér var raðað saman upp á líf og dauða. . . Þetta skeði 27. desember, og á gamlársdag var ég nýlega raknaður úr roti, og ég heyrði lætin utan úr borginni inn um gluggana. Það var látið renna ofan í mig úr glasi, sem hékk fyrir ofan rúmið, og ég hugsaði, að einhvern tíma hefði betri mjöður runnið ofan í kappann á gamlárskvöldi.... Ég var svo blindaður af víninu, að ég sá ekkert annað en vín, og ég var ekki fyrr kominn út af sjúkra- húsinu — búið var að reyta hverju einustu geiflu úr skolt- ] inum á mér, því að þær, sem ekki fóru í bílslysinu, þurfti að plokka úr, og hangandi með kolbláa kinnina og vírspöng upp i eyru/— en ég lét leka ofan í mig, uns ég vissi ekkert, hvar ég var. Ég sat á tröppun- um, þaðan sem ég var fluttur fyrir þremur árum og barði þar upp á og var hissa á, að fólkið skyldi ekki hleypa þessu skrímsli inn........Það var því alveg mál til komið, að ég legði leið mína hingað og færi að gera eitthvað í málinu. Margir tala um, að samtökjn fái kaldar kveðjur frá læknum. Ég átti leið til læknis í morgun. . . og ég lagði spilin á borðið, sagði honum alveg hreint, hvernig ég hefði verið og hvað ég hefði verið að gera, og síðastiiðið ár hefði ég verið frá vinnu í tíu daga út af f.vlliríi. Þetta hefði rokkað til.; ég hefði komist niður í sex daga á ári og upp í tíu til tuttugu daga. Hann spurði mig, hvað ég hefði gert til að halda mér frá áfengi, úr þvi ég hefði drukkið þetta mikið áður, svo ég sagði honum, að ég væri hér i samtökunum og hvaða leiðir hér væru farnar. Þessi læknir sagði: Ég skal segja þér það, að verkið, sem þú ert að framkvæma, er ekki á færi nokkurs læknis i heiminum. Það getur enginn gert þetta nema þú sjálfur, og ég hefði ekki bent þér á aðra leið. Svo ekki eru allir læknar neikvæðir í garð samtak- anna. .. ... Eg þori ekki að segja: Égitr hættur að drekka, en ég er á þeirri leið. ÆGILEGUR GLÆPUR Fundarstjóri: Eg var langt kominn með að eyðileggja mína konu, eyðileggja mín börn, og ég hef sagt frá því hér. Þó held ég, að minn stærsti glæpur hafi verið, þegar ég var farinn að ljúga að börnunum mínum eftir löng fyllirí, árekstrafyllirí, þar sem ég hafði jafnvel beitt hnúum og hnefum. Eg minnist þess sérstaklega, þegar ég tók tviburana mína, sína á hvort hné á mánudagsmorgni eftir mikið fyllirí. Og ég sagði við þær: Jæja, stelpur mínar! Nú er pabbi hættur að drekka. . . . . . Kannski er það ekki svo ógurlega alvarlegt að ljúga aö konunni sinni og öðrum full- orðnum vandamönnum, en þegar maður tekur til óspilltra málanna og lýgur að börnum sínum — vitandi vits, er það ægilegur glæpur, sem ég hef framið allt of oft. VANDINN ER AÐ FINNA SJÁLFAN SIG — Kæru félagar! Ég heiti. . . og er alkóhólisti. Ég er einn af þeim mönnum, sem hafði verið heldur lengi í samfélagi við Bakkus, því að ég var búinn að drekka svo lengi, að ég var eiginlega orðinn götumaður. s. Innst inni var ég löngu búinn að viðurkenþa fyrir sjálf- unt mérað svona lífi væri ekki hægt að lifa, best væri bara að binda endi á þetta einhvern tima eftir fylliriistúrana. Sjálf- sagt hafði ,ég ekki þor til að framkvæma þetta, en þið sjáið samt af þessu, hvað ég á mikið samtökunum að :. þakka, þvi að nú vil ég ekki rieitt gera í þá áttina að stytta líf mitt. . . Ég hafði gert ýmislegt til að reyna að halda mér frá víni, en það tókst engan veginn. Ég gat engu lofað, því að um leið og ég var búinn að lofa einhverju, var það alveg runnið út í sand- inn — tóm svik og lygi. . . . . . Svo var það einu sinni sem oftar, að ég var að rísa upp úr einni áfengisrispunni.Það var hörmulegur morgunn, sem ég mætti til vinnu minnar á. Eg gat ekki haldið höfði, ég gat ekki horft i ljósbirtu, allt var tómt svartnætti, mórallinn ægi- legur og taugarnar búnar. Þá held ég hafi verið í uppgjöf í eina skiptið um margra áratuga skeið og hreinlega bað guð um að hjálpa mér. Og viti menn! Sennilega hef ég verið það heill í bæninni, að hjálpin kom á stundinni, þótt einkennilegt sé með mann, sem búinn var að týna sinni trú algerlega. Ég var búinn að gleyma minni barns- trú i áfenginu, en það var með mig eins og drukknandi mann, að þótt hann hafi talið sig trú- lausan, grípur hann oft í það hálmstrá að biðja guð að hjálpa sér, þegar hann stendur and- spænis dauðanum. AA-maður, sem hafði fvlgst svolítið með mér og rætt stundum viðmig., birtist þarna hjá mér allt i einu þennan morgun. Það var mín bænheyrsla, vegna þess að þessi maður hjálpaði mér að ganga fyrstu sporin — hér á fund. . . Ég sagði við hann. að nú héldi ég, að ég vildi allt gera, hvað sem það væri og hvernig sem það væri, ef ég gæti losnað frá þessum böðli. Það varð úr, að ég ákvað að reyna að halda mér þurrum fram á föstudag og koma hér á fund. Þetta tókst, og þá talaði hér maður, og mér fannst hann vera að segja frá því, hvernig ég væri og hvernig drykkju- mennska mín væri. Hið eina, sem skildi milli okkar, var að hann hafði fengið delerium tremens og legið á spítala. Ég hafði fengið vott af því sama töluvert oft, en aldrei svo. að ég lenti á spítala. . . . Þessi ganga mín var erfið, því að daginn eftir var ég dottinn í það, og svona gekk þetta í sex mánuði. Ég var að berjast við að gera eitthvað, en það gekk ekkert. Ég fór á fundi, skjálfandi og titrandi með höfuðið niður í bringu og þorði ekki að horfa upp á nokkurn mann. í þessa sex mánuði fór ég alltaf á fundi, þegar ég var ódrukkinn, en aldrei fór ég undir áhrifum. Eftir þessa sex mánuði náði ég mér loks á strik og tókst að halda mér þurrunt í átta mánuði. Þá þurfti ég að prófa þetta eins og svo margir aðrir, sem láta sér ekki segjast. 1 þetta skipti kom allt annað fram. Ég hafði enga ánægju af fyrstu isnöfsununn og var í kvöl allan tímann. sem ég drakk. Þetta tók mig þó ekki nema sólarhring. Eg vaknaði i sófanum með óupptekna flösku og aðra axlafulla hjá mér. Ég teygði mig í flöskuna eins og vani minn var. en ég komst ekki lengra en bera hana að vörunum. Þá kom eitthvað til: hvort sem það var að vakna í mér vitið, eðá það var einhver

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.