Vikan

Tölublað

Vikan - 07.10.1976, Blaðsíða 30

Vikan - 07.10.1976, Blaðsíða 30
Spáin gildir frá fimrmudegi til miðvikudags fS? HRÚT'JRINN 21. mars - 20. april í þessari viku kynnist þú persónu, sem á eftir að hafa mikil áhrif á gerðir þínar næstu mánuði. Reyndu að koma þér vel við hana. NAUTIÐ 21. aprít — 21. r jai Á næstu dögum þarftu að taka mikilvæga ákvörðun, og ekki mun þig skorta ráðgef- endur. Treystu samt engum betur en sjálfum þér. TVIBURARNIR 22. maí - 21. júní Þessi vika verður ckki viðburðarík, en hefur þó sínar björtu. hliðar. Til dæmis færðu sönnun einlægrar vináttu eins kunningja þíns. iíiiip' KRABBINN 22. iúní - 23. jú/í Þú ert mjög leitandi um þessar mundir og yfirleitt ákaflega hikandi í öllum fram- kvæmdum. Hvíldu hugann og reyndu að létta þér svolttið upp. ligj LJÓNIÐ 24.júlí 24. aqúst Þú hefur mjög lltil samskipti við kunningja þlna sem stendur og gerir sjálfum þér lífið leitt. Reyndu að hrista af þér slenið og létta þér upp. ws MEYJAN 24. ágúit — 23. sept. Ákveðin persóna sækist mjög eftir félags- skap þínum. Láttu þér vel llka, því þú kem- ur til með að hafa not af kunningsskap við hana. JgllJggK VOGIN 24. sept — 23. okt. Þú verður fyrir óhappi, en sleppur furðan- ■ lcga vel út úr þvl og mátt sannarlega prísa þig sælan, þótt tjónið sé nokkurt. Heillatala er 5. SPORÐDREKINN 24. okt. 23. nóv. Gættu þess að láta ekki einskæra þver- móðsku stjórna gcrðum þínum I ákveðnu máli. Sveigjanleiki að vissu marki reynist' happasælli, þegar til lengdar lætur. BOGMAÐURINN 24. nóv. - 21. des. Þö færð óvænta fjárupphæð, að vlsu ekki stóra, en hún kemur sér vel, þvl þú varst hættur að reikna með henni. Helgin verður skemmtileg. STEINGEITIN 22. des. - 20. jan Þú ergir dálítið þá, sem þú umgengst, vegna þess, hve þú fylgist illa með þessa dagana. Opnaðu útvarpið og llttu I blöðin, opnaðu sjálfan þig! VATNSBERINN 21. jan. 19. tebr. Hugsanir þlnar eru mjög á vlð og dreif, og þú átt erfitt mcð að einbeita þér. Slakaðu á og breyttu til um frístundaiðju, það minnkar kannski streituna. 1HU FISKARNIR 20. febr. - 20. mar i Þú skalt ekki vera I miklu fjölmenni um helgina, heldur kjósa þér einvcru eða ein- hvern rólegan stað að hvílast á. Láttu ckki hleypa þér upp. STdÖRNUSPfl — Eruð þið skilin? Hún horfði á Jimmie, eins og hún vonaðist til, aú hann neitaði því, en hann var staðinn á fætur og sneri við þeim baki. — Er þetta satt, Jimmie? — Svona, svona Rósa, sagði frú Pearson vinsamlega. Við skildum fyrir meira en þremur árum, ltingu áður en hann hitti þig. Ég fékk auðvitað forræði barnanna, og hann var dæmdur til að borga tvö pund á viku i meðlag, en það er nú ekki ofl, sem hann gerir það. En þessu lauk ekki við skilnaðinn. Hann kemur oft og gistir. Hann er barn, bætti hún við. — Hvers vegna laugst þú að mér, Jimmie? kjökraði Rósa, hvers vegna? — Það stoðar ekki að gráta, sagði frú Pearson. Þú segir, að hann hafi þegar náð í aðra konu. Ilver er þessi Perla? — Þau fara saman í bíó, og hún segir, að hún vilji að þau giftist, sagði Rósa. — Hvernig veist þú það? spurði hann gremjulega og snéri sér snöggt við. Rósa horfði biðjandi á hann og sagði hæglátlega: — Já en Jimmie, allir vita það. — Þú hefur talað um þetta við Perlu, þykist ég vita, sagði hann. Kvenfólk! — Auðvitað hef ég ekki gert það. Henni var greinilega nóg boðið. Ég myndi aldrei gera þess háttar. En allir i búðinni vita það... Rósa kjökraði, og frú Pearson settist við hliðina á henni og tók um axlir hennar. — Svona, svona, sagði hún og reyndi að róa hana. Jimmie sat á rúmbríkinni með vindling milli varanna. Hvernig gat Rósu dottið í hug að gera mér þetta, hugsaði hann. — Eg á engan að í öllum heiminum, kjökraði Rósa. Engan... Frú Pearson strauk henni um hárið. Hún var hugsi. — Heyrðu Rósa, sagði hún eftir stundarkorn, kannski vilt þú koma og búa hjá mér? Rósa greip andann á lofti og leit upp: — Hvað? — Mér datt í hug, að ég kæmi þér á óvart. Eg er sjálf undrandi, mér datt þetta allt í einu í hug núna. Nú skalt þú hlusta. Eg ætla að opna lítinn greiðasölustað í næsta mánuði fyrir peningana, sem ég hef sparað í stríðinu, og M//V/Tí| 30 VIKAN 41. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.