Vikan

Tölublað

Vikan - 05.08.1976, Blaðsíða 31

Vikan - 05.08.1976, Blaðsíða 31
Uppskafningsháttur paris- arbúa cr alveg yfirgengileg- ur. Þeir eru ekkert ginkevptir fyrir konu af þeirra eigin þjóð- erni. en sé hún itiilsk gilciir öóru máli. Þarna hafió þér það þá. þér eruó frá Italíu. Hvaðan kjósió þér? Feneyjar. Róm. Flórens?" Hann bauó henni aó velja fæóingarbæ rétt eins og uin kjól væri aó ræöa. „Feneyjar!" sagói Marianne frá sér numin. „Ég inyndi svo gjarnan vilja kynnast Feneyjum." „Vissulega. Þér skuluð syngja í Feneyjum og allt keisaradæmi mitt mun falla aó fótum yóar. Vegabréf yóar veróur því frá Fen- evjum." /Evintýralegur heimur blasti allt i einu viö Marianne. en þó höfóu þessi framtiðaráform aóskilnaó þeirra í för með sér. Hjá því varö þó ekki komist. Ur þvi aó hann gat ekki haft hana hjá sér. þá var betra fvrir hana aó vera á ferðalagi. Ef hún fengi tækifæri til þess aö syngja. m.vndi allt annaö reynast henni barna- leikur einn. „Þaö var ekki ég, sem gaf yður þetta nýja nafn. heldur Fouché. St.jarnan!. En það verður stjarna í öðru sólkerfi. Og eitt enn. Mikilhæf söngkona þarf á umbdðsmanni aó halda, ein- hver.jum til þess að annast samninga. sem.ja söngskrá og vernda hana fyrir óvelkomnum aödáendum. Eg held að ég hafi fundiö þann eina rétta. Hvað segið þér um litla manninn, sem við fundum tvistígandi á veginum fvrir utan Malmaison ásamt he.vrnarlausa ökumanninum? Eg hef aflað mér haldgóðra upplýsinga um hann i dag. Þetta er furóufugl, en ég hygg að hann muni vera starfinu vaxinn. Og ef mér sk.játlast ekki, þá standið þér í þakkarskuld við hann.“ „En....“ Marianne varð næstum því orðlaus. „Hvernig hafið þér komist að þessu á svona stuttum tíma?“ „Vitiö þér ekki, að ég hef á að skipa frábæru lögregluliði? Og Fouché þarfnaðist fyrir- gefningar.“ Hann brosti kankvíslega og Marianne gat ekki annað en hlegið. Ringluð út af öllum þessum óvæntu fréttum settist hún í sófann, en hann beygði sig fram, kleip hana í eyrað og dró hana til sín. „Hamingjusöm?” „Hvernig á annað að vera? Ég er orðlaus. Þetta gerist allt í svo mikilli skyndingu, svo óvænt, næstum ógnvekjandi." „Eg kvaðst þurfa að segja yður sitt af hverju. Kyssið mig nú og farið svo að sofa. Þér þarfnist þess. Ekkert jafnast á við góðan nætursvefn eftir mikla geðshræringu. Nú verð ég að fara.“ Hann bjóst til ferðar, kyssti hana annars hugar, tók hattinn sinn og gekk fram að dyrum. En allt f einu stansaði hann og greip um höfuðið. „Heimskingi get ég verið. Ég hafði næstum gleymt dálitlu." Hann snéri sér að Marianne, sem stóð eins og bergnumin, fékk henni grænt gimsteinaskrin með keisaralegu skjaldarmerki. „Hérna,“ sagði hann. „Berið .þetta, er þér komið fram opinber- lega í fyrsta sinn. Þá veit ég að þér hugsið til mín.“ Marianne opnaði skrínið eins og í leiðslu. Þarna í svörtu flaueli lá hálsmen alsett smagröðum og demöntum. Ekki einu sinni heima hjá. Tallyrand hafði hún séð neitt þessu líkt. Augu hennar ljómuðu, en er hún leit upp, var Napóleon aftur kominn fram að dyrum. „Vonandi hæfa þeir yður þessir gimsteinar svona grænir eins og augu yðar,“ sagði hann og svo var hann farinn. Er madame Hamelin heyrði ekki lengur neinar raddir innan úr viðhafnarstofunni, fór hún þangað aftur. Marianne sat þá á gólfinu fyrir framan arineldinn. Hún hélt á skjölunum, en háls- menið lá í kjöltu hennar og hún hágrét. lti. kafli Skrímslið að Kue de Lille. Þarna í grárri morgunskimu nýs'dags, undir himni, sem gaf’ ekkert fyrirheit um sólskin, blasti við þeim stórt hlið og múr, sem vantaöi í stein hér og þar. Þetta var sannarlega iimurleg sjón. Angar af illgresi s|iruttu út úr múrnum og sömuleiðis upp á milli sleinanna í sléttinni, er lá upp að húsinu. Marianne stóð og hallaði sér að Fortunée. Slör huldi andlitið, en augu hennar flóðu í tárum. Þetta var þá gamla húsið, þar sem hún hafði byrjað líf sitt. Þaðan höfðu foreldrar hennar gengið út hönd í hönd til þess að mæta dauða sínum. Hún hafði viljað sjá það áður en húsmeistararnir komu þangað, vegna þess að henni fannst að hún ein hefði rétt til þess að r.júfa þá þögn, sem hafði umlukt hús ættarinnar í svo mörg ár. Hún hafði viljað sjá það í öllum sínum einmanaleik og niðurníðslu, áður en töfra- sprotanum, sem átti að gefa því nýtt líf, væri veifað. En nú fann hún að þetta fól svo margt í sér og var henni næstum um megn. Ef ógnarstjórnin hefði aldrei komið til sögunnar, hefði hún eytt æsku sinni í þessu gamla húsi. Líf hennar hefði þá tekið annan far- veg, en hefði hún orðið hamingjusamari? Hver hefði Marianne dAsselnat de Villeneuve þá verið á þessu augnablfki? Nei, slikar bollalegg- ingar voru út í hött. Fyrir aftan sig heyrði Marianne, Arcadius de Jolval segja ökumanninum að bíða. Hún gekk nokkur skref i áttina að húsinu, en hún hikaði við að taka upp lyklana, sem henni höfðu verið fengnir í dögun. Gegnt hinni drungalegu hesta- og göngu- braut stóð íburðarmikið hús. Þar var fólk að hverfa að önnum dags- ins og allt í hróplegri mótsögn við vanhirðuna. Verið var að sópa for- garðinn, pólera látún, berja ábreiður. Fólk var að koma og fara, karlmenn í einkennis- búningum, ýmis fótgangandi eða ríðandi. Er Arcadius sá Marianne snúa sér við hleypti hann brún- um. „Þér munuð eignast hávaðasama nágranna, að minnsta kosti þegar þeir eru í París. Þetta er setrið að Rcauharnais. Eugéne fursti, vara- konungur í Ítalíu, dvelst þar um þessar mundir. t gær- 29. janúar 1810 var móttaka þar og síðan dansleikur. Eugéne fursti hefur yndi af slíku og keisarinn var þar. En fyrir bragðið hefur þjónustu- fólkið nóg að gera í dag. Þess vegna eru allir svona- önnum kafnir. En þegar hann er farinn aftur til Mílanó færist aftur ró ylir alll Keisaranum er mjög hlýtt lil hans,“ bætti hann við og vildi með því draga úr óþolin- mæði henar. Þar hitti hann naglann á höfuðið, því að nú brosti hún. „Nú-já, er keisaranum hlýtt til hans? Eigum við ekki að koma inn fyrir. Þaöersvokalt hérúti.“ llún dó fram stóru lyklana, sem hún hafði verið með i múffunni sinni. Arcadius tók við þeim og gekk að litlu hliði hjá aöalhrautinni. „Lásinn er sennilega nokkuð stirður," sagði hann, „ef ekki hefur verið gengið um hliðið í mörg ár, viðarumgjörðin senni- lega undin og lamirnar ryðgaðar." Hann stakk lyklinum í skrána og lagðist á hliöið og bjóst til að neyta allra sinna krafta til þess að opna það. En lykillinn snérist án minnstu fyrirhafnar og hliðið opnaðist umsvifalaust. „Einhver virðist hafa haft hugsun á því að smyrja Iasinn,“ sagði hann undrandi. „Hliðið opnaðist rétt eins og gengiö hafi verið um það dag hvern. Hvernig getur staðið á því? „Ekki veit ég það,“ svaraði Marianne brúnaþung. „Við skulum fara inn fyrir. Forgarðurinn blasti við þeim í allri sinni auðn. Útihúsin voru mosavaxin, rúðurnar brotnar og skot höfðu greinilega flísað úr múrhúðuninni hér og þar. Nokkur þrep vantaði í hinar mikilfengiegu tröppur og steinljónin, sem höfðu fyrrum gætt þeirra, lágu höfuðlaus innan um illgresið í gatðinum. Rusl af ýmsu tagi var á víð og dreif, en til hægri handar voru sótugir veggir og súlur, sem báru vott um íkveikju, líklega þá sömu og de Chazay hafði slökkt, áður en hann lagði á flótta. Ókennilegur gróður hafði sprottið fram hér og þar eins og til þess að draga dulu yfir hálfbrunnið húsið. Vafningsviður klifraði upp meðfram eikar- hurðinni, líkt og náttúran væri að reyna að bera í bætifláka fyrir hönd eyðilegingarinnar og bæta vanmáttugt skrautið. Svartur köttur stökk allt í einu upp um kjallararist og skaust inn um opnar hesthúsdyr. Kreólar eru hjátrúarfullir og Fortunée Hamelin kreisti hand- legg Mariannes ögn fastar. Svo stundi hún. „Pereier og Fontaine eiga erfitt verk fyrir höndum. Þvílík eyði- Iegging! Eg fer að halda að keisar- inn hafi gefið yður furðulega gjöf.“ „En engin hefði glatt mig jafn- mikið,!1 sagði Marianne áköf. „Jafnvel hálsmenið er ekkert hjá þessu hrörlega, gamla húsi.“ „Þetta er nú ekki svo slæmt,“ sagði Arcadius og reyndi að hugga hana. „Með dálítilli natni er hægt að kippa þessu öllu í lag. Skemmdirnar eru meira á yfir- borðinu. En förum inn fyrir.“ Hann rétti Marianne höndina og hjálpaði henni upp tröppurnar, en snéri síðan við og gerði slíkt hið sama fyrir Madame Hamelin. „Útskornu dyrnar opnuðust jafn auðveldlega og hliðið áður og Arcadius yggldi sig. „Hver lítur eftir lásunum í þessu yfirgefna húsi?“ muldraði hann, en Marianne hlustaði ekki á hann. Hún gekk inn í forsalinn og hjartað hamaðist í brjósti hennar. Þar voru engin húsgögn og lit- aður marmarinn, sem hafði hulið veggina lá á gólfinu. Fíngerðum hurðunum hafði verið svipt af hjörunum, þannig að sjá mátti inn í hvert herbergið á fætur öðru, sem öll báru vott um sömu skemmdarfýsnina. JULIETTE BENZONI C Opera Mundi Paris í borðstofunni héngu drusluleg gluggatjöld. Þar voru skápar og önnur húsgögn, sem voru of þung til þess að flytja í burtu í einu snarhasti. Síðustu leifar vanga- myndar af Lúðviki 14. hékk fyrir ofan arininn, en eldstóin var full af ösku og þar gat að líta rústir gyllingu húsgagna, sem höfðu verið brennd þar. I viðhafnarstofunni var eyði- leggingin enn átakanlegri. Ekki eitt einasta húsgagn var uppi- standandi. Einfætt slagharpa lá þarna og aðeins nokkrar fíla- beinsnótur sjáanlegar. Silki- gluggatjöldin voru orðin að skit- ugum druslum, en enn mátti sjá gyllingu á viðarslá jiar fyrir ofan. En allt í einu hrökk Marianne aftur á bak. Hún glennti upp aug- un og starði. Yftr arinsyllunni blasti við málverk af manni, sem líkt og drottnaði yfir þessari eyðileggingu. Þetta var haganlega gerð mynd. Fyrir neðan dyftað hárið tók við dökkl andlit, drætt- irnir skarpir og augun í senn áköf og íhugul. Hann stóð þarna með hendur á mjöðmum, stoltur, í einkennisbúningi ofursta, en í bakgrunninum var rjúkandi stríðssena. Fyrirmynd málarans hlaut að hafa verið gædd seið- magnandi töfrum og Fortunéc, sem kom á eftir Marianne, sagði furðu lostin. „Þvílíkur maður!" „Þetta er faðir minn," saj'ði Marianne áherslulaust. Þau stóðu ölj þrjú hre.vfingar- laus, augun negld við málverkið, sem virtist horfa hæðnislega á þau og augnaráðið var óvenju lif- andi. Fyrir Marianne fól þessi stund í sér óendanlegan bitur- leika. Fram til þessa hafði faðir hennar aðeins staðið henni fyrir hugskotssjónum sem máð, lítil mynd í ramma. Tignarlegur að vísu. en dálítið lífsleiður, næstum kraftlaus. Hún hafði litið á þessa mynd af óljósri væntumþykju rétt eins og hún væri af hetju i skáld- sögu. En þessi þóttafulli her- maður, er blasti þarna við henni, snerti hana inn að hjartarótum og í hverjum drætti andlitsins kann- aðist hún við sjálfa sig. Hann var eins og hún. Kinnbeinin voru há og augun dálítið skásett og ögr- Nýkomin sending af hinum vinsœlu VERKFÆRUM Eitthvað fyrir alla fjölskylduna. •Sterk ryksuga fyrir verkstæðið, bílskúrinn, bílinn og heimilið. Leturgrafari, sem gerir yður fært að merkja nær hvað sem er. Limbyssa til heimilisnota. Til- valið til módelsmíði, limingar á húsgögnum, til að kitta í sprung- ur og margt fleira. Utskurðartæki gefur fjölda mögu- leika á útskurði ýmiss konar, svo sem: í gler, tré, skinn, eir og til notkunar við módelsmíði. Sendum í póstkröfu. S. Sigmannsson & Co h.f. Súðarvogi 4, Iðnvogum, sími 86470. INÚ ferftast allir I SÓLSKINSSKAP1 HEO SUNNU SUNNUFERÐIR I SERFLOKKI COSTA DEL SOL Sunna býður það bezta sent til er á Costa del Sol. íbúðir i sérflokki. Las Estréllas. 1—3 svefnherberui. stofa. eldhús. bað oa svaíir. simi. útvarp. sjónvarp oa loftkæling í öllum íbúðunum: setustofur. barir. ntatsölustaðir og næturklúbbar. allt á staðnum: stórt útivistarsvæði. 2 sundlaugar. Rétt við iriiðborgina i Torremolinos. stutt gönguferð á beztu baðstriindina á Costa del Sol. Auk þess býður Súnna gistinau í öðrum ibúðum. Maite. og vinsælum hótelum. Don Pablo. Las Palomas ou Lago Roja. Sunnuþjónusta i sérflokki. Daaheimili fyrir börn —■ fagnaðarefni fyrir fjölskyldur. tslenzkar fóstrur sjá um börnin og hafa sérstaka barnadagskrá daglega. kl. 3—8 siðdegis. Okeypis fyrir Súnnufarþega. Börn frá öðrum ferðaskrifstofum tekin gean 6,000 krðna vikua.jáidi. íslenzk skrifstofa með reyndu starfsfólki á staðnum. Fáein sœti ennþá laus í nokkrar 1, 2 eða 3 vikna ferðir. Eingöngu boðið upp á fyrsta flokks íbúðir og hótel með allri aðstöðu á eftirsóttum stöðum. Samt eru Sunnuferðir ekkert dýrari en aðrar ferðir. —— MALLORCA SUNNUDAGSFLUG COSTA DEL SOL LAUGARDAGSFLUG COSTA BRAVA SUNNUDAGSFLUG VfERflASKRIFSTOFAN SUNNA LJEKJARGðTU 2 SÍMAR 16400 12070 32. TBl. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.