Vikan

Tölublað

Vikan - 07.10.1976, Blaðsíða 33

Vikan - 07.10.1976, Blaðsíða 33
Allir muna eftir litlu fallegu kon- unni hans Sukarnos indónesíufor- seta, sem var svo lánsöm að vera víðs fjarri, þegar honum var steypt af stóli. Ratna Dewi var leikkona I Japan, áður en hún varð forseta- frú í Indónesíu, en síðan hún varð ekkja árið 1970 hefur hún stundað ljúfa lífið I Evrópu. Ratna var trú Sukarno allt til dauða hans. En hún lét ekki sorg og sút ná tökum á sér, þegar eiginmað- urinn var allur, en sneri sér snarlega að evrópskum karlmönnum. Hún fékk sér íbúð í París og hélt inn- reið slna í samkvsemislífið þar og víðar í Evrópu. Meðal fylgisveina hennar má nefna Aga Khan, David de Rotschild unga, og jafnvel Bernhard prins I Hollandi taldist til kunningjahóps hennar. Ratna Dewi er fögur kona, og heimspressan hefur fylgst með ævintýrum hennar af miklum áhuga og margsinnis ýtt henni hálfa leið upp að altarinu. En hvernig scm á því stendur hefur Ratna alltaf gugnað. þegar hún var farin að heyra óminn af brúðkaupsklukk- unum, og snúið sér af mikilli ákefð að öðrum mönnum. Ástarsambönd hcnnar hafa ekki reynst byggð á traustari grunni cn ríki bónda hcnnarfyrrum. Enski kaupsýslumaðurinn John Bentley var stöðugt við hennar hlið um skeið, en skarð hans fyllti svo franski söngvarinn Alain Chamfort. Þá kom tímabil I ævi hinnar kátu ekkju, þegar hún sneri sér einkum að glaumgosum, og þá fyrst fór kjaftakvörnin I gang. En hversu ákaft sem Ratna stundaði Ijúfa lífið og hversu oft sem hcimspressan trúlofaði hana, var hún alltaf jafn engilbjört og fögur. En nú er Ratna Dewi orðin 36 ára, og jafnvel fegurðardís frá landi sólarupprásarinnar hlýtur að beygja sig fyrir ellinni að lokum. Þetta er Rötnu ljóst, og nú hermir sagan, að hún sé farin að hugsa alvarlega um framtíðina. Trúfastur fylgisveinn hennar um þessar mundir er 38 ára gamall franskur hertogi, Elzear de Sabran-Pontives, og þar sem hann er hvorki neinn glaumgosi né ræður yfir umtalsverðum fjármunum, þá telja kunnugir, að nú hljóti alvara að vcra I spilinu. Með glaumgosanum Auboin de Bardot. Með söngvaranum Al Chamfort. Með enska kaupsýslumanninum John Bentley. Verður Ezear de Sabran-Pontives loks til þess að binda endi á ekkju- standið? KHTA KKMM Með Sukamo forseta. 41. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.