Vikan

Tölublað

Vikan - 07.10.1976, Blaðsíða 2

Vikan - 07.10.1976, Blaðsíða 2
Vikan ASTIR KlNVERJA Á eyjunni Formósu er giftirrg undarlegt samband gamalla hefða ognýrrasiða. Foreldrarnirráðamakavali,, enekkertersagtviðþví, þótt kærustuparið taki forskot á hjónabandssæluna, svo framarlega sem ekki fylgja óæskilegar afleiðingar í kjölfanð. 41. tbl. 38. árg. 7. okt. 1976 Verð kr. 300 GREINAR- 2 Ástir kínverja 1976. 5 Lýst eftir knapatísku. 14 Hvað ersmjörlíki? 16 Stjörnuspeki kínverja. Slðari hluti. 33 Káta ekkjan í hjónabandshug- leiðingum. VIÐTÖL:____________________ 24 Þegar vestrið og austrið mætast. Viðtal við Önnu Geirsdóttur og Justiniano Ning dejesus. SÖGUR:____________________ 20 Snara fuglarans. Fjórtándi hluti framhaldssögu eftir Helen Mac- Innes. 27Jórunn og Litlibróðir. Smásaga eftirjohan Borgen. 28 Hin konan. Framhaldssaga eftir Doris Lessing. Sögulok. 34 Mummi og krónan. Níundi hluti framhaldssögu fyrir börn eftir Herdísi Egilsdóttur. FASTIR ÞÆTTIR:______________ 7 Poppfræðiritið í umsjá Halldórs Andréssonar. 9 Krossgáta. 11 f næsta blaði. 12 Póstur. 30 Stjörnuspá. 36 Bláifuglinn. 38 Á fleygiferð í umsjá Árna Bjarnasonar. 39 Meðal annarra orða. 40 Draumar. 41 Matreiðslubók í umsjá Drafnar Farestveit. Dauf, grá dagsbirtan, sem skín inn um lítinn gluggann, nær vart að gera ratljóst inni í herberginu. Upp við einn vegginn hefur alls kyns dóti verið staflað upp t:l geymslu, og framan við staflann situr stúlka í hvítum kjól, sem sker sig undarlega úr húminu í kring. Á andlitinu cr einhver yfirnáttúru- legur hvítur hlær, sem blóðrauðar varirnar og kolsvart hárið gera einkar ábcrandi. Brúðurin einblínir á ákveðinn blett á gólfinu, og á hann hefur hún starað án afláts síðustu tvo klukkutímana. Stöðug- ur straumur annarra stúlkna á giftingaraldri, sem allar eru bestu vinkonur hennar hefur ekki haggað augnaráðinu hið minnsta. Þær steinþegjá líka allar saman og sitja grafkyrrar á stólum, sem raðað hefur verið meðfram vcggjunum. Fvrir utan er verið að halda brúð- kaup hennar hátíðlegt. Dægurlaga- hljómsveit staðarins sér fyrir þeim hávaða. cr þurfa þykir, svo að íbúar staðarins geti troðið 1 sig matnum, sem á borð er borinn, á viðeigandi liátt Brúðguninn, sem auðþekkjan- legurerá jakkafötunum mcð blómi í hnappagatinu. gengur um og hellir í glösin. Sjálfur neytir hann hvorki matar né drykkjar. Gamall kínvcrskur siður gcrir ráð fyrir þvl, að brúðhjónin séu svo altekin sælu, að þau hafi ekki rænu á að snæða. Brúðurin er svo sannarlega ham- ingjusöm, en hún fær ckki leyfi til að láta hamingju sína í Ijósi. Alda- gömul hefð gcrir hcnni skylt að stara niður á gólfið og gefa ekki til kynna tilfinningar sínar á nokk- urn hátt. Enginn má sjá, hvað felst á bak við hvítmálaða andlitsgrím- una. Þótt nú sé árið 1976 fer brúð- kaupið fram á sama hátt og verið hefur um aldir. Shan er fallcg stúlka. Hún bjó hcima hjá forcldrum sínum. Þegar hún varð sautján ára var tími til kominn að gefa hana manni. Chung cr tuttugu og fimm ára. Hann vinnur í skipasmiðju. Hann var líka löngu kominn á giftingar- aldur. Shan og Chung þekktust ekki. En frænka og frændi Shanar þekktu foreldra Chungs vel og þau vissu, að þau vantaði tengdadóttur handa syninum sem var í fastri vinnu og því góður maki. Nokkrum dögum seinna var for- eldrum hans boðið til miðdegis- vcrðar hjá foreldrum Shanar. Hvað þar bar á góma er ekki erfitt að gcta til um. Nokkrum dögum seinna var annað hádcgisverðarboð, og í þctta skiptið var Chung líka boðið. Hann vissi til hvers var ætlast af honum, og honum þótii það ckki slæmt, því að Shan var reglulega falleg stúlka. Hann bauð henni 1 bíó stuttu seinna Fleiri bíóferðir Hið ytra eru brúðhjónin ekkert ósvipuð dœmigerðu borgaralegu brúðarparifrá hinu úrkynjaða vestri. fylgdu í kjölfarið. Þau urðu vinir, þcim líkaði vcl hvort við annað — en ást? Það vissu þau ekki, þau höfðu ckki brotið heilann um ást. Foreldrarnir höfðu komið sér saman. þeim llkaði vel hvort við annað... Nokkrum mánuðum seinna var allt til reiðu fyrir trúlofun. Chung fékk leyfi til að nota ein mánaðar- laun til að kaupa fyrir smákökur. Kökur þessar gaf hann síðan tilvon- andi brúði sinni Shan. Shan gaf foreldrum sínum þær, en þau scndu öllum vinum og skvldmönn- um brúðarparsins eina köku hverj- um. Þegar kökurnar bárust þeim vissu þeir þegar, hvað um var að vera, skötuhjúin höfðu trúlofast, og þeir máttu vænta brúðkaups innan skamms. Shan og Chung voru trúlofuð í fimm mánuði. Þann tíma notuðu foreldrar þeirra til að leita ráða stjörnuspekinga. Nú þurfti að velja brúðkaupsdaginn. Brúðkaupsdagurinn finnst í kínvorska dagatalinu. Hver kín- verji á sér sérstaka hamingjudaga, og til þess að finna rétta dagsetn- ingu varð að finna hamingjudaga beggja og einhvern dag, sem á einhvern góðan hátt tengdist ham- ingjudegi hjá báðum. Heppilcgur dagur fyrir brúðkaup þeirra Shanar og Chungs var fund- inn á þriðjudcgi. Fjölskylda Chungs átti að halda veisluna. Athöfnin hófst klukkan tólf. Þá lagði Chung af stað með foreldrum slnum hcim til Shanar til að sækja hana og foreldra hennar,. Þegar komið var til baka hófst vlgslan. Shan og Chung tóku sér stöðu framan við altarið litla, sem finna má á hverju heimili á For- mósu. Fyrir ofan altarið hangir tafla, sem á standa skrifuð nöfn allra forfcðranna, og fyrir henni hneigðu þau sig þrisvar sinnum. Þá sneru þau sér við og hneigðu sig þrisvar fyrir foreldrunum og loks þrisvar hvort fyrir öðru. Þá skiptust þau á hringum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.