Vikan

Issue

Vikan - 05.08.1976, Page 27

Vikan - 05.08.1976, Page 27
„Nei.“ Því tryði hann ekki. En hafði henni verið veitt eftirför? Eða hafði hún átt von á því og látið síðan ímyndunaraflinu eftir afganginn? Hún hafi greinilega gaman af þessum litla sigri sinum, hvort sem hann var raun- verulegur eða ekki. „Eitt verð ég að segja þér til hróss,“ sagði hann glaðlega, „þú ert ein af þeim, sem getur farið í járnbrautarlest, án þess að fötin krumpist." „Þau eru úr efni sem ekki krumpast," sagði hún hneyksluð og tók eftir ánægjusvipnum á andliti hans. „Auðvitað, þú ert hagvön,“ sagði hann. „En þessi náungi, sem reyndi að elta þig...“ „Þú trúir mér ekki?“ „Ja, kannski var þetta bara aðdáandi." Hann gat vel ímyndað sér að einhver hefði gaman af að elta svona blómarós á fögrum sumarmórgni. „Æ, láttu ekki svona,“ sagði hún og hristi höfuðið. Einkenni- legt, hugsaði hún, að karlmenn tóku hana aldrei alvarlega, nema þeir eldri eins og McGulloch og Krieger. Ef til vill hafði maðurinn, sem reyndi að elta hana í morgun ekki heldur tekið hana alvarlega, ekki fyrr en allt í einu þegar hún var horfin. „Jæja,“ sagði hún og var aftur orðin ákveðin og hlutlæg. „Ég hef varað þig við.“ „Og ég tek það til greina,“ sagði hann og gaf þjónustustúlkunni merki um að koma. „Þegar ég geng um götur Vinar ætla ég að hafa ratsjártækin í lagi.“ Krieger hefði að minnsta kosti ekki fundist hún hlægileg, hugsaði hún. Hann hefði glaðst yfir framför hennar og því hvað hún var fljót að læra. Hún var ánægð er hún minntist mannsins sem hafði verið á hælum hennar, jafnvel eftir að hún hafði skipt um leigubíl. En þegar hún yfirgaf þann bíl og braust í gegnum mannþröngina og inn í járn- brautarvagninn, þá hafði hann litið í þveröfuga átt. Hún horfði á David, sem beið eftir reikningnum. Hann myndi fljótlega þurfa að læra öll þessi litlu brögð og þá ekki vera hlátur í hug. Hér sitjuni við, hugsaði hún, vopnlaus, engin hlustunar- eða öreindatæki. Ef miðað var við nútíma hugsunarhátt, voru þau ekki annað en tveir afglapar. Ekkert ofbeldi, engar hugsjónir, ekki þetta kaldastríðs hugarfar. Við erum einungis að hjálpa fórnarlömbum hins kalda friðar. Erum við ekki hinir nytsömu sak- leysingjar? En samt var það þess virði. Einhver varð að taka þetta að sér. En með hvaða ráðum? Nota heilann og heilbrigða skynsemi hafði Walter Krieger sagt. Þetta hvort tveggja réði miklu, þegar í harðbakka slægi. Og hann ætti að vita það. Hann hafði búið í Mið- Evrópu þau fjögur ár sem nasist- arnir óðu þar yfir. Þvi minna sem treyst er á tæknibrögð, þeim mun þýðingarmeiri verður eigin snilli. Ef senditæki í formi sígarettu- kveikjara er ekki fyrir hendi verður að gæta ýtrustu varúðar. Þá er ekki hægt að treysta á aðra til þess að losa mann úr klipunni. Mikilvægast er að treysta á sjálf- an sig og þekkja sín eigin tak- mörk. Þá verða engin vandræði. En guði sé lof, Krieger yrði til taks, ef í hart færi. David gaf ríkulegt þjórfé og er þau yfirgáfu borðið ómaði kór- söngurinn Auf Wiedersehen að baki þeirra. (Þriðji þáttur, loka- sena. Þorpskonurnar syngja kveðjusönginn. Síðan hækkandi tónar og allt endar í sátt og sam- lyndi.? „Eg kunni ágætlega við mig hérna," sagði David og sólar- geislarnir brutu sér leið í gegnum klifurjurtina. „Verst, að við skyldum hafa svona lítinn tíma.“ „Tíma til hvers?“ Hún leit snöggt á hann. „Til þess að kynnast ögn betur,“ sagði hann og vitnaði í orð hennar frá því rétt áðan. „Gerðum við það ekki?“ sagði hún og brosti. Hann sló nú yfir í aðra sálma. „Hvernig vissirðu um þennan stað?“ „Eg kom hingað í fyrra ásamt austurrískum vini mínum. Mig langaði að sjá þennan margróm- aða stað, þrátt fyrir alla ferða- mennina, heyra leikið á fiðlu og sungið svo allur þessi Gemiitlichkeit. Hann var undrandi á að mér skyldi líka staðurinn, en sömuleiðis ánægður." Hún hugsaði um kvöldið forðum. „Æ, það er nota- legt að sleppa menningunni annað slagið. Finnst þér ekki?“ Hann kinkaði kolli. Einkenni- leg samsetning, þessi stúlka. Hún var annað og meira en hún hafði virst við fyrstu sýn. Best að hafa það hugfast, sagði hann við sjálfan sig, og hætta að gnista tönnum í hvert skipti, sem hún tæki við stjórninni. Ef hún hefði ekki komið með öll þessi skilaboð í dag, hvar væri ég þá staddur? Ég hefði rennt blint í sjóinn. „Krieger er ekki einungis í súkkulaði," sagði hann. Hvað er hans raunverulega starfssvið?" „Súkkulaði," sagði hún og ygldi sig. En hvers vegna hafði hann spurt? Þessi maður gat verið erfiður á stundum, en hann var enginn kjáni. Hún varð mildari á svipinn. „Hann vann fyrir OSS.“ „Það er löngu liðin tíð. Ekkert unnið að leyniþjónustu síðan? „Nei. En nokkrir af beztu vin- um hans starfa hjá CIA eða MI6. Gerir það hann tortryggilegan?" „Ekki svo að neinu nemi,“ sagði hann og mundi eftir Heutersfrétt- inni frá Prag. (Og blöðin í Salz- burg höfðu skýrt frá ýmsu öðru sem studdi skoðanir hans.) Svo brosti hann og sló öllu upp i grín og hún brosti líka. Þessi léttleiki entist þeim á meðan þau óku í lítið áberandi, dökkgrænum, fjögurra dyra Mercedes bilaleigubílnum í áttina að hjarta Vínarborgar. En hann tók snöggan endi, er hún sagði. „Þú mátt ekki leggja bílnum þinum lengur en níutíu minútur í senn.“ Aftur tekin við stjórninni, hugsaði hann. „Þá ætla ég að reyna bílageymslu, sem er nálægt hótelinu. En fyrst ætla ég að skila þér af mér.“ „Eg kem með þér í bilageymsl- una. Það er ein í námunda við Neuer Markt." „Þú segir ekki? Og af hreinni tilviljun veist þú það?“ „Já, og ég fékk líka smáhug- dettu.“ „Einmitt það.“ „Mér datt í hug, að ég ætti að geta sótt bílinn fyrir þig í fyrra- málið. Það myndi falla vel að fyrirætlunum þinum.“ „Agætlega. En eru það mínar fyrirætlanir?“ „Jæja, Kriegers." Það vottaði fyrir taugaóstyrk í brosandi, dökkbláum augum hennar, sem löng augnhárin huldu þó fljót- lega. „Nafnið var vel til fundið, The Office of Strategic Services.“ Hann hristi höfuðið. En það gladdi hann, að þessi stúlka virtist sannsögul. „Veistu,“ sagði hún er þau nálguðust Neuer Markt. „Ég held að það sé betra fyrir okkur að bera eitthvert nafn svona til að skeyta aftan við setningarnar. Ég er kölluð Jo, stytting úr Joanna. Og þú heitir Dave, eða er það David?“ „Ég er kallaður Dave.“ Nema af Irinu... Var það þess vegna, sem hann hugsaði um sjálfan sig sem David? Hann beygði snöggt inn í fáfarna götu og staðnæmdist við gangstéttarbrúnina. Hann tók tösku sína og rykfrakka og sagði. „Jæja, Jo, þú tekur þá við. gleymdu ekki billyklunum.” Hann gekk yfir þrönga götuna í áttina að Hótel Sacher. Þá fyrst færði Jo sig yfir í bílstjórasætið. Jo hringdi klukkan ellefu. „Hvernig hefurðu það?“ sagði hún, svo að hann þekkti rödd hennar. „Gott, en þú?“ „Eg hef átt rólega kvöldstund, skrifað nokkur póstkort. Senni- lega ein tíu.“ „Tíu,“ át hann eftir henni. „Rétt er það. Og nú ætla ég beint i rúmið. Best að ná góðum svefni. Sjáumst." Hún lagði tólið á. Tíu. Tímasetningin hafði þá verið ákveðin. Klukkan á mínút- unni tiu í fyrramálið sæti Irina við borðið í kaffistofunni. Hann braut saman kortið, kort Jos, sem hann hafði verið að skoða frá því hann kom aftur til herbergis síns eftir ágætan, en frekar einmana- legan kvöldverð. Hann setti það í djúpan vasa á rykfrakkanum, til þess að vera viss um að týna því ekki. Það var gleggra en kortin sem hann hafði sjálfur keypt. Það náði ekki einungis yfir Austur- ríki, heldur llka hluta af nærliggj- andi löndum. Svo lét hann ferða- handbókina og rúllukragapeys- una, sem hann hafði verið í um daginn ofan í tösku, en losaði sig við tímaritin og pappírskiljurnar. Hann átti ekki von á því að geta gefið sér tíma til lesturs næstu tvo dagana. Næstu tvo dagana? A þessu stigi málsins, vissi hann ekkert hversu lengi þetta myndi verða. Hann þekkti ekki einu sinni fyrsta viðkomustaðinn. Krieger var að ganga frá því, sagði Jo. Hann rifjaði upp atriðin, sem hjann vissi nú þegar. Hann reyndi að hugsa ekki um Irinu, en það mistókst. Þarna einn í gylltu, rauðmáluðu hótelherberginu fann hann til taugaóstyrks og viðurkenndi það. Lítil borð og djúpir stólar gáfu honum ekkert svigrúm til þess að ganga um gólf og slaka á spennunni. t hálftima stóð hann við stóra gluggann og horfði á ljósaskiltin og lokuðu verslanirnar við Kartnerstrasse. Framhald í næsta blaði. VILTU HÆTTA AÐ REYKJA? TABMINT tyggigúmmí og viljastyrkur í 3 vikur og þú hefur yfirstigiö tóbaksávanann. TABMINT tyggigúmmíið hjálpar þér til að hætta að reykja. Skildu sígarettupakkann eftir heima, en taktu TABMINT pakkenn með þér í vinnuna og hvert sem þú ferð. Notaðu 1—4 „tyggjó" plötur á dag. Tyggigúmmíið heldur einnig aftur af lönguninni til að borða sælgæti eða aðra aukabita. Hafðu hugfast að TABMINT er hjálpar- meðal. Viljann til að hætta reyk- ingum verður einnig að vera fyrir hendi. APÖTEK OG LYFSÖLUR UM ALLT LAND. 32.TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.