Vikan

Eksemplar

Vikan - 05.08.1976, Side 40

Vikan - 05.08.1976, Side 40
EGGJUM FLEYGT i DROTTNINGUNA. Ágæti draumaþátturl Ekki alls fyrir löngu dreymdi mig draum, sem ég hef hugsað mikift um, enda eru draumar eitt helsta áhugamál mitt, og oftast les ég draumaþáttinn í Vikunni mér til ánægju, þótt ekki sé ég nærri alltaf sammála ráftningum þínum, draumráftandi góftur. Hvða um þaö! Ég ætla ekki að hafa þennan formála lengri, en sný mér í þess stað aft því að segja frá draumnum. Mér fannst eins og ég væri stödd erlendis, en í fyrstu geröi ég mér ekki Ijóst I hvaöa landi ég var. Fljótlega áttafti ég mig þó á því, aft ég hlyti aft vera í Hollandi, því aft hvert sem litift var, blöstu vift þessi ógrynni af túlípönum og öftrum blómum. Ég gekk ein eftir breiftri götu í litlu þorpi og naut lífsins. Allt í kringum mig var brosandi og ánægjulegt fólk, og fannst mér þaft vera að bífta eftir einhverju sérstöku, sem ég vissi ekki hvaft var. Skyndilega hrópar gamall maftur: Þarna kemur hún, helvítis kerlingin. Sé ég þá, hvar Júlíana drottning kemur akandi í opnum vagni eftir götunni. Hún brosti í allar áttir og veifafti fólkinu, en þaft kastaöi í hana fúleggjum. Ekki hætti hún þó aft brosa. Draumurinn varft ekki lengri. Fyrir hverju getur þetta verið? Ein draumsjúk. Þú murtt lifa mjög ánægju/egu, en svolítið stormasömu fjölskyldulífi um ævina. Þú lendir I samningaviðræðum um fjármál, og engu munar, að þú látir hlunnfara þig. Sennilega sleppurðu samt við það. HRINGAR MÁTAÐIR! Kæri draumráftandi! Mig dreymdi um daginn, að ég gekk inn í skartgripaverslun og ætlað aö kaupa mér hring. Afgreiftslustúlkan sagfti, aft þar fengjust engir hringir, en sagftist svo skyldu kalla á gullsmiftinn og spyrja hann, hvort hann vildi smífta handa mér hring. Gullsmiðurinn kom inn í búðina. Þetta var gamall og feitur karl, og mér leist ekki meira en svo á hann. Hann var meft tvo hringi, sem hann sagði mér aft máta, og síöan gæti ég valift um aftra hvora gerðina. Ég hætti við aft kaupa hringi af honum, því aft mér leist svo illa á hann. Draumurinn varft ekki lengri. Viltu ráfta hann fyrir mig? Með fyrirfram þökk. St. Þ. DRAUMUR DALADRÓSAR. Kæri draumráftandi! Nú langar mig að vita, hvort þú getur ráftið fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir nokkru. Þú hefur ráöift drauma fyrir mig, og ráftning þín hefur verift eins og ég hef ráftiö þá efta mjög lík. Þessi draumur, sem mig dreymdi, vefst fyrir mér, og ég veit ekki alveg, hvernig á aft ráfta hann. Mig hefur dreymt sama drauminn oft, en þessi var öftru vísi. Draumarnir, sem mig hefur dreymt, eru svona: Mér finnst alltaf, aft ég og mafturinn minn ségm komin á jörftina, þar sem vift byrjuö- um búskap, en í draumnum finnst mér ég alltaf vera svo sár og döpur yfir því, aft hann skuli hafa farið þangaft meft okkur öll, og eina hugsun mín hefur verift að koma honum og okkur öllum burt af jörðinni aftur, en núna er draumurinn allt öftru vísi: Mér fannst vift vera komin á þessa jörö aftur, og mér fannst ég standa úti á hlafti og l'rta yfir sveitina. Hún var ákaflega falleg yfir að líta; túnin græn og allt í blóma. Svo fannst mér ég hugsa: Jæja, úr því aft bóndi minn vill vera hérna, þá er best aft vera kyrr. Svo fór ég út (fjós og var aö hugsa um, að þaft væri víst best aft fara aft taka til og koma öllu ílag. Mig langar aft vita, hvað þú ræftur úr þessu. Kær kveftja, Daladrós. Þið hafið átt við einhvern stöðugan vanda að stríða allan ykkar búskap, en nú virðist sem þið yfirstígið hann. Ekki getur draumráðandi séð af draumnum þínum, hver þessi vandi er, hvort hann býr með ykkur sjálfum eða er til kominn fyrir til- verknað utanaðkomandi afla. GULLSKÆRI. Kæri þáttur! Mig dreymdi, aft ég væri stödd úti í .... Vift vorum þrjú saman niöri í fjöru, ég,L. og A. Móftir L. kom til okkar og hélt á þremur gullhringum í lófanum. Hún rétti höndina með hringinum ( áttina til okkar. A. tók einn hringinn og setti hann upp. Þetta var mjög fallegur hringur, og ég sagfti vift sjálfa mig: Mikift geysilega hefur hann góðan smekk. L. tók annan hring, en ég sá hana ekki setja hann upp. Svo réttir móðir L. mér þriöja hringinn, en ég neitaöi aft taka viö honum, og sagfti. Ég tek ekki hringinn, því aft það er ekki réttlátt, og þar aft auki veit ég, aft hann er of lítill. Þá rétti hún mér örlftil gullskæri, eins konar skrautmun, en þó fannst mér sem hægt væri aft klippa með þeim. Ég tók sigri hrósandi vift skærunum og hugsaöi með mér: Þessi skæri ætla ég aft nota til aft klippa á samband milli mín og ákveöins aftila. Svo hengdi ég skærin í gullkeftju um hálsinn á mér. Fyrir hverju getur þessi draumur veriö? Kær kveftja, B. Þetta er ákaflega dæmigerður tákn- draumur. i honum gerist fátt, nema það sé tengt mjög sterkum táknum. Draumurinn virðistþví hafa mjög ákveðna merkingu, og skal hér gerð tilraun til að ráða í þýðingu hans. Sterkasta táknið í draumnum álltur draumráðandi gullskærin vera. Gripir úr gulli eru taldir vera fyrir heiðri og nýjum vinum, og skæri eru sögð vera stúlkum fyrir giftingu. Fljótt á litið mætti því draga þá á/yktun, að þú giftist manni, sem þú þekkir ekki enn sem komið er, og sá maður færði þér um leið aukna virðingu samborg- ara þinna. Ekki tekur draumráðandi þó neina ábyrgð á þessari ráðningu. Það, að þér fannst hringurinn vera of Iftill þér, te/ur draumráðandi vera ákveðið tákn þess, að þú hafnar tilboði, sem þú færð. Hvers konar ti/boð um er að ræða, treystir draumráð- andi sér ekki til að segja um, en svo virðist sem A. og L. fái svipuð tilboð, eða tæki- færi, og að minnsta kosti A. grípur tæki- færið. Það að setja skærin á gul/festi og bera hana um hálsinn táknar auknar vin- sældir, eða aukna virðingu. Draumurinn virðist því allur benda til bjartrar framtlðar þinnar, en erfiðara er að segja um A. og L., þvi að draumráðandi er ekki viss um, að smekkur þinn í draumi, þegar þú sérð þar hring á fingri A., hafi neina merkingu. Þó geturþað verið, en varla þá, að A. vegni illa af þeim sökum, að hann setti upp hringinn. Svo virðist sem þér bjóðist tækifærið, sem þau hin fá einnig, þegar þau hafa bæði átt þess kost að grípa það. Þú Ijáir þvi tæpast hugsun, og það verður þér til gæfu. _____________________/ MIG BREYMBI VIKAN 32. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.